Innlent

Ógilding MS-sektar í dóm

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Vísir/Anton
Samkeppniseftirlitið tilkynnti í gær að það muni höfða dómsmál til að fá hnekkt þeim úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála að fella úr gildi 440 milljóna króna sekt á MS sem Samkeppniseftirlitið ákvað vegna markaðsmisnotkunarfyrirtækisins.

„Miðar sú málshöfðun að því að fá úr því skorið hvort bann samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu taki að fullu til MS. Jafnframt verði fengin fullnaðarúrlausn um hvort fyrirtækið skuli sæta fullri ábyrgð vegna þeirrar háttsemi sem fjallað er um í málinu og

Samkeppniseftirlitið hefur metið sem alvarleg brot gegn minni keppinautum,“ segir í tilkynningunni frá í gær. Brýnt sé að tryggja, eins og unnt sé, að á mjólkurmarkaði sé til staðar sú réttarvernd sem felist í bannreglu 11. gr. samkeppnislaga. Meirihluti áfrýjunarnefndarinnar hafi stórlega dregið úr þeirri vernd.

„Á grundvelli undanþágu frá samkeppnislögum er MS í einstakri yfirburðastöðu á mjólkurmarkaði. Smáir framleiðendur á mjólkurvörum geta ekki starfað án þess að kaupa hrámjólk af MS/Auðhumlu og á sama tíma er MS helsti keppinautur þeirra í sölu á þeim vörum.

Þessi staða er afar viðkvæm í samkeppnislegu tilliti. MS hefur því örlög þessara smærri fyrirtækja í hendi sér.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×