Gísli B. með sýningu í Smiðjunni Stefán Árni Pálsson skrifar 14. nóvember 2016 17:00 Gísli er hér til hægri. Margt var um manninn þegar Gísli B. Björnsson, myndlistarmaður og teiknari, opnaði sýningu á verkum sínum í Smiðjunni Listhúsi að Ármúla 36 í síðustu viku. „Líf mitt hefur tengst myndlist og sköpun frá æsku til þessa dags. Ég hef alla tíð verið innan um myndlistamenn,“ segir Gísli. „Áhrifavaldarnir í myndlistinni eru margir; vinir, kennarar, samnemendur, samstarfsmenn og ýmsir aðrir myndlistarmenn. Myndirnar á sýningunni eru unnar með ekta olíukrít sem er sama efni og í olíulitum. Sköpun verkanna er mikil handavinna. Það er nokkurt verk að smyrja litnum á flötinn, leita að rétta tóninum og áferðinni. Koma að því aftur með gagnrýnum augum og fara yfir hvað má betur fara. Reyna að bæta og að lokum setja merki sitt á verkið. Birtan frá þungum skýjabökkum til bjartra geislatóna leikur stórt hlutverk í myndunum. Form, litir og tónar tilverunnar hafa alltaf heillað mig.“ Gísli sýnir á þriðja tug verka en viðfangsefni Gísla er landið og landslagið sjálft. Gísli hefur tengst myndlist alla sína ævi. Hann hóf myndlistarnám í Myndlista- og handíðarskóla Íslands um tvítugt og er enn með vinnustofu í gamla skólanum sínum að Skipholti 1. Hann fór síðar í myndlistarnám til Stuttgart í Þýskalandi. Gísli starfaði við grafíska hönnun og kennslu í greininni í 50 ár og var m.a. framkvæmdastjóri Auglýsingastofunnar hf í 20 ár. Hann hefur síðustu ár einbeitt sér að sköpun myndverka. Sýningin í Smiðjunni stendur yfir til 23. nóvember. Hér að ofan má sjá myndir frá opnuninni. Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Margt var um manninn þegar Gísli B. Björnsson, myndlistarmaður og teiknari, opnaði sýningu á verkum sínum í Smiðjunni Listhúsi að Ármúla 36 í síðustu viku. „Líf mitt hefur tengst myndlist og sköpun frá æsku til þessa dags. Ég hef alla tíð verið innan um myndlistamenn,“ segir Gísli. „Áhrifavaldarnir í myndlistinni eru margir; vinir, kennarar, samnemendur, samstarfsmenn og ýmsir aðrir myndlistarmenn. Myndirnar á sýningunni eru unnar með ekta olíukrít sem er sama efni og í olíulitum. Sköpun verkanna er mikil handavinna. Það er nokkurt verk að smyrja litnum á flötinn, leita að rétta tóninum og áferðinni. Koma að því aftur með gagnrýnum augum og fara yfir hvað má betur fara. Reyna að bæta og að lokum setja merki sitt á verkið. Birtan frá þungum skýjabökkum til bjartra geislatóna leikur stórt hlutverk í myndunum. Form, litir og tónar tilverunnar hafa alltaf heillað mig.“ Gísli sýnir á þriðja tug verka en viðfangsefni Gísla er landið og landslagið sjálft. Gísli hefur tengst myndlist alla sína ævi. Hann hóf myndlistarnám í Myndlista- og handíðarskóla Íslands um tvítugt og er enn með vinnustofu í gamla skólanum sínum að Skipholti 1. Hann fór síðar í myndlistarnám til Stuttgart í Þýskalandi. Gísli starfaði við grafíska hönnun og kennslu í greininni í 50 ár og var m.a. framkvæmdastjóri Auglýsingastofunnar hf í 20 ár. Hann hefur síðustu ár einbeitt sér að sköpun myndverka. Sýningin í Smiðjunni stendur yfir til 23. nóvember. Hér að ofan má sjá myndir frá opnuninni.
Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira