Hafa hafið undirskriftarsöfnun gegn Joe and the Juice í Alþingishúsinu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. apríl 2016 14:13 Framkvæmdir ganga vel en staðurinn verður opnaður eftir helgi. Vísir/Vilhelm Ekki eru allir sáttir við að Joe and the Juice opni útibú í Alþingishúsinu á mánudaginn næsta en greint var frá þessu í Fréttablaðinu í dag. Settur hefur verið af stað undirskriftarlisti í því skyni að mótmæla þróuninni en staðurinn verður ekki opinn almenningi en þingmönnum og starfsmönnum hússins mun gefast kostur á því að kaupa samlokur á kostakjörum. „Er þetta í alvöru það sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eru að beita sér fyrir? Nú er umræða um aflandsfélögin og mögulega spillingu í hámarki, en þrátt fyrir það fara þeir fram á samlokur á þingi – og niðurgreiddar í þokkabót,“ segir í undirskriftasöfnuninni. Framkvæmdir standa yfir um þessar mundir en staðurinn verður formlega opnaður á mánudag. Aðstandendur undirskriftarlistans hyggjast afhenda undirskriftirnar forseta Alþingis við það tækifæri.Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.Neita að niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn Máltíðir í Alþingishúsinu eru niðurgreiddar og kosta 550 krónur en samlokurnar verða aðeins dýrari. Samloka og lítill safi mun kosta samtals 1.500 krónur en þessi sama máltíð fyrir hinn almenna borgara kostar 2.100 krónur. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, benti á það í samtali við Fréttablaðið að ekkert útboð hefði farið fram á þjónustunni sem hann telur gagnrýnivert og undir það taka aðstandendur undirskriftarlistans. Nálgast má undirskriftarlistann hér. 49 hafa ritað nafn sitt við hann þegar þetta er skrifað. Til samanburðar má nefna að sú undirskriftarsöfnun sem telst hvað stærsta söfnun Íslandssögunnar er komin með 85,067 undirskriftir. Hún stafar frá Kára Stefánssyni og varðar endurreisn heilbrigðiskerfisins. „Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei! Þess vegna skulum við öll skrifa nafn okkar á þennan lista og fara fram á að þeir að minnsta kosti greiði fyrir sitt fæði sjálfir, líkt og við hin gerum! Forseta Alþingis verður svo afhentur listinn á mánudag, þegar staðurinn verður formlega opnaður,“ spyrja reiðir landsmenn. Tengdar fréttir Opna Joe and the Juice í Alþingishúsinu Ekkert útboð fór fram. 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Ekki eru allir sáttir við að Joe and the Juice opni útibú í Alþingishúsinu á mánudaginn næsta en greint var frá þessu í Fréttablaðinu í dag. Settur hefur verið af stað undirskriftarlisti í því skyni að mótmæla þróuninni en staðurinn verður ekki opinn almenningi en þingmönnum og starfsmönnum hússins mun gefast kostur á því að kaupa samlokur á kostakjörum. „Er þetta í alvöru það sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eru að beita sér fyrir? Nú er umræða um aflandsfélögin og mögulega spillingu í hámarki, en þrátt fyrir það fara þeir fram á samlokur á þingi – og niðurgreiddar í þokkabót,“ segir í undirskriftasöfnuninni. Framkvæmdir standa yfir um þessar mundir en staðurinn verður formlega opnaður á mánudag. Aðstandendur undirskriftarlistans hyggjast afhenda undirskriftirnar forseta Alþingis við það tækifæri.Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.Neita að niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn Máltíðir í Alþingishúsinu eru niðurgreiddar og kosta 550 krónur en samlokurnar verða aðeins dýrari. Samloka og lítill safi mun kosta samtals 1.500 krónur en þessi sama máltíð fyrir hinn almenna borgara kostar 2.100 krónur. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, benti á það í samtali við Fréttablaðið að ekkert útboð hefði farið fram á þjónustunni sem hann telur gagnrýnivert og undir það taka aðstandendur undirskriftarlistans. Nálgast má undirskriftarlistann hér. 49 hafa ritað nafn sitt við hann þegar þetta er skrifað. Til samanburðar má nefna að sú undirskriftarsöfnun sem telst hvað stærsta söfnun Íslandssögunnar er komin með 85,067 undirskriftir. Hún stafar frá Kára Stefánssyni og varðar endurreisn heilbrigðiskerfisins. „Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei! Þess vegna skulum við öll skrifa nafn okkar á þennan lista og fara fram á að þeir að minnsta kosti greiði fyrir sitt fæði sjálfir, líkt og við hin gerum! Forseta Alþingis verður svo afhentur listinn á mánudag, þegar staðurinn verður formlega opnaður,“ spyrja reiðir landsmenn.
Tengdar fréttir Opna Joe and the Juice í Alþingishúsinu Ekkert útboð fór fram. 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira