Auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. september 2016 17:24 Logi Pedro og félagar hans í 101 Boys hita upp fyrir Bieber í Kórnum. Vísir/Hanna/Ernir Söngvarinn Sturla Atlas og fjöllistahópurinn 101 Boys hituðu upp fyrir Justin Bieber í gærkvöldi. Aðspurður á Twitter sagði Logi Pedro, tónlistarmaður og meðlimur 101 Boys, að líklega væri auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber. Hann segir þó í samtali við Vísi að þeir hafi ekki sérstaklega sóst eftir því og að skemmtilegt væri að hita upp fyrir stórstjörnuna. Sturla Atlas mun aftur hita upp fyrir Bieber í Kórnum í kvöld. „Þetta var bara mjög skemmtilegt. Það kom mér skemmtilega á óvart hversu góðar viðtökurnar voru og hvernig fólk tók þátt með okkur,“ segir Logi Pedro í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann undirbúninginn fyrir Bieber ekki hafa verið mjög frábrugðinn undirbúning fyrir hverja aðra tónleika. „Við tókum ákvarðanir um hvað við vildum gera, hvaða lög við vildum taka. Við útsettum intro og eitthvað svoleiðis. Frekar hefðbundið.“Nú sagðirðu á Twitter að líklega væri auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber, var allt lokað og læst? „Nei nei, alls ekki. Ég segi bara svona. Við höfðum lítinn áhuga á að vera troða okkur eitthvert, þannig að við vorum ekkert að pæla í því. En ég geri ráð fyrir því í ljósi þess að hann er stærsta poppstjarna í heiminum að það sé helvíti mikil gæsla.“@gudnylt örugglega auðveldara að sænga hjá páfanum.— Logi Pedro (@logifknpedro) September 8, 2016 Sóttust ekki sérstaklega eftir því að hita upp fyrir Bieber„Við vitum ekki betur en að þetta hafi verið valið úti. Þau voru með ákvörðunarvald og grænt ljós fengið þaðan. En hvernig ferlið átti sér stað í rauninni hef ég ekki hugmynd um. En við sóttumst ekki eftir því sérstaklega. Við sögðum bara að þau mættu hafa okkur í huga, fórum ekki í neina herferð eða svoleiðis,“ segir Logi Pedro. Logi segir þá hafa fengið jákvæð viðbrögð frá teymi Bieber og búist við góðri stemningu í kvöld. „Það leit út fyrir að vera uppselt í gær. Það eru kannski einhverjir til viðbótar í kvöld, en í stóra samhenginu er það ekkert. Þannig að ég held að þetta verði bara round tvö af fjöri.“ Sturla Atlas og 101 Boys stíga á svið í kórnum klukkan sjö í kvöld. Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Söngvarinn Sturla Atlas og fjöllistahópurinn 101 Boys hituðu upp fyrir Justin Bieber í gærkvöldi. Aðspurður á Twitter sagði Logi Pedro, tónlistarmaður og meðlimur 101 Boys, að líklega væri auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber. Hann segir þó í samtali við Vísi að þeir hafi ekki sérstaklega sóst eftir því og að skemmtilegt væri að hita upp fyrir stórstjörnuna. Sturla Atlas mun aftur hita upp fyrir Bieber í Kórnum í kvöld. „Þetta var bara mjög skemmtilegt. Það kom mér skemmtilega á óvart hversu góðar viðtökurnar voru og hvernig fólk tók þátt með okkur,“ segir Logi Pedro í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann undirbúninginn fyrir Bieber ekki hafa verið mjög frábrugðinn undirbúning fyrir hverja aðra tónleika. „Við tókum ákvarðanir um hvað við vildum gera, hvaða lög við vildum taka. Við útsettum intro og eitthvað svoleiðis. Frekar hefðbundið.“Nú sagðirðu á Twitter að líklega væri auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber, var allt lokað og læst? „Nei nei, alls ekki. Ég segi bara svona. Við höfðum lítinn áhuga á að vera troða okkur eitthvert, þannig að við vorum ekkert að pæla í því. En ég geri ráð fyrir því í ljósi þess að hann er stærsta poppstjarna í heiminum að það sé helvíti mikil gæsla.“@gudnylt örugglega auðveldara að sænga hjá páfanum.— Logi Pedro (@logifknpedro) September 8, 2016 Sóttust ekki sérstaklega eftir því að hita upp fyrir Bieber„Við vitum ekki betur en að þetta hafi verið valið úti. Þau voru með ákvörðunarvald og grænt ljós fengið þaðan. En hvernig ferlið átti sér stað í rauninni hef ég ekki hugmynd um. En við sóttumst ekki eftir því sérstaklega. Við sögðum bara að þau mættu hafa okkur í huga, fórum ekki í neina herferð eða svoleiðis,“ segir Logi Pedro. Logi segir þá hafa fengið jákvæð viðbrögð frá teymi Bieber og búist við góðri stemningu í kvöld. „Það leit út fyrir að vera uppselt í gær. Það eru kannski einhverjir til viðbótar í kvöld, en í stóra samhenginu er það ekkert. Þannig að ég held að þetta verði bara round tvö af fjöri.“ Sturla Atlas og 101 Boys stíga á svið í kórnum klukkan sjö í kvöld.
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira