SigÓSig hefur tekið margar flottar myndir í gegnum árin.Mynd/SigÓSig
Ljósmyndarinn SigÓsig opnaði í dag sýningu á ljósmyndum úr starfi björgunarsveita á Íslandi. Sýningin fer fram fyrir utan Hörpu og stendur hún yfir í viku. Eðli málsins samkvæmt er ókeypis aðgangur á sýninguna enda fer hún fram utandyra.
Siggi, sem er atvinnuljósmyndari, hefur verið öflugur í björgunarsveitastarfi í langan tíma og reglulega farið í björgunarleiðangra. Oftar en ekki hefur myndavélin verið með í för.
Dæmi um myndir af sýningunni má sjá hér að neðan.
Mynd/SigÓSigMynd/SigÓSigMynd/SigÓSigMynd/SigÓSigSýnining fer fram fyrir utan Hörpuna.Mynd/SigÓSig