Erlent

700 ár að fara hring um sólu

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér má sjá áætlaða sporbraut RR245
Hér má sjá áætlaða sporbraut RR245
Geimvísindamenn hafa fundið nýja dvergplánetu á braut um sólina. Plánetan, sem hefur fengið nafnið RR245 er talin vera um 700 kílómetra breið og með eina stærstu sporbraut sem þekkist. Það tekur plánetuna um 700 ár að fara hring um sólina.

Stærð RR245 liggur þó ekki fyrir að fullu.

Alþjóðlegt teymi vísindamanna fann plánetunum með því að notast við Canada-France-Hawaii sjónaukann. Plánetan fannst í Kuiper beltinu svokallaða þar sem talið er að finna megi allt að 200 dvergplánetur.

Samkvæmt tilkynningu frá vísindamönnunum mun RR245 vera næst sólu árið 2096.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×