Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, kaus í Ráðhúsinu nú í morgun. Hann segir daginn leggjast vel í sig en sama hvað sé þessi kosningabarátta búin að vera lyftistöng fyrir Alþýðufylkinguna.
„Það er erfitt að spá um niðurstöðuna, en allavega er ljóst að þessi kosningabarátta er lyftistöng fyrir okkar starfsemi og baráttu áfram. Við höldum áfram ótrauð,“ segir Þorvaldur. Flokkurinn muni berjast fyrir markmiðum sínum, utan þings eða á því.
Í síðustu kosningum var Alþýðufylkingin í framboði í tveimur kjördæmum en í fimm að þessu sinni.
„Það eru talsverð skref áfram. Við byggjum á því og höldum áfram að byggja upp flokkinn á landsvísu og undirbúa okkur fyrir frekari átök.“
Eftir að hafa kosið snýr Þorvaldur sér að því að halda kosningavöku og undirbúa hana.
„Einn oddvitinn okkar er í hjólastól og hann þarf að komast inn. Ég þarf að útbúa ramp og svona. Koma upp sjónvarpsskjá og fleira,“ segir Þorvaldur.
Kosningavaka Alþýðufylkingarinnar fer fram í MÍR salnum, Hverfisgötu 105.
Búinn að kjósa og fer að smíða ramp
Tengdar fréttir
Leið flokkaflakkarans um kosningarvökur
Flestar kosningavökur næturinnar fara fram í miðbænum og eru öllum opnar. Víða er boðið upp á drykki og skemmtiatriði á meðan beðið er eftir tölum. Mikilvægt að fylgjast með gangi mála til að finna út hvar mesta stuðið verður.
„Baráttan stendur yfir til klukkan tíu í kvöld“
Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar er bjartsýn fyrir kjördag.
Fjölmennt lið fréttamanna mætt þegar Birgitta kaus
Birgitta segir Pírata vera rétta aðilann til að ráðast í þær breytingar á kerfinu sem fólk hefur kallað eftir.
Í beinni: Landsmenn ganga til kosninga
Vísir greinir frá öllu því sem gerist á kjördag um leið og það gerist.