Bandaríski tæknirisinn Facebook hefur ákveðið að taka út allar auglýsingar á Facebook í Taílandi um óákveðinn tíma. Facebook segir að þetta sé gert í virðingarskyni við fráfall Taílandskonungs sem lést á fimmtudaginn.
Lýst hefur verið yfir þjóðarsorg vegna fráfalls Bhumibol Adulyadej en hann var sá konungur sem lengst hafði setið á valdastól eða í 70 ár.
Facebook segir að þetta sé gert til þess að virða menningu Taílands þar sem konungurinn er í hávegum hafður. Var jarðarför hans haldin í gær og þúsundir íbúa Taílands flykktust á götur Bangkok til þess að fyljgast með athöfninni.
Fjölmargir íbúar Taílands ganga aðeins í svörtu þessa dagana til þess að syrgja hinn fallna konung. Um 40 milljónir Taílendinga nota Facebook á hverjum degi og eru þeir allra þjóða virkastir á Facebook samkvæmt tölum fyrirtæksins.
Facebook tekur út allar auglýsingar vegna fráfalls konungs Taílands

Tengdar fréttir

Bhumibol Taílandskonungur er látinn
Hinn 88 ára Bhumibol hafði setið lengst alls konungsfólks á valdastóli.