Kári Stefáns: Hvetur Bjarna til þess að segja af sér Birgir Örn Steinarsson skrifar 15. október 2016 11:19 Kári segir í greininni ekki trúa því að Bjarni sé spilltur stjórnmálamaður en segir hann þó vera á rangri hillu í lífinu. Vísir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hvetur Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að segja af sér sem stjórnmálamaður í aðsendri grein er birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hann Bjarna vera bisnessmann á röngum stað og að það sé öllum ljóst að honum líði betur á vettvangi viðskipta en stjórnmála. Bréfið er skrifað sem nokkurs konar áskorun á Bjarna en fjármálaráðherra afþakkaði boð um að setjast niður með Kára í beinni útsendingu á Stöð 2 til þess að ræða um heilbrigðiskerfið. Kári skorar aftur á hann til að mæta sér í sjónvarpssal fyrir kosningar.Segir Sjálfstæðisflokk ekki vilja viðurkenna vandannKári hefur sakað ríkisstjórnina um að fjársvelta heilbrigðiskerfið í þeim tilgangi að einkavæða hluta þess. Þannig myndist staða þar sem þeir sem efnaðri séu fái aðgang að betri heilbrigðisþjónustu. Kári vísar í viðtöl við Bjarna í Morgunblaðinu og á Sprengjusandi sér til stuðnings. Þar sagði Bjarni að það væri hlutverk ríkisins að sjá um þá sem minna mega sín en að hinir gætu séð um sig sjálfir. Hann undrast á nýju myndefni Sjálfstæðisflokksins þar sem endurreisn heilbrigðiskerfisins er talin upp sem ein af afrekum núverandi ríkisstjórnar. Með þessu segir Kári Sjálfstæðisflokkinn ekki vilja viðurkenna þann vanda sem sé fyrir hendi. Þar af leiðandi sé lítið gert úr skoðun þeirra 86.500 einstaklinga sem skrifuðu undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að setja 11 prósent af landsframleiðslu í heilbrigðiskerfið. Kári segir marga sjúklinga á Íslandi í þeirri stöðu að eiga ekki efni á að leysa út lyf í lok mánaðarins og segir marga hafa neyðst til þess að fresta lífsnauðsynlegum aðgerðum. Kosningar 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hvetur Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að segja af sér sem stjórnmálamaður í aðsendri grein er birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hann Bjarna vera bisnessmann á röngum stað og að það sé öllum ljóst að honum líði betur á vettvangi viðskipta en stjórnmála. Bréfið er skrifað sem nokkurs konar áskorun á Bjarna en fjármálaráðherra afþakkaði boð um að setjast niður með Kára í beinni útsendingu á Stöð 2 til þess að ræða um heilbrigðiskerfið. Kári skorar aftur á hann til að mæta sér í sjónvarpssal fyrir kosningar.Segir Sjálfstæðisflokk ekki vilja viðurkenna vandannKári hefur sakað ríkisstjórnina um að fjársvelta heilbrigðiskerfið í þeim tilgangi að einkavæða hluta þess. Þannig myndist staða þar sem þeir sem efnaðri séu fái aðgang að betri heilbrigðisþjónustu. Kári vísar í viðtöl við Bjarna í Morgunblaðinu og á Sprengjusandi sér til stuðnings. Þar sagði Bjarni að það væri hlutverk ríkisins að sjá um þá sem minna mega sín en að hinir gætu séð um sig sjálfir. Hann undrast á nýju myndefni Sjálfstæðisflokksins þar sem endurreisn heilbrigðiskerfisins er talin upp sem ein af afrekum núverandi ríkisstjórnar. Með þessu segir Kári Sjálfstæðisflokkinn ekki vilja viðurkenna þann vanda sem sé fyrir hendi. Þar af leiðandi sé lítið gert úr skoðun þeirra 86.500 einstaklinga sem skrifuðu undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að setja 11 prósent af landsframleiðslu í heilbrigðiskerfið. Kári segir marga sjúklinga á Íslandi í þeirri stöðu að eiga ekki efni á að leysa út lyf í lok mánaðarins og segir marga hafa neyðst til þess að fresta lífsnauðsynlegum aðgerðum.
Kosningar 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira