LÍN og námsmenn erlendis Sigrún Dögg Kvaran skrifar 1. apríl 2016 13:30 Kostir þess að fara í nám erlendis eru margvíslegir, ekki bara fyrir einstaklinginn heldur líka fyrir samfélagið. Það er samfélaginu mikilvægt að námsmenn fari utan í nám og kynnist nýrri menningu, nái sér í aukna reynslu og fái nýja innsýn. Flestir geta verið sammála um að þetta er þroskandi reynsla sem eykur fjölbreytileika samfélagsins og er afar mikilvægt atvinnulífinu. Það væri fátæklegt samfélag þar sem fáir færu í nám erlendis eða það væri eingöngu mögulegt fyrir örfáa útvalda sem hefðu sterkt efnahagslegt bakland. LÍN er lykilstofnun hvað varðar jafnan aðgang og möguleika einstaklinga til náms. Að fara í nám erlendis getur verið kostnaðarsamt, oft eru skólagjöld sem þarf að standa skil á og svo þarf að framfleyta sér í nýju og framandi landi. Því treysta íslenskir námsmenn á LÍN, bæði til að fá lánað fyrir skólagjöldum og framfærslu erlendis. Hins vegar eru blikur á lofti, samhliða harkalegum niðurskurði á framfærslu- og skólagjaldalánum LÍN hefur dregið úr fjölda námsmanna sem kjósa að fara í nám erlendis. Samkvæmt ársskýrslu LÍN 2014 hefur lánþegum í námi erlendis fækkað um 14 prósent á fimm ára tímabili. Hér er sterk fylgni á milli harkalegs niðurskurðar framfærslulána og fjölda námsmanna sem fara í nám erlendis. Eitt af sérkennum íslenskra námsmanna er fjölskyldusamsetningin en oft eru þeir með börn á framfæri. Þessi hópur námsmanna, fjölskyldufólk, treystir á námslánin til að framfleyta sér á meðan á námi stendur. Samkvæmt ársskýrslu LÍN 2014 voru 17 prósent lánþega erlendis pör með eitt eða fleiri börn á framfæri og 5 prósent einstæðir foreldrar. Án þess að alhæfa er líklegt að fjölskyldufólk sé ekki jafn viljugt og barnlausir til að taka fjárhagslegar áhættur. Raunveruleikinn er sá að nú til dags er það fjárhagsleg áhætta að flytja utan í nám með börn á framfæri, þar sem óvissan vofir yfir um hve mikill næsti niðurskurður hjá LÍN verði. Hver er stefna stjórnvalda í málefnum námsmanna erlendis? Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Kostir þess að fara í nám erlendis eru margvíslegir, ekki bara fyrir einstaklinginn heldur líka fyrir samfélagið. Það er samfélaginu mikilvægt að námsmenn fari utan í nám og kynnist nýrri menningu, nái sér í aukna reynslu og fái nýja innsýn. Flestir geta verið sammála um að þetta er þroskandi reynsla sem eykur fjölbreytileika samfélagsins og er afar mikilvægt atvinnulífinu. Það væri fátæklegt samfélag þar sem fáir færu í nám erlendis eða það væri eingöngu mögulegt fyrir örfáa útvalda sem hefðu sterkt efnahagslegt bakland. LÍN er lykilstofnun hvað varðar jafnan aðgang og möguleika einstaklinga til náms. Að fara í nám erlendis getur verið kostnaðarsamt, oft eru skólagjöld sem þarf að standa skil á og svo þarf að framfleyta sér í nýju og framandi landi. Því treysta íslenskir námsmenn á LÍN, bæði til að fá lánað fyrir skólagjöldum og framfærslu erlendis. Hins vegar eru blikur á lofti, samhliða harkalegum niðurskurði á framfærslu- og skólagjaldalánum LÍN hefur dregið úr fjölda námsmanna sem kjósa að fara í nám erlendis. Samkvæmt ársskýrslu LÍN 2014 hefur lánþegum í námi erlendis fækkað um 14 prósent á fimm ára tímabili. Hér er sterk fylgni á milli harkalegs niðurskurðar framfærslulána og fjölda námsmanna sem fara í nám erlendis. Eitt af sérkennum íslenskra námsmanna er fjölskyldusamsetningin en oft eru þeir með börn á framfæri. Þessi hópur námsmanna, fjölskyldufólk, treystir á námslánin til að framfleyta sér á meðan á námi stendur. Samkvæmt ársskýrslu LÍN 2014 voru 17 prósent lánþega erlendis pör með eitt eða fleiri börn á framfæri og 5 prósent einstæðir foreldrar. Án þess að alhæfa er líklegt að fjölskyldufólk sé ekki jafn viljugt og barnlausir til að taka fjárhagslegar áhættur. Raunveruleikinn er sá að nú til dags er það fjárhagsleg áhætta að flytja utan í nám með börn á framfæri, þar sem óvissan vofir yfir um hve mikill næsti niðurskurður hjá LÍN verði. Hver er stefna stjórnvalda í málefnum námsmanna erlendis?
Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira