Innlent

Skjálftar á Hengilssvæðinu og við Bárðarbungu

Atli Ísleifsson skrifar
Skjálftinn í Bárðarbungu var af stærðinni 3,8.
Skjálftinn í Bárðarbungu var af stærðinni 3,8. Vísir/Vilhelm
Skjálfti af stærð 2,9 varð á Hengilssvæðinu klukkan 2:26 í nótt. Á vef Veðurstofunnar segir að vel hafi fundist til skjálftans í Hveragerði, en nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

Þá segir einnig að klukkan 6:33 í morgun hafi orðið skjálfti af stærð 3,8 við norðanverða Bárðarbunguöskjuna. Þar hafa einnig nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Enginn merki eru um gosóróa.

Skjálftinn varð um 5,6 km norðaustur af Bárðarbungu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×