Innlent

Ríflega helmingi fleiri heimilisofbeldismál

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Tvö atvik komu á borð lögreglunnar í Hafnarfirði, tvö í Grafarholti og eitt á Hverfisgötu.
Tvö atvik komu á borð lögreglunnar í Hafnarfirði, tvö í Grafarholti og eitt á Hverfisgötu. Vísir/Getty
Óvenju mörg heimlisofbeldismál komu upp hjálögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Frá klukkan ellefu í gærkvöldi til sex í morgun komu upp fimm heimilisofbeldismál á höfuðborgarsvæðinu þar sem í öllum tilfellum var um líkamsárás að ræða. Að meðaltali berast tvö heimilisofbeldismál um helgar og því er þetta vel yfir meðaltali.

Tvö atvik komu á borð lögreglunnar í Hafnarfirði, tvö í Grafarholti og eitt á Hverfisgötu.

Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að ekki sé búið að greina málin og því erfitt að segja til um hver ástæða sé svo mikillar fjölgunar en þekkt sé að jólin skapi spennu sem lögreglan sjái í fjölgun ofbeldismála. „Án þess að hafa tölfræði fyrir mér í því þá finnst manni að það komi meiri spenna í loftið. En það er nú ekki svo nálægt í jól, þannig að ég veit ekki hvort það skýri þetta. En það skapast spenna ef fólk eyðir um efni fram.“

Jóhann segir breytt verklag lögreglunnar þar sem gerandi heimilisofbeldis er strax fjarlægður af heimili geta einnig hafa skilað sér í fjölgun mála.

„Nýja verklagið okkar er náttúrulega að smitast út þannig að það getur verið að fólk segi bara stopp fyrr, vill fá aðstoð og komast út úr þessu,“ segir Jóhann Karl aðstoðaryfirlögregluþjónn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×