Hófst strax handa við að mynda ríkisstjórn Snærós Sindradóttir skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Bjarni Benediktsson ræddi við blaðamenn eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti að hann fæli Bjarna stjórnarmyndunarumboð. vísir/eyþór Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þarf að upplýsa forseta Íslands um gang mála í stjórnarmyndunarviðræðum um næstu helgi eða strax eftir helgi. Þetta kom fram í máli forseta á Bessastöðum í gær þar sem hann tilkynnti að Bjarni hefði fengið umboð til stjórnarmyndunar. „Ég hugsa að þetta sé nú bara að hann vill vita hvenær hann á að afturkalla umboðið, að menn séu ekki að liggja með þetta of lengi. Það er pressa á að mynda stjórnina því það þarf að leggja fram fjárlög. Það er líklega það sem liggur þarna að baki,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði og forseti hugvísindasviðs Háskóla Íslands, um fyrirvarann sem forseti setur. „Ekki það að menn séu að drolla við þetta yfirleitt. Hann hefur áhyggjur af því hvort þetta gangi ekki hratt og örugglega fyrir sig.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, boðaði Bjarna á fund sinn klukkan ellefu í gærmorgun og tilkynnti að fundi loknum að Bjarni hefði fengið umboð til að mynda ríkisstjórn. Í máli forsetans kom fram að Bjarni hefði ekki tilkynnt honum hvaða stjórn hann myndi fyrst reyna að mynda eða hver óskaríkisstjórn hans væri.Guðmundur Hálfdánarson prófessor.vísir/anton brinkGuðni tók jafnframt fram að hann væri ekki að útnefna næsta forsætisráðherra með ákvörðun sinni. Fyrst og fremst væri hann að hjálpa leiðtogum stjórnmálaflokkanna að mynda ríkisstjórn og ljúka því verki. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sótti það nokkuð fast að fá umboð til stjórnarmyndunar því margt í orðum formanna hinna flokkanna bendir til þess að Viðreisn verði í næstu ríkisstjórn. Formaður Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé, óskaði jafnframt eftir því að Benedikt fengi umboðið. Guðni svaraði því til að honum hefði þótt vænlegra til árangurs að Bjarni fengið umboðið. Eftir tilkynningu forsetans sagðist Bjarni ætla að ræða við alla formenn flokkanna og ekki vera með neina eina stjórn í huga fremur annarri. Áður hafði Bjarni útilokað samstarf með Pírötum. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar er sögð vera í burðarliðnum en Bjarni sagði að á henni væri sá galli að hún hefði aðeins eins manns meirihluta. Þegar Fréttablaðið náði tali af Benedikt, formanni Viðreisnar, hafði Bjarni átt við hann samtal í gegnum síma og þeir bókað fund sem fram fer í dag. Bjarni fundaði með þingflokki Sjálfstæðisflokks í gær og svo með formanni Framsóknarflokksins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þarf að upplýsa forseta Íslands um gang mála í stjórnarmyndunarviðræðum um næstu helgi eða strax eftir helgi. Þetta kom fram í máli forseta á Bessastöðum í gær þar sem hann tilkynnti að Bjarni hefði fengið umboð til stjórnarmyndunar. „Ég hugsa að þetta sé nú bara að hann vill vita hvenær hann á að afturkalla umboðið, að menn séu ekki að liggja með þetta of lengi. Það er pressa á að mynda stjórnina því það þarf að leggja fram fjárlög. Það er líklega það sem liggur þarna að baki,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði og forseti hugvísindasviðs Háskóla Íslands, um fyrirvarann sem forseti setur. „Ekki það að menn séu að drolla við þetta yfirleitt. Hann hefur áhyggjur af því hvort þetta gangi ekki hratt og örugglega fyrir sig.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, boðaði Bjarna á fund sinn klukkan ellefu í gærmorgun og tilkynnti að fundi loknum að Bjarni hefði fengið umboð til að mynda ríkisstjórn. Í máli forsetans kom fram að Bjarni hefði ekki tilkynnt honum hvaða stjórn hann myndi fyrst reyna að mynda eða hver óskaríkisstjórn hans væri.Guðmundur Hálfdánarson prófessor.vísir/anton brinkGuðni tók jafnframt fram að hann væri ekki að útnefna næsta forsætisráðherra með ákvörðun sinni. Fyrst og fremst væri hann að hjálpa leiðtogum stjórnmálaflokkanna að mynda ríkisstjórn og ljúka því verki. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sótti það nokkuð fast að fá umboð til stjórnarmyndunar því margt í orðum formanna hinna flokkanna bendir til þess að Viðreisn verði í næstu ríkisstjórn. Formaður Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé, óskaði jafnframt eftir því að Benedikt fengi umboðið. Guðni svaraði því til að honum hefði þótt vænlegra til árangurs að Bjarni fengið umboðið. Eftir tilkynningu forsetans sagðist Bjarni ætla að ræða við alla formenn flokkanna og ekki vera með neina eina stjórn í huga fremur annarri. Áður hafði Bjarni útilokað samstarf með Pírötum. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar er sögð vera í burðarliðnum en Bjarni sagði að á henni væri sá galli að hún hefði aðeins eins manns meirihluta. Þegar Fréttablaðið náði tali af Benedikt, formanni Viðreisnar, hafði Bjarni átt við hann samtal í gegnum síma og þeir bókað fund sem fram fer í dag. Bjarni fundaði með þingflokki Sjálfstæðisflokks í gær og svo með formanni Framsóknarflokksins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira