Innlent

Stjórn Framsóknarflokksins ræðir meint svindl í formannskosningunni

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson bar sigur úr býtum í formannskosningunni um liðna helgi.
Sigurður Ingi Jóhannsson bar sigur úr býtum í formannskosningunni um liðna helgi. vísir/anton brink
Framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins mun funda síðar í dag þar sem fullyrðingar formanns Framsóknarfélagsins í Reykjavík, þess efnis að svindlað hafi verið í formannskosningu flokksins um liðna helgi, verða meðal annars ræddar.

Samkvæmt upplýsingum frá flokknum mun framkvæmdastjórnin ekki tjá sig um ummæli hans fyrr en að fundinum loknum, en fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af framkvæmdastjóranum vegna málsins.

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík, sagði í Fréttablaðinu í dag að nokkrir skráðir þingfulltrúar í Reykjavík hafi ekki verið með kosningarétt á flokksþinginu þrátt fyrir að hafa þeir hafi verið sérstaklega skráðir sem fulltrúar fyrir flokksþingið, svo þeir hefðu atkvæðisrétt. Sagði hann fjölda fólks hafa sagt sig úr flokknum og að erfitt verði að ná honum aftur sem einni heild.

Sem fyrr segir hefur fréttastofa reynt að ná tali af Einari Gunnari Einarssyni, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, í morgun en án árangurs.


Tengdar fréttir

Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar

Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×