Erlent

Kona lést eftir hnífaárás á Russell Square

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Ein kona er látin og fimm eru særðir eftir hnífaárás á Russell-torgi í Lundúnum seint í gærkvöld. Nítján ára piltur hefur verið handtekinn í tengslum við árásina, en lögregla notaðist við rafbyssu til að yfirbuga manninn nokkrum mínútum eftir árásina.

Maðurinn er sagður glíma við andleg veikindi og hefur verið lagður inn á sjúkrahús. Lögregla segir málið þó enn í rannsókn og að ekki sé búið að útiloka að maðurinn tengist ekki hryðjuverkasamtökum. Breska ríkisútvarpið hefur eftir yfirmanni rannsóknardeildar að lögreglumenn verði áberandi á götum úti næstu daga. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×