Elliði vill fara í stjórn með VG Jakob Bjarnar skrifar 31. október 2016 11:48 Elliði getur ekki séð annað en samstarf Bjarna og Katrínar geti reynst farsælt. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum og áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins, vill horfa til VG og skoða möguleika á því að þessir tveir flokkar geti starfað saman í ríkisstjórn. Elliði var einn einarðasti stuðningsmaður Páls Magnússonar, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, en flokkurinn vann þar góðan sigur. Helsta mögulega stjórnarmynstrið sem nefnt hefur verið til sögunnar er Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð. Elliði er ekkert endilega þar. Vísir spurði hann hvort þetta væri algeng skoðun meðal Sjálfstæðismanna en Elliði vill ekki ganga svo langt að fullyrða þar um. „En, Sjálfstæðismenn eins og allir aðrir finna hinsvegar og skilja að vandinn í er ekki hvað síst skortur á trausti. Ekki bara trausti til þingmanna eða alþingis heldur skortur á trausti á helstu stofnunum samfélagsins. Eitt af stóru verkefnum næsta kjörtímabils verður að byggja upp slíkt traust og til þess að geta það þarf að sætta sjónarmið á grunvelli breiðrar skírskotunar. Ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og VG hefur slíka skírkostun,“ segir Elliði og horfir þá ýmist til Viðreisnar eða Bjartrar framtíðar sem þriðja flokks í ríkisstjórn. Og víst er að slík stjórn myndi hafa tryggan meirihluta á þingi. „Vandi þessara tveggja foringja verður ekki að vinna saman. Vandinn verður heldur ekki að fá þingflokkana með. Þeirra stóra verkefni verður að skapa forsendur meðal grasróta sinna til að leggja niður áratugadeilur og taka höndum saman um verkefni sem eru stærri en svo að hægt sé að láta kaldstríðsviðhorf ráða gjörðum.“ Elliði hefur ritað grein þar sem hann veltir þessum hugmyndum upp og birt á heimasíðu sinni. Hún er undir yfirskriftinni „Að láta ekki sundurleitar skoðanir aftra samstarfi –Nýsköpunarstjórnin síðari.“ Elliði segir að sannarlega megi gera þetta á margan veg. „En ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG og Bjartrar framtíðar (eða Viðreisnar) hugnast mér vel.“ Líkast til myndi það standa síður í Sjálfstæðismönnum en Vinstri grænum að ganga til slíks samstarfs en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, nefndi í kosningaþætti að slíkt samstarf yrði sér tæpast hollt. Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum og áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins, vill horfa til VG og skoða möguleika á því að þessir tveir flokkar geti starfað saman í ríkisstjórn. Elliði var einn einarðasti stuðningsmaður Páls Magnússonar, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, en flokkurinn vann þar góðan sigur. Helsta mögulega stjórnarmynstrið sem nefnt hefur verið til sögunnar er Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð. Elliði er ekkert endilega þar. Vísir spurði hann hvort þetta væri algeng skoðun meðal Sjálfstæðismanna en Elliði vill ekki ganga svo langt að fullyrða þar um. „En, Sjálfstæðismenn eins og allir aðrir finna hinsvegar og skilja að vandinn í er ekki hvað síst skortur á trausti. Ekki bara trausti til þingmanna eða alþingis heldur skortur á trausti á helstu stofnunum samfélagsins. Eitt af stóru verkefnum næsta kjörtímabils verður að byggja upp slíkt traust og til þess að geta það þarf að sætta sjónarmið á grunvelli breiðrar skírskotunar. Ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og VG hefur slíka skírkostun,“ segir Elliði og horfir þá ýmist til Viðreisnar eða Bjartrar framtíðar sem þriðja flokks í ríkisstjórn. Og víst er að slík stjórn myndi hafa tryggan meirihluta á þingi. „Vandi þessara tveggja foringja verður ekki að vinna saman. Vandinn verður heldur ekki að fá þingflokkana með. Þeirra stóra verkefni verður að skapa forsendur meðal grasróta sinna til að leggja niður áratugadeilur og taka höndum saman um verkefni sem eru stærri en svo að hægt sé að láta kaldstríðsviðhorf ráða gjörðum.“ Elliði hefur ritað grein þar sem hann veltir þessum hugmyndum upp og birt á heimasíðu sinni. Hún er undir yfirskriftinni „Að láta ekki sundurleitar skoðanir aftra samstarfi –Nýsköpunarstjórnin síðari.“ Elliði segir að sannarlega megi gera þetta á margan veg. „En ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG og Bjartrar framtíðar (eða Viðreisnar) hugnast mér vel.“ Líkast til myndi það standa síður í Sjálfstæðismönnum en Vinstri grænum að ganga til slíks samstarfs en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, nefndi í kosningaþætti að slíkt samstarf yrði sér tæpast hollt.
Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira