„Mamma! Hvað þýðir það að stafirnir segja sig sjálfir?“ Valgerður Snæland Jónsdóttir skrifar 9. september 2016 16:48 Keikur, kotroskinn, kvikur og klár sex ára drengur byrjaði í 1. bekk að hausti. Fljótlega breyttist tilhlökkunin í kvíða, áhugaleysi og mótþróa. Keikur fékk illt í magann á leiðinni í skólann og inni í kennslustofunni. Hann fékk ekki illt í magann þegar hann var í sundi eða í frímínútum. Það tók Keik lengri og lengri tíma að klæða sig á morgnana þegar hann átti að fara í skólann. Þá reyndi á þolinmæði foreldranna. Þeir vildu að Keikur mætti á réttum tíma í skólann. Keikur breyttist. Hann var ekki sami glaði, áhugasami og áhyggjulausi drengurinn sem hann var áður en hann byrjaði í skólanum. Hann varð erfiður við mömmu og pabba - lét þau ganga svolítið á eftir sér. Eftir að Keikur byrjaði í skólanum átti hann erfitt með að sofna og kveið því að fara í skólann. Honum fannst ekki gaman í skólanum. Honum fannst ekki gaman að lesa. Honum fannst ekki gaman að skrifa. Keikur kunni samt alla stafina þegar hann var fimm ára. Það var gaman. „Svo gerðist bara eitthvað þegar hann byrjaði í skólanum“, sagði mamma hans alveg undrandi. Eitt sinn sagði kennarinn: „Hvað er fyrsta hljóðið í orðinu sól?“ Þetta fannst Keik skrýtin spurning. Keikur heyrði nefnilega ekkert í sólinni. Í annað sinn sagði kennarinn: „stafirnir segja sig sjálfir.“ Skrýtið. Keikur heyrði heldur ekkert í stöfunum. Hann sagði: „Mamma, hvað þýðir það að stafirnir segja sig sjálfir?“ Sex ára börn eru svo konkret og klár! Keikur fór í lestrarpróf í október þar sem kennarinn hélt á klukku með takka sem kennarinn ýtti á eins og í kapphlaupi. Þá kom í ljós að eitthvað var öðruvísi en það átti að vera. Kennarinn talaði alvarlegur við foreldra Keiks um slaka hljóðkerfisvitund, snemmtæka íhlutun og heimalestur sem er víst mjög mikilvægur. Keikur las heima á hverjum degi. Keikur las hjá mömmu. Keikur las hjá pabba. Keikur las hjá ömmu. Keikur las hjá afa. Keikur fór aftur í lestrarpróf í janúar. Kennarinn hélt á klukkunni og sagði að Keikur ætti að lesa eins hratt og hann gæti. Kennarinn sagði: „byrja ... núna“ og svo ýtti kennarinn á takkann. Keikur kipptist við, greip andann á lofti, svitnaði og byrjaði að lesa. Keikur las ellefu atkvæði, sem er víst frekar lítið, eftir fimm mánaða lestrarnám. Snemmtæka íhlutunin og heimalesturinn voru ekki að virka. Kennarinn talaði aftur við foreldrana um slaka hljóðkerfisvitund og mikilvægi þess að lesa enn meira heima. Keikur las heima hjá mömmu og pabba á hverjum degi, líka um helgar þegar allir hinir krakkarnir voru að leika sér. Áhyggjufullir foreldrar Keiks ákváðu að fara til lestrarkennara úti í bæ, sem sagði að Keikur væri mjög góður í að ímynda sér og hugsa í myndum, að hann væri mjög góður að hugsa í þrívídd. Lestrarkennarinn kenndi Keik að stilla athyglina og bauð honum að búa til myndir af bókstöfunum í leir. Keikur var kappsamur. Keikur gleymdi sér alveg þegar hann var að leira. Keik leið vel. Keikur leiraði alla bókstafina, fyrst stóru stafina, svo litlu stafina. Keikur mátti loksins segja hvað stafirnir heita. Keikur var nefnilega búinn að læra alla stafina áður en hann byrjaði í skólanum. Keikur stillti athyglina og sagði allt stafrófið áfram og afturábak - upphátt. Keikur kunni það. Keikur sagði alla stafinu með opin augu. Keikur sagði alla stafina með lokuð augu í réttri röð, áfram og aftur á bak. Keikur var ánægður og stolltur. Keikur bjó til hugmyndir og hugtök í leir. Keikur sagði heitin á myndunum upphátt fyrir lestrarkennarann og fyrir mömmu og pabba. Keikur „skrifaði“ heitin á myndunum í leir. Keikur skrifaði heitin á myndunum með blýanti. Keikur skrifaði heitin á myndunum í tölvu. Keikur lærði að treysta myndunum sínum. Keikur lærði að lesa og skrifa. Nú veit Keikur hvað „orð“ er. Það er gaman. Keikur hefur nú grunn (myndir) til að byggja hugsunina á. Keikur getur núna hugsað með orðmyndunum. Keikur les upphátt fyrir sjálfan sig og aðra. Keikur getur ímyndað sér það sem hann er að lesa. Keikur skilur það sem hann les. Keikur getur sagt öðrum frá því sem hann las. Keikur er kotroskinn, kvikur, kappsamur og klár nemandi!Börn eiga rétt á vernd og umönnun Börn eiga rétt á vernd og umönnun í samræmi við aldur sinn og þroska samkvæmt Barnalögum, Barnaverndar-lögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Allir sem hafa uppeldi og umönnun barna með höndum, skulu sýna þeim virðingu og umhyggju. Óheimilt er með öllu að beita börn ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Að beita lestrarkennsluaðferð sem ekki virkar fyrir sex ára barn er afar vanvirðandi gagnvart ungu fróðleiksfúsu barni. Áhrifin geta verið að hið áður kappsama barn verður annars hugar, utan við sig, kvíðið, dregur sig í hlé, hættir að tjá sig, hættir að spyrja spurninga, hættir að sýna frumkvæði, hættir að brosa og hlæja, er djúpt hugsi, leiðist í tímum, virðist vera áhugalaust um lærdóminn, virðist vera latasta barnið í öllum skólanum (það var sagt við Keik) - sýnir mótþróa, kvartar yfir verkjum í höfði og maga (þarf oft að heimsækja skólahjúkrunarfræðinginn), er órólegt, á við svefnerfiðleika að stríða og upplifir skömm sem fylgir einstaklingnum fram á efri ár. Börnin læra fljótt að koma sér í öruggt skjól með setningum eins og: „ég man það ekki!“, „ég kann það ekki!“, „ég veit það ekki!“. Þessar setningar eru fulltrúar fyrir hugsanir sem hafa bein áhrif á sjálfsmyndina, sjálfstraustið og sjálfsvirðinguna. Lamandi óöryggið fylgir í kjölfarið. Tilfinningalega upplifunin fylgir einstaklingnum fram á fullorðinsár. Birtingarmyndirnar eru margvíslegar. Um leið og sex ára barn byrjar að ströggla í lestri ætti það eitt að hringja háværum viðvörunarbjöllum hjá foreldrum og kennurum. Líklegt er að lestrarkennsluaðferðin henti ekki skynhætti barnsins. Þá er mikilvægt að skoða hvort önnur lestraraðferð eða aðrar lestraraðferðir henti skynhætti barnsins betur. Um leið og sex ára barn hefur ekki lengur áhuga á lestri, eða skólanámi almennt er líklegt að kennsluaðferðirnar henti barninu ekki. Sex ára börn eru fróðleiksfús! Þau vilja læra. Þau vilja vera með þeim bestu. Þeim hefur verið sagt að í skólanum læri börn að lesa, skrifa og reikna. Þeim hefur verið sagt að í skólanum sé skemmtilegt að vera. Þau eru komin í skólann til að læra. Þau elska að læra! Sex ára börn bera sig strax saman við hin börnin í bekknum. Þau vita sjálf upp á hár hvernig þau standa í hinum ýmsu námsgreinum miðað við hin börnin. Sérhvert barn á rétt á að lifa og þroskast í samræmi við aldur sinn og þroska, - og einnig í samræmi við skynhátt sinn. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni barnsins. Það að velja lestrarkennsluaðferð fyrir barn er að taka ákvörðun um málefni barnsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Keikur, kotroskinn, kvikur og klár sex ára drengur byrjaði í 1. bekk að hausti. Fljótlega breyttist tilhlökkunin í kvíða, áhugaleysi og mótþróa. Keikur fékk illt í magann á leiðinni í skólann og inni í kennslustofunni. Hann fékk ekki illt í magann þegar hann var í sundi eða í frímínútum. Það tók Keik lengri og lengri tíma að klæða sig á morgnana þegar hann átti að fara í skólann. Þá reyndi á þolinmæði foreldranna. Þeir vildu að Keikur mætti á réttum tíma í skólann. Keikur breyttist. Hann var ekki sami glaði, áhugasami og áhyggjulausi drengurinn sem hann var áður en hann byrjaði í skólanum. Hann varð erfiður við mömmu og pabba - lét þau ganga svolítið á eftir sér. Eftir að Keikur byrjaði í skólanum átti hann erfitt með að sofna og kveið því að fara í skólann. Honum fannst ekki gaman í skólanum. Honum fannst ekki gaman að lesa. Honum fannst ekki gaman að skrifa. Keikur kunni samt alla stafina þegar hann var fimm ára. Það var gaman. „Svo gerðist bara eitthvað þegar hann byrjaði í skólanum“, sagði mamma hans alveg undrandi. Eitt sinn sagði kennarinn: „Hvað er fyrsta hljóðið í orðinu sól?“ Þetta fannst Keik skrýtin spurning. Keikur heyrði nefnilega ekkert í sólinni. Í annað sinn sagði kennarinn: „stafirnir segja sig sjálfir.“ Skrýtið. Keikur heyrði heldur ekkert í stöfunum. Hann sagði: „Mamma, hvað þýðir það að stafirnir segja sig sjálfir?“ Sex ára börn eru svo konkret og klár! Keikur fór í lestrarpróf í október þar sem kennarinn hélt á klukku með takka sem kennarinn ýtti á eins og í kapphlaupi. Þá kom í ljós að eitthvað var öðruvísi en það átti að vera. Kennarinn talaði alvarlegur við foreldra Keiks um slaka hljóðkerfisvitund, snemmtæka íhlutun og heimalestur sem er víst mjög mikilvægur. Keikur las heima á hverjum degi. Keikur las hjá mömmu. Keikur las hjá pabba. Keikur las hjá ömmu. Keikur las hjá afa. Keikur fór aftur í lestrarpróf í janúar. Kennarinn hélt á klukkunni og sagði að Keikur ætti að lesa eins hratt og hann gæti. Kennarinn sagði: „byrja ... núna“ og svo ýtti kennarinn á takkann. Keikur kipptist við, greip andann á lofti, svitnaði og byrjaði að lesa. Keikur las ellefu atkvæði, sem er víst frekar lítið, eftir fimm mánaða lestrarnám. Snemmtæka íhlutunin og heimalesturinn voru ekki að virka. Kennarinn talaði aftur við foreldrana um slaka hljóðkerfisvitund og mikilvægi þess að lesa enn meira heima. Keikur las heima hjá mömmu og pabba á hverjum degi, líka um helgar þegar allir hinir krakkarnir voru að leika sér. Áhyggjufullir foreldrar Keiks ákváðu að fara til lestrarkennara úti í bæ, sem sagði að Keikur væri mjög góður í að ímynda sér og hugsa í myndum, að hann væri mjög góður að hugsa í þrívídd. Lestrarkennarinn kenndi Keik að stilla athyglina og bauð honum að búa til myndir af bókstöfunum í leir. Keikur var kappsamur. Keikur gleymdi sér alveg þegar hann var að leira. Keik leið vel. Keikur leiraði alla bókstafina, fyrst stóru stafina, svo litlu stafina. Keikur mátti loksins segja hvað stafirnir heita. Keikur var nefnilega búinn að læra alla stafina áður en hann byrjaði í skólanum. Keikur stillti athyglina og sagði allt stafrófið áfram og afturábak - upphátt. Keikur kunni það. Keikur sagði alla stafinu með opin augu. Keikur sagði alla stafina með lokuð augu í réttri röð, áfram og aftur á bak. Keikur var ánægður og stolltur. Keikur bjó til hugmyndir og hugtök í leir. Keikur sagði heitin á myndunum upphátt fyrir lestrarkennarann og fyrir mömmu og pabba. Keikur „skrifaði“ heitin á myndunum í leir. Keikur skrifaði heitin á myndunum með blýanti. Keikur skrifaði heitin á myndunum í tölvu. Keikur lærði að treysta myndunum sínum. Keikur lærði að lesa og skrifa. Nú veit Keikur hvað „orð“ er. Það er gaman. Keikur hefur nú grunn (myndir) til að byggja hugsunina á. Keikur getur núna hugsað með orðmyndunum. Keikur les upphátt fyrir sjálfan sig og aðra. Keikur getur ímyndað sér það sem hann er að lesa. Keikur skilur það sem hann les. Keikur getur sagt öðrum frá því sem hann las. Keikur er kotroskinn, kvikur, kappsamur og klár nemandi!Börn eiga rétt á vernd og umönnun Börn eiga rétt á vernd og umönnun í samræmi við aldur sinn og þroska samkvæmt Barnalögum, Barnaverndar-lögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Allir sem hafa uppeldi og umönnun barna með höndum, skulu sýna þeim virðingu og umhyggju. Óheimilt er með öllu að beita börn ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Að beita lestrarkennsluaðferð sem ekki virkar fyrir sex ára barn er afar vanvirðandi gagnvart ungu fróðleiksfúsu barni. Áhrifin geta verið að hið áður kappsama barn verður annars hugar, utan við sig, kvíðið, dregur sig í hlé, hættir að tjá sig, hættir að spyrja spurninga, hættir að sýna frumkvæði, hættir að brosa og hlæja, er djúpt hugsi, leiðist í tímum, virðist vera áhugalaust um lærdóminn, virðist vera latasta barnið í öllum skólanum (það var sagt við Keik) - sýnir mótþróa, kvartar yfir verkjum í höfði og maga (þarf oft að heimsækja skólahjúkrunarfræðinginn), er órólegt, á við svefnerfiðleika að stríða og upplifir skömm sem fylgir einstaklingnum fram á efri ár. Börnin læra fljótt að koma sér í öruggt skjól með setningum eins og: „ég man það ekki!“, „ég kann það ekki!“, „ég veit það ekki!“. Þessar setningar eru fulltrúar fyrir hugsanir sem hafa bein áhrif á sjálfsmyndina, sjálfstraustið og sjálfsvirðinguna. Lamandi óöryggið fylgir í kjölfarið. Tilfinningalega upplifunin fylgir einstaklingnum fram á fullorðinsár. Birtingarmyndirnar eru margvíslegar. Um leið og sex ára barn byrjar að ströggla í lestri ætti það eitt að hringja háværum viðvörunarbjöllum hjá foreldrum og kennurum. Líklegt er að lestrarkennsluaðferðin henti ekki skynhætti barnsins. Þá er mikilvægt að skoða hvort önnur lestraraðferð eða aðrar lestraraðferðir henti skynhætti barnsins betur. Um leið og sex ára barn hefur ekki lengur áhuga á lestri, eða skólanámi almennt er líklegt að kennsluaðferðirnar henti barninu ekki. Sex ára börn eru fróðleiksfús! Þau vilja læra. Þau vilja vera með þeim bestu. Þeim hefur verið sagt að í skólanum læri börn að lesa, skrifa og reikna. Þeim hefur verið sagt að í skólanum sé skemmtilegt að vera. Þau eru komin í skólann til að læra. Þau elska að læra! Sex ára börn bera sig strax saman við hin börnin í bekknum. Þau vita sjálf upp á hár hvernig þau standa í hinum ýmsu námsgreinum miðað við hin börnin. Sérhvert barn á rétt á að lifa og þroskast í samræmi við aldur sinn og þroska, - og einnig í samræmi við skynhátt sinn. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni barnsins. Það að velja lestrarkennsluaðferð fyrir barn er að taka ákvörðun um málefni barnsins.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun