Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Svavar Hávarðsson skrifar 9. desember 2016 07:00 Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að þjóðnýta Glitni er söguleg og markaði upphaf mestu umbrotatíma síðari tíma á Íslandi. Davíð Oddsson, ásamt Lárusi Welding bankastjóra Glitnis, greindi frá ákvörðuninni. Vísir/GVA Skilanefnd Glitnis hafði sérstaklega til skoðunar úttektir nokkurra félaga og einstaklinga á háum fjárhæðum úr peningamarkaðssjóði Glitnis, Sjóði 9, með það að augnamiði að rifta viðskiptunum. Ástæðan var tímasetningar viðskiptanna stuttu fyrir þjóðnýtingu Glitnis 29. september og dagana fyrir hrun bankans 7. október árið 2008. Þetta kemur fram í gögnum skilanefndarinnar sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Skjalið sem um ræðir er ekki dagsett, en bakgrunnsupplýsingar benda til að það hafi verið unnið í mars árið 2010. Umrætt skjal var tekið saman til að meta hvað af innlausnum þessara daga væri hæft til riftunar. Stærstu viðskiptin sem voru til skoðunar hjá skilanefndinni voru úttektir félaga í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, athafnakonu og stærsta eiganda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, eða eignarhaldsfélaga hennar Kristins og Fram, og námu rúmum milljarði króna. Einnig persónuleg úttekt Guðbjargar að upphæð 75 milljónir króna til viðbótar, en eins og þekkt er var Guðbjörg stór hluthafi í Glitni á sínum tíma. Er það sérstaklega nefnt í skjali skilanefndarinnar að „einnig urðu talsverð blaðaskrif um sölu hennar á hlutabréfum í Glitni rétt fyrir fall bankans“, og er þar vísað til þess að Guðbjörg seldi bréf sín þremur dögum fyrir þjóðnýtingu bankans – viðskipti sem voru síðar umdeild. Viðskipti athafnamannsins Benedikts Sveinssonar þremur dögum fyrir þjóðnýtingu bankans eru á listanum. Þá voru 500 milljónir króna teknar út og í skýringum við færsluna segir „Úttekt úr safni – millif[ært]. til Flórída“. Önnur úttekt er á listanum frá 1. október að fjárhæð 100 milljónir króna með skýringunni „sj 9 selt og í usd“. Benedikt er bróðir Einars Sveinssonar, fyrrv. stjórnarformanns Glitnis hf. Efni skjalsins tengdist einnig ákvarðanatöku innan skilanefndarinnar um hvaða aðferðum ætti að beita við val á þeim viðskiptum sem mögulega ætti að rifta. Þar komu nokkrar aðferðir til greina, og segir: „Val eftir nöfnum ákveðinna aðila kemur einnig til greina. Þá kemur einnig til greina að velja þá út sem eru í þjónustu ákveðins þjónustufulltrúa,“ en um hvern ræðir er ekki tiltekið. Þessu fylgir fyrrnefndur listi undir fyrirsögninni: Aðilar sem skoðaðir hafa verið m.t.t. innlausna rétt fyrir fall Glitnis hf. í byrjun október 2008. Ásamt viðskiptum Guðbjargar og hennar félaga og Benedikts er nefnd stór úttekt systkinanna Helgu Guðrúnar Johnson og Ólafs Ó. Johnson í nafni félags síns Johnson ehf. Einnig úttekt byggingaverktakans Sigurðar Sigurgeirssonar, í hans nafni, sem nemur 502 milljónum króna, en DV reiknaði út, og hafði greiddan auðlegðarskatt sem viðmið, stuttu eftir að skjal slitanefndarinnar var skrifað að hann væri auðugasti maður Íslands á þeim tímapunkti. Alls nema þær úttektir úr Sjóði 9 sem listaðar voru upp af skilanefndinni, og hugsanlega var talið réttlætanlegt að rifta, 3,1 milljarði króna samanteknar. Sjóður 9 var mjög umtalaður eftir hrun fyrir margra hluta sakir. Tap sjóðfélaga var verulegt, en þegar Sjóður 9 var gerður upp í lok október 2008 höfðu þeir tapað fimmtungi eignar sinnar í sjóðnum stuttu áður en bankinn var þjóðnýttur. Stjórnarseta Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, í peningamarkaðssjóðum Glitnis, og Sjóðs 9 þar á meðal, varð til þess að hann vék af þingi í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Illugi sagði síðar í pistli að stjórnarseta hans hefði skaðað hann pólitískt. Steinunn Guðbjartsdóttir, fyrrverandi formaður slitastjórnar [skilanefndar] Glitnis, vísaði fyrirspurn Fréttablaðsins um málið frá sér, og spurningum um hver niðurstaða þessarar athugunar skilanefndarinnar var og hvort einhverjum viðskiptum var rift. Eins hvort einhverjum málum var vísað áfram til Fjármálaeftirlitsins eða annarra rannsóknaraðila.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Skilanefnd Glitnis hafði sérstaklega til skoðunar úttektir nokkurra félaga og einstaklinga á háum fjárhæðum úr peningamarkaðssjóði Glitnis, Sjóði 9, með það að augnamiði að rifta viðskiptunum. Ástæðan var tímasetningar viðskiptanna stuttu fyrir þjóðnýtingu Glitnis 29. september og dagana fyrir hrun bankans 7. október árið 2008. Þetta kemur fram í gögnum skilanefndarinnar sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Skjalið sem um ræðir er ekki dagsett, en bakgrunnsupplýsingar benda til að það hafi verið unnið í mars árið 2010. Umrætt skjal var tekið saman til að meta hvað af innlausnum þessara daga væri hæft til riftunar. Stærstu viðskiptin sem voru til skoðunar hjá skilanefndinni voru úttektir félaga í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, athafnakonu og stærsta eiganda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, eða eignarhaldsfélaga hennar Kristins og Fram, og námu rúmum milljarði króna. Einnig persónuleg úttekt Guðbjargar að upphæð 75 milljónir króna til viðbótar, en eins og þekkt er var Guðbjörg stór hluthafi í Glitni á sínum tíma. Er það sérstaklega nefnt í skjali skilanefndarinnar að „einnig urðu talsverð blaðaskrif um sölu hennar á hlutabréfum í Glitni rétt fyrir fall bankans“, og er þar vísað til þess að Guðbjörg seldi bréf sín þremur dögum fyrir þjóðnýtingu bankans – viðskipti sem voru síðar umdeild. Viðskipti athafnamannsins Benedikts Sveinssonar þremur dögum fyrir þjóðnýtingu bankans eru á listanum. Þá voru 500 milljónir króna teknar út og í skýringum við færsluna segir „Úttekt úr safni – millif[ært]. til Flórída“. Önnur úttekt er á listanum frá 1. október að fjárhæð 100 milljónir króna með skýringunni „sj 9 selt og í usd“. Benedikt er bróðir Einars Sveinssonar, fyrrv. stjórnarformanns Glitnis hf. Efni skjalsins tengdist einnig ákvarðanatöku innan skilanefndarinnar um hvaða aðferðum ætti að beita við val á þeim viðskiptum sem mögulega ætti að rifta. Þar komu nokkrar aðferðir til greina, og segir: „Val eftir nöfnum ákveðinna aðila kemur einnig til greina. Þá kemur einnig til greina að velja þá út sem eru í þjónustu ákveðins þjónustufulltrúa,“ en um hvern ræðir er ekki tiltekið. Þessu fylgir fyrrnefndur listi undir fyrirsögninni: Aðilar sem skoðaðir hafa verið m.t.t. innlausna rétt fyrir fall Glitnis hf. í byrjun október 2008. Ásamt viðskiptum Guðbjargar og hennar félaga og Benedikts er nefnd stór úttekt systkinanna Helgu Guðrúnar Johnson og Ólafs Ó. Johnson í nafni félags síns Johnson ehf. Einnig úttekt byggingaverktakans Sigurðar Sigurgeirssonar, í hans nafni, sem nemur 502 milljónum króna, en DV reiknaði út, og hafði greiddan auðlegðarskatt sem viðmið, stuttu eftir að skjal slitanefndarinnar var skrifað að hann væri auðugasti maður Íslands á þeim tímapunkti. Alls nema þær úttektir úr Sjóði 9 sem listaðar voru upp af skilanefndinni, og hugsanlega var talið réttlætanlegt að rifta, 3,1 milljarði króna samanteknar. Sjóður 9 var mjög umtalaður eftir hrun fyrir margra hluta sakir. Tap sjóðfélaga var verulegt, en þegar Sjóður 9 var gerður upp í lok október 2008 höfðu þeir tapað fimmtungi eignar sinnar í sjóðnum stuttu áður en bankinn var þjóðnýttur. Stjórnarseta Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, í peningamarkaðssjóðum Glitnis, og Sjóðs 9 þar á meðal, varð til þess að hann vék af þingi í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Illugi sagði síðar í pistli að stjórnarseta hans hefði skaðað hann pólitískt. Steinunn Guðbjartsdóttir, fyrrverandi formaður slitastjórnar [skilanefndar] Glitnis, vísaði fyrirspurn Fréttablaðsins um málið frá sér, og spurningum um hver niðurstaða þessarar athugunar skilanefndarinnar var og hvort einhverjum viðskiptum var rift. Eins hvort einhverjum málum var vísað áfram til Fjármálaeftirlitsins eða annarra rannsóknaraðila.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira