Vitlausasti tíminn til að kjósa Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. október 2016 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2015. Fjárlagafrumvarpið í ár verður lagt fram mun seinna en áður hefur tíðkast. Ráðuneytisstjórinn segir þó undirbúning ganga vel. vísir/gva Þótt ekkert liggi fyrir um það hvaða flokkar mynda næstu ríkisstjórn eða hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður munu taka, er ljóst að eftir einungis tvo mánuði þarf að samþykkja fjárlagafrumvarp næsta árs. Kristján Möller, fyrsti varaforseti Alþingis, segir að sú ákvörðun að kjósa að hausti til sé sú vitlausasta sem hefði verið hægt að taka. „Ég hefði annað hvort viljað vera búinn að því, til dæmis strax eftir forsetakosningar, eða gera það um miðjan febrúar. Sérstaklega út af fjárlögum en líka út af undirbúningi flokkanna og þar með talið prófkjörum,“ segir Kristján. Hann minnir á að ef í hönd fer heilt kjörtímabil þá verður aftur kosið á þessum tíma eftir fjögur ár.Kristján Möller.Kristján segir að vanda þurfi vinnuna við fjárlagafrumvarpið, eins og önnur lög. „Fjárlög eru lög frá Alþingi. Þetta er ekki eitthvað stefnumótunarplagg. Þetta eru lög sem þurfa að fara í þrjár umræður og nefndarvinnu. Fjárlaganefnd þarf að senda málið út til umsagnar og kalla til sín fullt af aðilum, eins og venja er,“ segir Kristján. Hann segir stöðuna grafalvarlega. Kristján bendir að sama skapi á að það verði að samþykkja fjárlagafrumvarpið fyrir áramót, annars megi ríkið í rauninni til dæmis ekki greiða út laun. Fjármálaráðuneytið hefur alla jafna verið að leggja síðustu hönd á fjárlagafrumvarpið í síðasta hluta ágústmánaðar og það síðan verði lagt fyrir þing þegar það kemur saman fyrir miðjan september. Alþingi hefur þá rúma þrjá mánuði til þess að fjalla um fjárlagafrumvarpið og samþykkja það sem lög. Núna er liðið undir lok október.Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóriGuðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, segir að hefðbundnum undirbúningi við fjárlagafrumvarpið miði vel fram. „Okkar vinna miðast við það að ný ríkisstjórn geti af skilvirkni lokið umfjöllun um frumvarpið og komið því fyrir þingið sem allra allra fyrst. Þannig að þingið hafi þá sem mest ráðrúm til þess að fjalla um frumvarpið og afgreiða það. Það er þó ljóst að það verður með óhefðbundnum hætti einfaldlega vegna þess að tímaramminn er allt annar en verið hefur,“ segir hann. Guðmundur segir að vinna ráðuneytisins miðist við að ný ríkisstjórn myndi hafa svigrúm til að setja sínar eigin pólitísku áherslur inn í frumvarpið. Guðmundur segir enga varaáætlun vera til ef Alþingi næði ekki að ljúka fjárlagafrumvarpinu í tæka tíð. „Það má ekkert gjald greiða nema með heimild í fjárlögum, þannig að það er alveg ljóst að það verður að samþykkja fjárlög fyrir áramót með einhverjum hætti.“ Guðmundur bendir jafnframt á að Alþingi hafi samþykkt fjármálaáætlun til fimm ára í ágúst. Á þeim grunni sé byggt í fjárlagafrumvarpinu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Þótt ekkert liggi fyrir um það hvaða flokkar mynda næstu ríkisstjórn eða hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður munu taka, er ljóst að eftir einungis tvo mánuði þarf að samþykkja fjárlagafrumvarp næsta árs. Kristján Möller, fyrsti varaforseti Alþingis, segir að sú ákvörðun að kjósa að hausti til sé sú vitlausasta sem hefði verið hægt að taka. „Ég hefði annað hvort viljað vera búinn að því, til dæmis strax eftir forsetakosningar, eða gera það um miðjan febrúar. Sérstaklega út af fjárlögum en líka út af undirbúningi flokkanna og þar með talið prófkjörum,“ segir Kristján. Hann minnir á að ef í hönd fer heilt kjörtímabil þá verður aftur kosið á þessum tíma eftir fjögur ár.Kristján Möller.Kristján segir að vanda þurfi vinnuna við fjárlagafrumvarpið, eins og önnur lög. „Fjárlög eru lög frá Alþingi. Þetta er ekki eitthvað stefnumótunarplagg. Þetta eru lög sem þurfa að fara í þrjár umræður og nefndarvinnu. Fjárlaganefnd þarf að senda málið út til umsagnar og kalla til sín fullt af aðilum, eins og venja er,“ segir Kristján. Hann segir stöðuna grafalvarlega. Kristján bendir að sama skapi á að það verði að samþykkja fjárlagafrumvarpið fyrir áramót, annars megi ríkið í rauninni til dæmis ekki greiða út laun. Fjármálaráðuneytið hefur alla jafna verið að leggja síðustu hönd á fjárlagafrumvarpið í síðasta hluta ágústmánaðar og það síðan verði lagt fyrir þing þegar það kemur saman fyrir miðjan september. Alþingi hefur þá rúma þrjá mánuði til þess að fjalla um fjárlagafrumvarpið og samþykkja það sem lög. Núna er liðið undir lok október.Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóriGuðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, segir að hefðbundnum undirbúningi við fjárlagafrumvarpið miði vel fram. „Okkar vinna miðast við það að ný ríkisstjórn geti af skilvirkni lokið umfjöllun um frumvarpið og komið því fyrir þingið sem allra allra fyrst. Þannig að þingið hafi þá sem mest ráðrúm til þess að fjalla um frumvarpið og afgreiða það. Það er þó ljóst að það verður með óhefðbundnum hætti einfaldlega vegna þess að tímaramminn er allt annar en verið hefur,“ segir hann. Guðmundur segir að vinna ráðuneytisins miðist við að ný ríkisstjórn myndi hafa svigrúm til að setja sínar eigin pólitísku áherslur inn í frumvarpið. Guðmundur segir enga varaáætlun vera til ef Alþingi næði ekki að ljúka fjárlagafrumvarpinu í tæka tíð. „Það má ekkert gjald greiða nema með heimild í fjárlögum, þannig að það er alveg ljóst að það verður að samþykkja fjárlög fyrir áramót með einhverjum hætti.“ Guðmundur bendir jafnframt á að Alþingi hafi samþykkt fjármálaáætlun til fimm ára í ágúst. Á þeim grunni sé byggt í fjárlagafrumvarpinu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent