Erlent

Yngri dóttir Bandaríkjaforseta vinnur á skyndibitastað

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Sasha Obama starfar í bílalúgunni í um hálftíma á dag.
Sasha Obama starfar í bílalúgunni í um hálftíma á dag. Vísir/EPA
Natasha Obama, yngri dóttir Bandaríkjaforseta, er staðráðin í því að kynnast lífinu fyrir utan veggi Hvíta hússins þar sem hún hefur búið í 8 af sínum 15 árum. Hún hefur ráðið sig í sumarvinnu sem afgreiðslustúlka bílalúgu hjá skyndibitastaðnum Nancy's í Washington sem selur sjávarrétti.

Sasha, eins og hún er kölluð, hefur krafist þess að komið verði fram við hana eins og hverja aðra starfsstúlku á staðnum en öryggisgæsla Hvíta hússins fylgir henni þó hvert fótmál þegar hún mætir til vinnu. Sex öryggisverðir fylgjast því með í hvert skipti sem hún afgreiðir kúnna í lúgunni eða þegar hún er látin þrífa veitingarstaðinn eftir lokun. Þeir hafa þó ekki verið staðsettir við hlið hennar, heldur fylgjast grannt með úr nærliggjandi bílum eða á bekkjum sem eru nálægt lúgunni.

Vaktir Söshu eru fjögurra klukkustunda langar en hingað til hefur hún aðeins verið hálf tíma á dag í lúgunni. Vinnu hennar á staðnum mun þó ljúka á laugardag en þá fer hún í tveggja vikna sumarfrí með foreldrum sínum.

Obama fjölskyldan hefur reynt að leggja áherslu á að börn þeirra fái eins eðlilegt uppeldi og hugsast getur. Sasha hefur þegar verið skráð í Harvard háskóla og mun hún hefja nám þar árið 2017 eftir árs frí frá skólagöngu.

Boston Herald greindi frá.


Tengdar fréttir

Obama náðar metfjölda fanga

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, náðaði í dag 214 fanga sem dúsa í alríkisfangelsum í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×