Elliði vill fara í stjórn með VG Jakob Bjarnar skrifar 31. október 2016 11:48 Elliði getur ekki séð annað en samstarf Bjarna og Katrínar geti reynst farsælt. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum og áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins, vill horfa til VG og skoða möguleika á því að þessir tveir flokkar geti starfað saman í ríkisstjórn. Elliði var einn einarðasti stuðningsmaður Páls Magnússonar, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, en flokkurinn vann þar góðan sigur. Helsta mögulega stjórnarmynstrið sem nefnt hefur verið til sögunnar er Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð. Elliði er ekkert endilega þar. Vísir spurði hann hvort þetta væri algeng skoðun meðal Sjálfstæðismanna en Elliði vill ekki ganga svo langt að fullyrða þar um. „En, Sjálfstæðismenn eins og allir aðrir finna hinsvegar og skilja að vandinn í er ekki hvað síst skortur á trausti. Ekki bara trausti til þingmanna eða alþingis heldur skortur á trausti á helstu stofnunum samfélagsins. Eitt af stóru verkefnum næsta kjörtímabils verður að byggja upp slíkt traust og til þess að geta það þarf að sætta sjónarmið á grunvelli breiðrar skírskotunar. Ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og VG hefur slíka skírkostun,“ segir Elliði og horfir þá ýmist til Viðreisnar eða Bjartrar framtíðar sem þriðja flokks í ríkisstjórn. Og víst er að slík stjórn myndi hafa tryggan meirihluta á þingi. „Vandi þessara tveggja foringja verður ekki að vinna saman. Vandinn verður heldur ekki að fá þingflokkana með. Þeirra stóra verkefni verður að skapa forsendur meðal grasróta sinna til að leggja niður áratugadeilur og taka höndum saman um verkefni sem eru stærri en svo að hægt sé að láta kaldstríðsviðhorf ráða gjörðum.“ Elliði hefur ritað grein þar sem hann veltir þessum hugmyndum upp og birt á heimasíðu sinni. Hún er undir yfirskriftinni „Að láta ekki sundurleitar skoðanir aftra samstarfi –Nýsköpunarstjórnin síðari.“ Elliði segir að sannarlega megi gera þetta á margan veg. „En ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG og Bjartrar framtíðar (eða Viðreisnar) hugnast mér vel.“ Líkast til myndi það standa síður í Sjálfstæðismönnum en Vinstri grænum að ganga til slíks samstarfs en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, nefndi í kosningaþætti að slíkt samstarf yrði sér tæpast hollt. Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum og áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins, vill horfa til VG og skoða möguleika á því að þessir tveir flokkar geti starfað saman í ríkisstjórn. Elliði var einn einarðasti stuðningsmaður Páls Magnússonar, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, en flokkurinn vann þar góðan sigur. Helsta mögulega stjórnarmynstrið sem nefnt hefur verið til sögunnar er Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð. Elliði er ekkert endilega þar. Vísir spurði hann hvort þetta væri algeng skoðun meðal Sjálfstæðismanna en Elliði vill ekki ganga svo langt að fullyrða þar um. „En, Sjálfstæðismenn eins og allir aðrir finna hinsvegar og skilja að vandinn í er ekki hvað síst skortur á trausti. Ekki bara trausti til þingmanna eða alþingis heldur skortur á trausti á helstu stofnunum samfélagsins. Eitt af stóru verkefnum næsta kjörtímabils verður að byggja upp slíkt traust og til þess að geta það þarf að sætta sjónarmið á grunvelli breiðrar skírskotunar. Ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og VG hefur slíka skírkostun,“ segir Elliði og horfir þá ýmist til Viðreisnar eða Bjartrar framtíðar sem þriðja flokks í ríkisstjórn. Og víst er að slík stjórn myndi hafa tryggan meirihluta á þingi. „Vandi þessara tveggja foringja verður ekki að vinna saman. Vandinn verður heldur ekki að fá þingflokkana með. Þeirra stóra verkefni verður að skapa forsendur meðal grasróta sinna til að leggja niður áratugadeilur og taka höndum saman um verkefni sem eru stærri en svo að hægt sé að láta kaldstríðsviðhorf ráða gjörðum.“ Elliði hefur ritað grein þar sem hann veltir þessum hugmyndum upp og birt á heimasíðu sinni. Hún er undir yfirskriftinni „Að láta ekki sundurleitar skoðanir aftra samstarfi –Nýsköpunarstjórnin síðari.“ Elliði segir að sannarlega megi gera þetta á margan veg. „En ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG og Bjartrar framtíðar (eða Viðreisnar) hugnast mér vel.“ Líkast til myndi það standa síður í Sjálfstæðismönnum en Vinstri grænum að ganga til slíks samstarfs en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, nefndi í kosningaþætti að slíkt samstarf yrði sér tæpast hollt.
Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira