

Fiskeldi í sjókvíum - Ný stóriðja í fjörðum og flóum
Í hönd fara kosningar. Stjórnmálamenn og aðrir „athafnamenn“ flíka stórum tölum í fréttum framan í langeygt landsbyggðarfólk; „50 milljarða framleiðsla á Vestfjörðum.“ Hver hafnar slíkum bjargráðum?
Landsamband stangveiðifélaga hélt málþing í Háskólabíó 14. apríl sl. um neikvæð áhrif sjókvíaeldis. Annar höfunda þessa pistils (ESF, vinnur nú að doktorsritgerð við HÍ um vistfræði bleikju) var þar með framsöguerindi. Málþingið markaði kannski upphaf almennrar krítískrar umræðu hérlendis um það sem varast ber í þessum efnum.
Lítið fór þó fyrir framhaldinu þar til seint í haust að kvisaðist að regnbogasilungur í tugatali hefði veiðst í ám umhverfis landið í sumar. Slíkt eldi fer nú fram á Vest- og Austfjörðum en engar tilkynningar höfðu borist frá viðkomandi fyrirtækjum um að fiskur hefði sloppið. Þá var sem margir vöknuðu af værum svefni. Skrif og fréttir fóru að birtast um hætturnar á þessari vegferð. Eldismenn hafa brugðist við og sagst vilja rannsaka mál til hins ýtrasta. Ekkert virðist þó eiga að slá af ferðinni varðandi uppbygginguna heldur halda á fullu inn í skaflinn.
Ætlum við ekkert að læra af reynslu annarra þjóða? Í Alaska er allt fiskeldi í sjó bannað vegna neikvæðra náttúruáhrifa en klak og seiðaeldi innlendra náttúrulegra tegunda leyft. Írar eru, af sömu ástæðu, í óða önn að skera verulega niður áætlanir um fiskeldi. Norðmenn eru komnir í djúpan skít þar sem 65% af 120 náttúrulegum laxastofnum landsins eru orðnir erfðamengaðir af eldislaxi og norska vísindasamfélagið hamast við að finna lausnir til mótvægis við neikvæð náttúruáhrif, með takmörkuðum árangri.
Eldisleyfi á færibandi
Á þessum misserum virðist stjórnsýslan unga út eldisleyfum á færibandi – fyrir smápening – byggðum á eins konar fjölsíðna excel-skýrslum, oft unnum af fólki með litla sem enga líffræðiþekkingu. Þannig fær sjö milljóna fiska eldi af framandi stofnum í sjókvíum grænt ljós í mati á umhverfisáhrifum, byggt á skýrslu sem gerð er af arkitektafyrirtæki þar sem einu starfsmennirnir eru landslagsarkitekt og jarðfræðingur. Óhæfa þætti ef hér fengjust viðamikil sauðnautaeldisleyfi, hvað þá án aðkomu dýralækna.
Lágt verð leyfanna virðist einnig opna fyrir það að braskarar séu farnir af stað enda erlendir peningar í lítt mældum mæli í boði.
Gagnstætt því sem margir kunna að halda eru það ekki einungis villtir laxastofnar og „hobbý“ fárra útvaldra sem í hættu er. Sjókvíeldið ógnar einnig göngustofnum bleikju og urriða og tómstundaiðja þeirra ríflega 70 þús. landsmanna sem stunda veiðar á vatnafiski. Stangveiðiferðamennskan er alvöru atvinnugrein með 20 milljarða veltu og líklega best borgandi hluti íslenskrar ferðaþjónustu. Megnið af þeirri veltu verður eftir hér á landi og langstærstur hlutinn utan höfuðborgarinnar. Fuglastofnum (æðarfugl) gæti og verið hætta búin.
Í síðari hluta þessarar greinar sem birtast mun fljótlega verður reynt að gera birtingarmynd hinna neikvæðu áhrifa þessarar stóriðju frekari skil.
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar