Erlent

Minnst níu látnir vegna Matthew

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Minnst níu eru látnir í Karabíuhafinu eftir að fellibylurinn Matthew fór þar yfir. Hann olli miklum skaða á Haítí í dag þar sem vindhraði náði 230 kílómetrum á klukkustund. Þegar hann var hvað öflugastur var Matthew öflugasti fellibylur Karabíuhafsins í tæpan áratug.

Suðvesturhluti Haítí er talinn hafa komið hvað verst úti, en þar er mikil fátækt og er húsakostur fólksins sem þar býr ekki ákjósanlegur fyrir fellibylji. Vegna slæmra skilyrða og samskipta hefur skaðinn þar ekki verið greindur að fullu, né liggur fyrir hve margir létu lífið þar. Þá hafa vegir farið í sundur vegna flóða og brýr hafa skolast á brott.

Almannavarnir Haítí segja fjölda heimila hafa skemmst eða eyðilagst í fellibylnum. Auk þess hafi skólar eyðilagst. Minnst þrír eru látnir í Haítí og minnst fjórir í Dóminíku.

Matthew mun taka stefnuna á Flórída í vikunni og er reiknað með fellibylurinn muni fara upp með austurströnd Bandaríkjanna um næstu helgi. Bandaríkjamenn undirbúa sig nú fyrir herlegheitin og hafa þeir safnað matvælum, vasaljósum, rafhlöðum, eldsneyti og öðru.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×