Erlent

Árásin við Russell Square: Árásarmaðurinn er Norðmaður af sómölskum uppruna

Atli Ísleifsson skrifar
Kona á sjötugsaldri lét lífið í árásinni.
Kona á sjötugsaldri lét lífið í árásinni. Vísir/AFP
Árásarmaðurinn sem stakk konu á sjötugsaldri til bana og særði fimm til viðbótar við Russell Square í Lundúnum í gærkvöldi er norskur ríkisborgari af sómölskum uppruna.

Frá þessu greindi Lundúnalögreglan á fréttamannafundi í morgun.

Þar var greint frá því að lögregla telji ekki að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Áður hafði komið fram að lögregla hafi fengið lækna til að meta andlega heilsu árásarmannsins sem er nítján ára að aldri.

Í frétt Verdens Gang um málið kemur fram að árásarmaðurinn flutti frá Noregi árið 2002.

Konan sem fórst í árásinni var bandarískur ríkisborgari.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×