Erlent

30 látnir eftir sjálfsmorðsprengju í Bagdad

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Árásin var gerð til höfuðs Sjía-múslimum í norðurhluta borgarinnar.
Árásin var gerð til höfuðs Sjía-múslimum í norðurhluta borgarinnar. Vísir/AFP
Minnst 30 eru látnir eftir sjálfsmorðsprengjuárás í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Árásin var gerð til höfuðs Sjía-múslimum í norðurhluta borgarinnar.

Talið er að yfir 60 manns hafi slasast í árásinni sem enginn hefur lýst yfir ábyrgð á. Árásin var gerð að hádegistíma í Írak og beindist einkum að pílagrímum sem minnast þess að Hussein, barnabarn Múhameðs spámanns, var drepinn á 7. öld.

Sérfræðingur BBC í málefnum Íraks segir að vel þekkt sé að herskáir Súnní-múslimar geri árásir á pílagríma Sjía-múslima. Talið er líklegt að ISIS standi að baki árásinni en liðsmenn samtakanna hafa á undanförnum mánuðum ítrekað framið sjálfsmorðsprengjuárásir í Bagda




Fleiri fréttir

Sjá meira


×