Veður gæti haft áhrif á úrslitin í kosningunum Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2016 07:00 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti kjörgögn til Dalvíkur í gær og flaug með þau áleiðis til Grímseyjar. Ófært hefur verið í eyna síðustu daga vegna veðurs. Mynd/Haukur Snorrason Veður gæti tafið talningu atkvæða í Norðausturkjördæmi en ætti ekki að hafa áhrif í öðrum kjördæmum. Ókyrrt loft í kvöld og fjallabylgjur gætu hamlað flugferðum milli Egilsstaða og Akureyrar og því gæti þurft að aka með kjörkassa frá Austurlandi til Akureyrar í nótt sem tefði talningu atkvæða. 1.302 Íslendingar bjóða fram í alþingiskosningunum í dag og eru rúmlega 246 þúsund manns á kjörskrá að þessu sinni. Stjórnmálafræðingar eru á einu máli um að kosningarnar í dag séu þær tvísýnustu í háa herrans tíð og engin leið að spá um úrslitin. Skoðanakannanir hafa gefið mismunandi niðurstöður. Því er líklegt að í vændum sé löng kosninganótt og erfiðar stjórnarmyndunarviðræður að loknum kosningum. Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir kosningaveðrið í dag ekki vera mjög gott en þó skaplegt. „Í kortunum er stormur með talsverðri rigningu fyrst sunnan- og vestanlands. Svo dregur úr úrkomu og vindi upp úr hádegi en þá á eftir að versna norðan og austan til. Þar mun rigna með hvassviðri og leiðinlegu veðri,“ segir Birta Líf. „Ef ég ætti að ráðleggja kjósendum þá hentar fyrri partur dagsins fyrir íbúa á Norður- og Austurlandi en íbúar sunnan og vestan til ættu að kjósa seinni partinn.“Birta Líf KristinsdóttirGrétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir kjörsókn geta ráðið úrslitum í kosningunum í dag. „Það er þannig að ef unga fólkið fer ekki á kjörstað munu Píratar lækka flugið og gamalgrónu flokkarnir sem eldra fólkið kýs frekar vinna á. Það getur því ráðið miklu um kjörsókn unga fólksins,“ segir Grétar. Kjörsókn hefur farið dvínandi á Íslandi í síðustu fernum þingkosningum og vill Grétar ekki spá neinu um kjörsókn nú. „Þetta er rosalega tvísýnt og ekki hægt að spá um kjörsókn. Mun hún fara niður áfram eða mun þessi spenna valda því að smölun yrði meiri á kjörstað?“ Kjörkassar frá Austurlandi verða fluttir til Akureyrar þar sem talið er úr Norðausturkjördæmi. Birta Líf segir veðurspána ekki hliðholla flugsamgöngum. „Það eru nokkrir hlutir sem spila inn í. Við sjáum ókyrrð í lofti og fjallabylgjur sem eru óheppilegar fyrir farþegaflug en svo er spurning hvort þeir láti kjörkassana hafa það og fljúga með þá, það verður bara að koma í ljós. Hins vegar þyrfti í versta falli að aka með þá til Akureyrar,“ segir Birta Líf. Kosið í tvo dagaTrausti Jónsson veðurfræðingur man vel eftir alþingiskosningunum í desember árið 1979. Landskjörstjórn bað þá Veðurstofu Íslands um álit á því að kjósa ætti svo seint á árinu. „Á endanum var ákveðið að kjörstaðir yrðu opnir í tvo daga til að menn gætu kosið. Það gerði slæmt veður á þessum tíma en allt gekk þetta að óskum,“ segir Trausti. „Veturinn 1979 var óvenjuhlýr eins og októbermánuður í ár og því eru nokkur líkindi með þessari atburðarás hvað varðar veðrið. Einhverjir fjallvegir lokuðust á þessum tíma en við þurfum nú ekki að óttast það í þessum kosningum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Veður gæti tafið talningu atkvæða í Norðausturkjördæmi en ætti ekki að hafa áhrif í öðrum kjördæmum. Ókyrrt loft í kvöld og fjallabylgjur gætu hamlað flugferðum milli Egilsstaða og Akureyrar og því gæti þurft að aka með kjörkassa frá Austurlandi til Akureyrar í nótt sem tefði talningu atkvæða. 1.302 Íslendingar bjóða fram í alþingiskosningunum í dag og eru rúmlega 246 þúsund manns á kjörskrá að þessu sinni. Stjórnmálafræðingar eru á einu máli um að kosningarnar í dag séu þær tvísýnustu í háa herrans tíð og engin leið að spá um úrslitin. Skoðanakannanir hafa gefið mismunandi niðurstöður. Því er líklegt að í vændum sé löng kosninganótt og erfiðar stjórnarmyndunarviðræður að loknum kosningum. Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir kosningaveðrið í dag ekki vera mjög gott en þó skaplegt. „Í kortunum er stormur með talsverðri rigningu fyrst sunnan- og vestanlands. Svo dregur úr úrkomu og vindi upp úr hádegi en þá á eftir að versna norðan og austan til. Þar mun rigna með hvassviðri og leiðinlegu veðri,“ segir Birta Líf. „Ef ég ætti að ráðleggja kjósendum þá hentar fyrri partur dagsins fyrir íbúa á Norður- og Austurlandi en íbúar sunnan og vestan til ættu að kjósa seinni partinn.“Birta Líf KristinsdóttirGrétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir kjörsókn geta ráðið úrslitum í kosningunum í dag. „Það er þannig að ef unga fólkið fer ekki á kjörstað munu Píratar lækka flugið og gamalgrónu flokkarnir sem eldra fólkið kýs frekar vinna á. Það getur því ráðið miklu um kjörsókn unga fólksins,“ segir Grétar. Kjörsókn hefur farið dvínandi á Íslandi í síðustu fernum þingkosningum og vill Grétar ekki spá neinu um kjörsókn nú. „Þetta er rosalega tvísýnt og ekki hægt að spá um kjörsókn. Mun hún fara niður áfram eða mun þessi spenna valda því að smölun yrði meiri á kjörstað?“ Kjörkassar frá Austurlandi verða fluttir til Akureyrar þar sem talið er úr Norðausturkjördæmi. Birta Líf segir veðurspána ekki hliðholla flugsamgöngum. „Það eru nokkrir hlutir sem spila inn í. Við sjáum ókyrrð í lofti og fjallabylgjur sem eru óheppilegar fyrir farþegaflug en svo er spurning hvort þeir láti kjörkassana hafa það og fljúga með þá, það verður bara að koma í ljós. Hins vegar þyrfti í versta falli að aka með þá til Akureyrar,“ segir Birta Líf. Kosið í tvo dagaTrausti Jónsson veðurfræðingur man vel eftir alþingiskosningunum í desember árið 1979. Landskjörstjórn bað þá Veðurstofu Íslands um álit á því að kjósa ætti svo seint á árinu. „Á endanum var ákveðið að kjörstaðir yrðu opnir í tvo daga til að menn gætu kosið. Það gerði slæmt veður á þessum tíma en allt gekk þetta að óskum,“ segir Trausti. „Veturinn 1979 var óvenjuhlýr eins og októbermánuður í ár og því eru nokkur líkindi með þessari atburðarás hvað varðar veðrið. Einhverjir fjallvegir lokuðust á þessum tíma en við þurfum nú ekki að óttast það í þessum kosningum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira