Innlent

Krakkarnir sprengja krúttskalann: „Eiginlega allir í fjölskyldunni ætla að kjósa píratana, nema mamma“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Börnin í 1. og 6. bekk í Háteigsskóla vita að í dag á að kjósa þá sem stjórna landinu, og hafa sínar skoðanir á því hver það ætti að vera.

Nemendurnir útskýrðu fyrir fréttamanni af hverju verið væri að kjósa í dag. Verið væri að velja fólk til að stjórna landinu. Þegar spurt var hver ætti að stjórna voru svörin ólík og stórskemmtileg.

Svaraði einn að Andrés væri best fallinn til að stjórna landinu en algjör óvissa ríkir um hver sá Andrés er. Annar benti á Katrínu Jakobsdóttur.

„Af því hún er systir pabba míns!“

Fleiri tengdust fólki í framboði, kannski ekki svo mikil tilviljun í ljósi þess að á 1400 manns eru að bjóða fram krafta sína á hinu háa Alþingi.

Einum nemanda líst best á pírata.

„Því systir mín segir að þeir séu mjög góðir, og hún er 21 árs, og pabbi ætlar líka að kjósa þá,“ sagði Jóhanna Katrín. Reyndar vildu allir í fjölskyldu Jóhönnu kjósa pírata, nema mamma.

Tristan líst vel á vinstri græna.

„Því mömmu líst vel á þá, og líka frænku minni. Og líka pabba.“

Einn nemandinn var svo ekkert að flækja hlutina og taldi Erlu Björgu Gunnarsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, vel til þess fallinn að taka við stjórn landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×