Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. september 2016 19:45 Forsetafrúin Eliza Reid lýsti sérstakri ánægju með að Grænland skyldi verða fyrsta landið sem hún heimsótti sem forsetafrú Íslands en hún fór til Kangerlussuaq í gær að fagna nýjum áfangastað Flugfélags Íslands. Um leið var öllum skólabörnum bæjarins afhent tafl að gjöf. Kangerlussuaq er kannski þekktara sem Syðri-Straumfjörður. Flugvöllurinn þar er sá eini á Grænlandi með áætlunarflugi á stórum þotum og notar Air Greenland hann sem tengivöll milli Kaupmannahafnar og byggða Grænlands. Í vor bætti Flugfélag Íslands honum inn í sitt leiðakerfi yfir sumartímann en fagnaði þessum áfanga í gær og var forsetafrúin meðal gesta.Bombardier Q400-vél Flugfélagsins, Þórunn hyrna, á flugvellinum í Kangerlussuaq í gær.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þar flutti Eliza Reid ávarp þar sem hún fagnaði því sérstaklega að Grænland skyldi verða fyrsta landið sem hún heimsótti sem forsetafrú. Ekki aðeins væri Grænland næsta nágrannaland Íslands heldur væri Kanada, þar sem hún ólst upp, næsta nágrannaland Grænlands á hina hliðina. Eliza afhenti skólabörnum taflsett að gjöf frá Flugfélaginu og Skákfélaginu Hróknum og síðan tók Hrafn Jökulsson fjöltefli við hópinn.Forsetafrúin Eliza Reid með taflborð. Grænlensk skólabörn fyrir aftan. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, til vinstri, og Jens Borch Scharnberg, skólastjóri í Kangerlussuaq, til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Kangerlussuaq er fimmti áfangastaður Flugfélagsins á Grænlandi en hinir eru Ilulissat, Nuuk, Narsarsuaq og Kulusuk, sem var einmitt fyrsti áætlunarstaðurinn fyrir hartnær hálfri öld. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélagsins, segir að náttúran í Kangerlussuaq sé ægifögur og aðgengi gott að Grænlandsjökli. Þar sé stór fjörður, Syðri-Straumfjörður. Hluta dýrðarinnar fékk forsetafrúin að sjá með eigin augum í gær, meira að segja sauðnaut.Vatnsmikið jökulfljót undan Grænlandsjökli fellur til sjávar í botni Syðri-Straumfjarðar. Flugvöllurinn er við ármynnið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Grænlandsflugið er um fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum, að sögn Árna. „Hópurinn sem er að koma hingað er mjög fjölbreyttur og við vorum að sjá töluvert af Íslendingum koma með okkur í sumar. Upplifun þeirra var almennt séð mjög góð og mjög ánægjulegt að sjá það að Íslendingar eru líka að uppgötva Grænland,“ segir Árni.Þessi sauðnaut mátti sjá skammt utan við bæinn Kangerlussuaq.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Tengdar fréttir Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00 Forsetafrúin á Grænlandi Eliza Reid fór í sína fyrstu utanlandsferð sem forsetafrú Íslands þegar hún fagnaði nýrri flugleið til Grænlands og afhenti grænlenskum börnum taflsett. 9. september 2016 12:30 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Forsetafrúin Eliza Reid lýsti sérstakri ánægju með að Grænland skyldi verða fyrsta landið sem hún heimsótti sem forsetafrú Íslands en hún fór til Kangerlussuaq í gær að fagna nýjum áfangastað Flugfélags Íslands. Um leið var öllum skólabörnum bæjarins afhent tafl að gjöf. Kangerlussuaq er kannski þekktara sem Syðri-Straumfjörður. Flugvöllurinn þar er sá eini á Grænlandi með áætlunarflugi á stórum þotum og notar Air Greenland hann sem tengivöll milli Kaupmannahafnar og byggða Grænlands. Í vor bætti Flugfélag Íslands honum inn í sitt leiðakerfi yfir sumartímann en fagnaði þessum áfanga í gær og var forsetafrúin meðal gesta.Bombardier Q400-vél Flugfélagsins, Þórunn hyrna, á flugvellinum í Kangerlussuaq í gær.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þar flutti Eliza Reid ávarp þar sem hún fagnaði því sérstaklega að Grænland skyldi verða fyrsta landið sem hún heimsótti sem forsetafrú. Ekki aðeins væri Grænland næsta nágrannaland Íslands heldur væri Kanada, þar sem hún ólst upp, næsta nágrannaland Grænlands á hina hliðina. Eliza afhenti skólabörnum taflsett að gjöf frá Flugfélaginu og Skákfélaginu Hróknum og síðan tók Hrafn Jökulsson fjöltefli við hópinn.Forsetafrúin Eliza Reid með taflborð. Grænlensk skólabörn fyrir aftan. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, til vinstri, og Jens Borch Scharnberg, skólastjóri í Kangerlussuaq, til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Kangerlussuaq er fimmti áfangastaður Flugfélagsins á Grænlandi en hinir eru Ilulissat, Nuuk, Narsarsuaq og Kulusuk, sem var einmitt fyrsti áætlunarstaðurinn fyrir hartnær hálfri öld. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélagsins, segir að náttúran í Kangerlussuaq sé ægifögur og aðgengi gott að Grænlandsjökli. Þar sé stór fjörður, Syðri-Straumfjörður. Hluta dýrðarinnar fékk forsetafrúin að sjá með eigin augum í gær, meira að segja sauðnaut.Vatnsmikið jökulfljót undan Grænlandsjökli fellur til sjávar í botni Syðri-Straumfjarðar. Flugvöllurinn er við ármynnið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Grænlandsflugið er um fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum, að sögn Árna. „Hópurinn sem er að koma hingað er mjög fjölbreyttur og við vorum að sjá töluvert af Íslendingum koma með okkur í sumar. Upplifun þeirra var almennt séð mjög góð og mjög ánægjulegt að sjá það að Íslendingar eru líka að uppgötva Grænland,“ segir Árni.Þessi sauðnaut mátti sjá skammt utan við bæinn Kangerlussuaq.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Tengdar fréttir Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00 Forsetafrúin á Grænlandi Eliza Reid fór í sína fyrstu utanlandsferð sem forsetafrú Íslands þegar hún fagnaði nýrri flugleið til Grænlands og afhenti grænlenskum börnum taflsett. 9. september 2016 12:30 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00
Forsetafrúin á Grænlandi Eliza Reid fór í sína fyrstu utanlandsferð sem forsetafrú Íslands þegar hún fagnaði nýrri flugleið til Grænlands og afhenti grænlenskum börnum taflsett. 9. september 2016 12:30