Kjararáð ekki eina lausn þingmanna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. nóvember 2016 07:00 Ýmsar leiðir eru mögulegar við útfærslu á því hvernig laun æðstu embættismanna ríkisins skuli ákvörðuð. Þetta kemur fram í máli lagaprófessors við Háskólann í Reykjavík og dósents við Háskóla Íslands í sömu grein.Kjararáð hækkaði þingfararkaup, laun ráðherra og forseta Íslands þann 29. október síðastliðinn. Mörgum hefur þótt hækkunin rífleg en þingfararkaupið hækkaði til að mynda um rúmar 350 þúsund krónur. Ýmsir þingmenn hafa viðrað þá skoðun sína að þeir vilji grípa inn í hækkunina en samfara því að endurskoða kerfið. „Það væri mögulegt að skerpa betur á því til hvers kjararáð á að horfa við ákvarðanir sínar,“ segir Ragnhildur Helgadóttir, prófessor og forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík. „Ef fólk vill halda þessu kerfi þá væru minnstu breytingarnar sem svöruðu því sem verið að gagnrýna núna, að kveða skýrar á um til hvers skal litið og ef til vill láta taka ákvarðanir oftar.“? Kjaradómi, fyrirrennara kjararáðs, var komið á fót árið 1962. Í upphafi var hann lögmæltur gerðardómur sem komst að niðurstöðu í kjaradeilum opinberra starfsmanna við ríkið. Með lagabreytingu frá árinu 1992 var hann færður í þá mynd sem við þekkjum í dag, að vera sjálfstæð stjórnsýslunefnd með úrskurðarvald í þessum málum. Það hefur hins vegar ekki alltaf verið svo að kjararáð, eða Kjaradómur, ákveði laun æðstu embættismanna. Í upphafi heyrðu aðeins hæstaréttardómarar og ráðherrar undir dóminn. Smám saman fjölgaði í þeim hópi. Þingfararkaupið var til að mynda ekki fært undir dóminn fyrr en árið 1980.Trausti Fannar Valsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands.Sé litið til nágrannalanda okkar þá er þingfararkaupið í Noregi og Danmörku lögbundið og í Danmörku er bundið í stjórnarskrá að þingmanni sé skylt að taka við kaupinu. Í Svíþjóð og Finnlandi ákvarða óháðar nefndir laun þingmanna. „Það er spurning hvort óháð nefnd eigi að ákveða laun þingmanna eða þeir sjálfir,“ segir Trausti Fannar Valsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Hann bendir á að sveitarstjórnir þurfi sjálfar að ákveða laun sín og bregði margar á það ráð að binda þau við þingfararkaup. „Hví ættu þingmenn ekki að geta tekið ákvörðun um laun sín með almennum lögum líkt og um önnur mikilvæg málefni í samfélaginu?“ Allur háttur er á því hvernig laun dómara eru ákveðin. Í Noregi eru laun hæstaréttardómara ákveðin árlega af þinginu og laun héraðsdómara af ráðherra. Sé litið til héraðsdóms í máli Guðjóns St. Marteinssonar gegn ríkinu er óvíst hvort það standist stjórnarskrá að þingmenn hlutist til um laun dómara.Frá fundi kjararáðs í desember 2008. Skömmu síðar samþykkti Alþingi lög sem fólu ráðinu að lækka laun þingmanna og ráðherra um fimm til fimmtán prósent. Aðrir, sem undir ráðið heyrðu, skyldu einnig lækkaðir í launum.Vísir/GVA Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Tengdar fréttir Jón Þór kominn með lögfræðing og mun kæra ákvörðun kjararáðs ef ekkert verður gert Hann segir ákvörðun kjararáðs um miklar hækkanir launa ráðamanna umfram almenna launaþróun ganga í besta falli gegn tilgangi laga um kjararáð en í versta falli sé um beint lögbrot að ræða. 8. nóvember 2016 10:16 Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00 Kjararáðsraunir Nú er rætt um að breyta því hvernig laun þingmanna, ráðherra og forseta lýðveldisins eru ákvörðuð. Þessi umræða kemur í kjölfar úrskurðar kjararáðs frá 29. október síðastliðnum sem fól í sér 30 til 45% hækkun á launum þessara aðila. 10. nóvember 2016 07:00 Forsetinn segist ekki þurfa óumbeðna launahækkun Bjarni Benediktsson segist hafa fullan skilning á að fólki þyki úrskurður kjararáðs vera úr öllum takti við það sem hefur verið að gerast í kjaramálum í landinu á undanförnum misserum 2. nóvember 2016 21:15 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fær ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira
Ýmsar leiðir eru mögulegar við útfærslu á því hvernig laun æðstu embættismanna ríkisins skuli ákvörðuð. Þetta kemur fram í máli lagaprófessors við Háskólann í Reykjavík og dósents við Háskóla Íslands í sömu grein.Kjararáð hækkaði þingfararkaup, laun ráðherra og forseta Íslands þann 29. október síðastliðinn. Mörgum hefur þótt hækkunin rífleg en þingfararkaupið hækkaði til að mynda um rúmar 350 þúsund krónur. Ýmsir þingmenn hafa viðrað þá skoðun sína að þeir vilji grípa inn í hækkunina en samfara því að endurskoða kerfið. „Það væri mögulegt að skerpa betur á því til hvers kjararáð á að horfa við ákvarðanir sínar,“ segir Ragnhildur Helgadóttir, prófessor og forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík. „Ef fólk vill halda þessu kerfi þá væru minnstu breytingarnar sem svöruðu því sem verið að gagnrýna núna, að kveða skýrar á um til hvers skal litið og ef til vill láta taka ákvarðanir oftar.“? Kjaradómi, fyrirrennara kjararáðs, var komið á fót árið 1962. Í upphafi var hann lögmæltur gerðardómur sem komst að niðurstöðu í kjaradeilum opinberra starfsmanna við ríkið. Með lagabreytingu frá árinu 1992 var hann færður í þá mynd sem við þekkjum í dag, að vera sjálfstæð stjórnsýslunefnd með úrskurðarvald í þessum málum. Það hefur hins vegar ekki alltaf verið svo að kjararáð, eða Kjaradómur, ákveði laun æðstu embættismanna. Í upphafi heyrðu aðeins hæstaréttardómarar og ráðherrar undir dóminn. Smám saman fjölgaði í þeim hópi. Þingfararkaupið var til að mynda ekki fært undir dóminn fyrr en árið 1980.Trausti Fannar Valsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands.Sé litið til nágrannalanda okkar þá er þingfararkaupið í Noregi og Danmörku lögbundið og í Danmörku er bundið í stjórnarskrá að þingmanni sé skylt að taka við kaupinu. Í Svíþjóð og Finnlandi ákvarða óháðar nefndir laun þingmanna. „Það er spurning hvort óháð nefnd eigi að ákveða laun þingmanna eða þeir sjálfir,“ segir Trausti Fannar Valsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Hann bendir á að sveitarstjórnir þurfi sjálfar að ákveða laun sín og bregði margar á það ráð að binda þau við þingfararkaup. „Hví ættu þingmenn ekki að geta tekið ákvörðun um laun sín með almennum lögum líkt og um önnur mikilvæg málefni í samfélaginu?“ Allur háttur er á því hvernig laun dómara eru ákveðin. Í Noregi eru laun hæstaréttardómara ákveðin árlega af þinginu og laun héraðsdómara af ráðherra. Sé litið til héraðsdóms í máli Guðjóns St. Marteinssonar gegn ríkinu er óvíst hvort það standist stjórnarskrá að þingmenn hlutist til um laun dómara.Frá fundi kjararáðs í desember 2008. Skömmu síðar samþykkti Alþingi lög sem fólu ráðinu að lækka laun þingmanna og ráðherra um fimm til fimmtán prósent. Aðrir, sem undir ráðið heyrðu, skyldu einnig lækkaðir í launum.Vísir/GVA
Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Tengdar fréttir Jón Þór kominn með lögfræðing og mun kæra ákvörðun kjararáðs ef ekkert verður gert Hann segir ákvörðun kjararáðs um miklar hækkanir launa ráðamanna umfram almenna launaþróun ganga í besta falli gegn tilgangi laga um kjararáð en í versta falli sé um beint lögbrot að ræða. 8. nóvember 2016 10:16 Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00 Kjararáðsraunir Nú er rætt um að breyta því hvernig laun þingmanna, ráðherra og forseta lýðveldisins eru ákvörðuð. Þessi umræða kemur í kjölfar úrskurðar kjararáðs frá 29. október síðastliðnum sem fól í sér 30 til 45% hækkun á launum þessara aðila. 10. nóvember 2016 07:00 Forsetinn segist ekki þurfa óumbeðna launahækkun Bjarni Benediktsson segist hafa fullan skilning á að fólki þyki úrskurður kjararáðs vera úr öllum takti við það sem hefur verið að gerast í kjaramálum í landinu á undanförnum misserum 2. nóvember 2016 21:15 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fær ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira
Jón Þór kominn með lögfræðing og mun kæra ákvörðun kjararáðs ef ekkert verður gert Hann segir ákvörðun kjararáðs um miklar hækkanir launa ráðamanna umfram almenna launaþróun ganga í besta falli gegn tilgangi laga um kjararáð en í versta falli sé um beint lögbrot að ræða. 8. nóvember 2016 10:16
Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00
Kjararáðsraunir Nú er rætt um að breyta því hvernig laun þingmanna, ráðherra og forseta lýðveldisins eru ákvörðuð. Þessi umræða kemur í kjölfar úrskurðar kjararáðs frá 29. október síðastliðnum sem fól í sér 30 til 45% hækkun á launum þessara aðila. 10. nóvember 2016 07:00
Forsetinn segist ekki þurfa óumbeðna launahækkun Bjarni Benediktsson segist hafa fullan skilning á að fólki þyki úrskurður kjararáðs vera úr öllum takti við það sem hefur verið að gerast í kjaramálum í landinu á undanförnum misserum 2. nóvember 2016 21:15