Og við hvað vinnur þú svo á daginn? Tryggvi M. Baldvinsson skrifar 15. október 2016 07:00 Ég rakst á ofanritað á lista yfir þær spurningar sem tónlistarflytjendur eru hvað þreyttastir á að svara. Ástæðan fyrir meintu óþoli tónlistarfólks á spurningunni er að hún felur í sér þá fordóma að starf listamannsins sé ekki launuð vinna, heldur áhugamál sem hægt sé að stunda meðfram „alvöru“ vinnu. Ef maður rýnir betur í þessa gildishlöðnu spurningu er þó tiltölulega auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu að hún eigi fullan rétt á sér. Það eru nefnilega tiltölulega fáir einstaklingar sem hafa tónlistarflutning að aðalstarfi sínu. Það er hins vegar svo að starfsvettvangur tónlistarfólks er miklu stærri en aðeins að flytja tónlist á opinberum vettvangi. Þannig að þó píanistinn á veitingahúsinu, eða söngkonan á kammertónleikunum hafi e.t.v. ekki tónlistarflutning að aðalstarfi eru yfirgnæfandi líkur á að þau séu í „alvöru“ vinnu innan tónlistargeirans. Þannig felur áðurnefnd spurning, ef litið er fram hjá fordómunum, fyrst og fremst í sér vanþekkingu á starfsvettvangi tónlistarfólks í nútíma samfélagi. Tónlistarkennarar eru stærsta starfsstétt tónlistarfólks hér á landi, en tónlistarskólakerfið er ein mikilvægasta uppspretta íslensks tónlistarlífs. Tónlistarkennarar innan almenna skólakerfisins eru ekki síður mikilvæg starfstétt. Kirkjan er einnig stór vinnustaður tónlistarfólks, bæði við hefðbundnar kirkjuathafnir og ekki síður í almennu safnaðar- og barnastarfi.Víðfeðmur starfsvettvangur Þar fyrir utan starfar tónlistarfólk við útvarp, sjónvarp, blöð og tímarit, kvikmyndagerð, á auglýsingastofum, í leikhúsum, við tölvuleikjagerð, hljóðupptökur, hugbúnaðargerð, í heilbrigðisgeiranum, samfélagsþjónustu og stýrir tónlistarstarfi áhugafólks svo fátt eitt sé nefnt. Þegar við þennan stóra hóp bætist vinnustaður á borð við Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem margir af fremstu hljóðfæraleikurum þjóðarinnar starfa má ljóst vera að starfsvettvangur tónlistarinnar á Íslandi er afar víðfeðmur. Tónlistardeild LHÍ hefur allt frá stofnun kappkostað að undirbúa nemendur sína fyrir störf í tónlist á breiðum grundvelli. Deildin hefur nú útskrifað tæplega 260 tónlistarmenn sem flestir hafa fundið sér starfsvettvang á sviði tónlistarinnar og á flestum, ef ekki öllum, þeim sviðum sem talin voru upp hér að ofan. Sú sérfræðiþekking sem felst í háskólamenntun í tónlist nýtist því ekki einvörðungu til að undirbúa afbragðs tónlistarflytjendur og listamenn heldur tengist hún einnig atvinnulífinu sterkari böndum en margan grunar. Þannig á tónlistarmenntun sinn þátt í að gera íslenskt samfélag sterkara, fjölbreyttara og mannlegra. Það er mikilvægt að kjósendur kynni sér stefnu stjórnmálaflokkanna í mennta- og menningarmálum í aðdraganda komandi kosninga, því að stefnan í þeim málaflokkum hefur hvað mest áhrif á framtíð okkar sem sjálfstæðrar þjóðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Ég rakst á ofanritað á lista yfir þær spurningar sem tónlistarflytjendur eru hvað þreyttastir á að svara. Ástæðan fyrir meintu óþoli tónlistarfólks á spurningunni er að hún felur í sér þá fordóma að starf listamannsins sé ekki launuð vinna, heldur áhugamál sem hægt sé að stunda meðfram „alvöru“ vinnu. Ef maður rýnir betur í þessa gildishlöðnu spurningu er þó tiltölulega auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu að hún eigi fullan rétt á sér. Það eru nefnilega tiltölulega fáir einstaklingar sem hafa tónlistarflutning að aðalstarfi sínu. Það er hins vegar svo að starfsvettvangur tónlistarfólks er miklu stærri en aðeins að flytja tónlist á opinberum vettvangi. Þannig að þó píanistinn á veitingahúsinu, eða söngkonan á kammertónleikunum hafi e.t.v. ekki tónlistarflutning að aðalstarfi eru yfirgnæfandi líkur á að þau séu í „alvöru“ vinnu innan tónlistargeirans. Þannig felur áðurnefnd spurning, ef litið er fram hjá fordómunum, fyrst og fremst í sér vanþekkingu á starfsvettvangi tónlistarfólks í nútíma samfélagi. Tónlistarkennarar eru stærsta starfsstétt tónlistarfólks hér á landi, en tónlistarskólakerfið er ein mikilvægasta uppspretta íslensks tónlistarlífs. Tónlistarkennarar innan almenna skólakerfisins eru ekki síður mikilvæg starfstétt. Kirkjan er einnig stór vinnustaður tónlistarfólks, bæði við hefðbundnar kirkjuathafnir og ekki síður í almennu safnaðar- og barnastarfi.Víðfeðmur starfsvettvangur Þar fyrir utan starfar tónlistarfólk við útvarp, sjónvarp, blöð og tímarit, kvikmyndagerð, á auglýsingastofum, í leikhúsum, við tölvuleikjagerð, hljóðupptökur, hugbúnaðargerð, í heilbrigðisgeiranum, samfélagsþjónustu og stýrir tónlistarstarfi áhugafólks svo fátt eitt sé nefnt. Þegar við þennan stóra hóp bætist vinnustaður á borð við Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem margir af fremstu hljóðfæraleikurum þjóðarinnar starfa má ljóst vera að starfsvettvangur tónlistarinnar á Íslandi er afar víðfeðmur. Tónlistardeild LHÍ hefur allt frá stofnun kappkostað að undirbúa nemendur sína fyrir störf í tónlist á breiðum grundvelli. Deildin hefur nú útskrifað tæplega 260 tónlistarmenn sem flestir hafa fundið sér starfsvettvang á sviði tónlistarinnar og á flestum, ef ekki öllum, þeim sviðum sem talin voru upp hér að ofan. Sú sérfræðiþekking sem felst í háskólamenntun í tónlist nýtist því ekki einvörðungu til að undirbúa afbragðs tónlistarflytjendur og listamenn heldur tengist hún einnig atvinnulífinu sterkari böndum en margan grunar. Þannig á tónlistarmenntun sinn þátt í að gera íslenskt samfélag sterkara, fjölbreyttara og mannlegra. Það er mikilvægt að kjósendur kynni sér stefnu stjórnmálaflokkanna í mennta- og menningarmálum í aðdraganda komandi kosninga, því að stefnan í þeim málaflokkum hefur hvað mest áhrif á framtíð okkar sem sjálfstæðrar þjóðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun