Innlent

Stéttaskipting í landinu hefur aukist hratt seinustu ár

Anton Egilsson skrifar
Stéttaskipting í landinu hefur aukist hratt seinustu ár á sama tíma og hagsæld hefur aukist verulega. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Rauða Krossins.

Skýrsla Rauða Krossins ber yfirskriftina „Fólkið í skugganum“ en hún var gerð til að kortleggja aðstæður fátæks fólks í Reykjavík í þeim tilgangi að geta betur brugðist við vanda þeirra. Ætla má að sjö til tíu prósent þjóðarinnar búi við erfið kjör eða fátækt.

Fjallað var um skýrslu Rauða Krossins í fréttatíma Stöðvar tvö í kvöld. 

Húsnæðismarkaðurinn spilar stóra rullu 

Í skýrslunni voru meðal annars kannaðar aðstæður einstaklinga með geðraskanir, lífeyrisþega og innflytjenda. Hóparnir sem fjallað er um í skýrslunni eiga það allir sameiginlegt að eiga í alvarlegum húsnæðisvanda. Það er það sem brennur heitast á öllu þessu fólki, sama hverjar aðstæður þess eru að öðru leyti.

„Þetta er að aukast og húsnæðismarkaðurinn er ekki að hjálpa til. Ein af skýringum er sú að það er dýrt að leigja í Reykjavík.“ Segir Hermann Guðmundsson, verkefnastjóri skýrslunnar.  

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×