Innlent

Skotveiðimót til styrktar Landsbjörg

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Skotveiðifélagið vill með þessu þakka björgunarsveitarfólki fyrir hugrekki sitt en þau hafi sýnt það og sannað undanfarnar vikur hversu mikilvæg þau séu fyrir rjúpnaskyttur og aðra veiðimenn.
Skotveiðifélagið vill með þessu þakka björgunarsveitarfólki fyrir hugrekki sitt en þau hafi sýnt það og sannað undanfarnar vikur hversu mikilvæg þau séu fyrir rjúpnaskyttur og aðra veiðimenn. Vísir/Landsbjörg
Skotreyn, Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis mun í dag standa fyrir skotveiðimóti til styrktar Lansbjörg. Þátttökugjald er 5000 krónur og mun það renna óskipt til Landsbjargar.

Skotveiðifélagið vill með þessu þakka björgunarsveitarfólki fyrir hugrekki sitt en þau hafi sýnt það og sannað undanfarnar vikur hversu mikilvæg þau séu fyrir rjúpnaskyttur og aðra veiðimenn. Landsmenn hafa undanfarið orðið varir við þann raunveruleika að skemmtilegur göngutúr í óbyggðum landsins geti snögglega breyst í baráttu upp á líf og dauða.

Mótið verður með öðru móti en vanalegt er í leirdúfuskotfimi. Svæðið verður opið frá 10-16 og geta þátttakendur mætt hvenær sem er dagsins og skotið alls 30 dúfur, 10 á hverjum velli. Úrslit verða svo birt og nefnt er í tilkynningu inn á vefsíðu félagsins að vanir sem og óvanir skotveiðimenn eigi að geta komið og skemmt sér vel og styrkt gott málefni í leiðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×