Innlent

Sérstaklega mörg heimilisofbeldismál inn á borð lögreglu í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Þeir sem veittust að maka sínum gista nú fangageymslur.
Þeir sem veittust að maka sínum gista nú fangageymslur. Vísir/Pjetur
Óvenjulega mörg heimilisofbeldismál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þeir aðilar sem veittust að maka sínum, gista nú fangageymslur og verða yfirheyrðir síðar í dag, að því er fram kemur í dagbók lögreglu, en í öllum tilfellum voru þeir undir áhrifum áfengis og vímuefna.

„Fimm aðilar voru handteknir í nótt eftir að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Í einu tilfellinu mátti litlu muna að hinn ölvaði hafi ekið framan á bifreiðar þar sem hann ók á öfugum vegarhelmingi á Sæbraut við Laugarnesveg. Bifreið ökumannsins var talsvert skemmd að framan en ekki er ljóst á hvað ökumaðurinn hafði ekið á áður en hann var stöðvaður. Ökumaðurinn gistir nú fangageymslur svo unnt sé að yfirheyra hann síðar í dag vegna rannsóknar málsins.

Tveir aðilar voru handteknir eftir að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×