Innlent

Lög um kjararáð valda áhyggjum

Sveinn Arnarsson skrifar
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. vísir/anton brink
Samkeppniseftirlitið óttast að ný lög um kjararáð geti veikt stofnunina í aðhaldi sínu gagnvart stjórnvöldum. Frumvarp Bjarna Benediktssonar um kjararáð gerir ráð fyrir að laun forstjóra Samkeppniseftirlitsins verði tekin úr kjararáði og ákvörðun um laun falin fjármálaráðuneytinu.

Samkeppniseftirlitið hefur bent á í umsögn sinni um frumvarpið að þetta geti veikt stofnunina sem þurfi að vera sjálfstæð. Samkeppniseftirlitið hefur það að hlutverki að rannsaka opinbera aðila og því mikilvægt að það sé engum háð.

„Samkeppniseftirlitið vill af þessu tilefni vekja athygli á því að við samþykkt samkeppnislaga var tekin upp sú skipan að þriggja manna stjórn færi með yfirstjórn eftirlitsins, réði stofnuninni forstjóra og tæki ákvörðun um starfskjör hans. Þessari skipan var ekki síst komið á til þess að tryggja sjálfstæði stofnunarinnar,“ segir í umsögn eftirlitsins.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Boðar miklar breytingar á kjararáði

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér miklar breytingar á kjararáði.

Salek samstarfið í uppnámi út af kjararáði

Salek samstarfið um stöðugleika á launamarkaði er í uppnámi eftir ítrekaðar ákvarðanir kjararáðs um miklar launahækkanir embættismanna. Forseti Alþýðusambandsins segir að ríkisstjórn og Alþingi verði að beita sér í málinu og afturkalla þessar hækkanir sé ætlunin að halda frið á vinnumarkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×