Innlent

Forsetahjónin hófu formlega sölu Neyðarkallsins

Anton Egilsson skrifar
Sala gekk vel hjá forsetahjónunum í dag.
Sala gekk vel hjá forsetahjónunum í dag. Mynd: Slysavarnarfélagið Landsbjörg
Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reed, mættu í verslunarmiðstöðina Smáralind síðdegis í dag í því skyni að hefja formlega sölu á Neyðarkalli björgunarsveitanna. Gekk sala forsetahjónanna með eindæmum  vel en í tilkynningu frá  Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir að forsetinn hafi lagt mikla áhersluá mikilvægi þess að fólk styðji við sjálfboðaliðastarf björgunarsveitafólks í landinu.

Fjáröflunarátakið Neyðarkall björgunarsveita fer fram um land allt dagana 3. til 5. nóvember. Er þetta ellefta árið sem sala Neyðarkallsins fer fram og óska björgunarsveitir landsins eftir því að landsmenn svari neyðarkalli björgunarsveitanna með kaupum á óveðurskallinum en hann kostar tvö þúsund krónur.

Neyðarkallinn er nú seldur í ellefta sinn en um er að ræða eina mikilvægustu fjáröflun björgunarsveitanna. Neyðarkallinn er lyklakippa með áföstum björgunarsveitamanni sem í ár er óveðurskall. Óveðurskallinn er vopnaður skóflu og kaðli sem er nauðsynlegur búnaður óðveðurskallsins sem er klár í íslenska óveðrið og ófærðina sem því fylgir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×