Að stíga út úr skjóli Árni Páll Árnason skrifar 1. apríl 2016 07:00 Ríkisstjórnin er nú rúin trausti. Forsætisráðherra hefur ekki upplýst um hagsmuni sína, sem máli gátu skipt við meðferð brýnna þjóðarhagsmuna. Fjármálaráðherra er tvísaga um eignir í erlendum skattaskjólum. Á alþjóðavettvangi hafa vestræn ríki barist af hörku gegn skattaskjólum og Ísland hefur tekið þátt í þeirri baráttu. Það er einsdæmi að forysta ríkisstjórnar vestræns lýðræðisríkis eigi eignir í slíkum skjólum og það verður þjóðinni ekki til vegsauka. Þar fyrir utan er það birtingarmynd þeirrar staðreyndar að forysta stjórnarflokkanna deilir ekki kjörum með þjóðinni. Fréttir sem birst hafa undanfarna daga sýna að upplýsingum var leynt fyrir þjóðinni fyrir síðustu kosningar. Þegar þing hefst á ný í næstu viku munu þingmenn stjórnarmeirihlutans þurfa að svara þeirri spurningu hvort þeir treysti sér til að hitta kjósendur sína eða hvort þeir ætla að hreiðra um sig með forystumönnunum í skjólinu. Okkar ábyrgð er að tryggja að stjórnkerfið taki þetta mál og rannsaki. Þess vegna hef ég fyrir hönd okkar í stjórnarandstöðunni óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, með umboðsmanni Alþingis, til að fara yfir hæfi forsætisráðherra til að vinna að samningum við kröfuhafa þegar hann sat beggja vegna borðsins. Við þurfum líka að fá skýr svör frá fjármálaráðherra um af hverju í ósköpunum forsætisráðherra landsins þurfti einn manna ekki að uppfylla neinar trúnaðarskyldur vegna afnámsferlisins, eða af hverju fjármálaráðherrann krafði hann og aðra þá sem unnið hafa að afnámi hafta ekki um að þeir gerðu grein fyrir hagsmunum sínum af niðurstöðunni. Við þurfum forystu sem treystir sér til að koma hreint fram og hafa allt uppi á borðum. Forystu sem deilir kjörum með þjóðinni. Ekki forystu sem sífellt flækist úr einu skjóli í annað.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er nú rúin trausti. Forsætisráðherra hefur ekki upplýst um hagsmuni sína, sem máli gátu skipt við meðferð brýnna þjóðarhagsmuna. Fjármálaráðherra er tvísaga um eignir í erlendum skattaskjólum. Á alþjóðavettvangi hafa vestræn ríki barist af hörku gegn skattaskjólum og Ísland hefur tekið þátt í þeirri baráttu. Það er einsdæmi að forysta ríkisstjórnar vestræns lýðræðisríkis eigi eignir í slíkum skjólum og það verður þjóðinni ekki til vegsauka. Þar fyrir utan er það birtingarmynd þeirrar staðreyndar að forysta stjórnarflokkanna deilir ekki kjörum með þjóðinni. Fréttir sem birst hafa undanfarna daga sýna að upplýsingum var leynt fyrir þjóðinni fyrir síðustu kosningar. Þegar þing hefst á ný í næstu viku munu þingmenn stjórnarmeirihlutans þurfa að svara þeirri spurningu hvort þeir treysti sér til að hitta kjósendur sína eða hvort þeir ætla að hreiðra um sig með forystumönnunum í skjólinu. Okkar ábyrgð er að tryggja að stjórnkerfið taki þetta mál og rannsaki. Þess vegna hef ég fyrir hönd okkar í stjórnarandstöðunni óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, með umboðsmanni Alþingis, til að fara yfir hæfi forsætisráðherra til að vinna að samningum við kröfuhafa þegar hann sat beggja vegna borðsins. Við þurfum líka að fá skýr svör frá fjármálaráðherra um af hverju í ósköpunum forsætisráðherra landsins þurfti einn manna ekki að uppfylla neinar trúnaðarskyldur vegna afnámsferlisins, eða af hverju fjármálaráðherrann krafði hann og aðra þá sem unnið hafa að afnámi hafta ekki um að þeir gerðu grein fyrir hagsmunum sínum af niðurstöðunni. Við þurfum forystu sem treystir sér til að koma hreint fram og hafa allt uppi á borðum. Forystu sem deilir kjörum með þjóðinni. Ekki forystu sem sífellt flækist úr einu skjóli í annað.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar