Í þetta sinn er það gleymni fiskurinn Dory, sem Ellen DeGeneres ljáir rödd sína, sem er í aðalhlutverki en nýja myndin heitir Finding Dory, eða Leitin að Dory.
Ásamt þeim DeGeneres og Albert Brooks, sem talaði fyrir trúðfiskinn Marlin í fyrri myndinni, munu leikarar á borð við Diane Keaton, Idris Elba og Ty Burrell tala fyrir hinar ýmsu sjávarskepnur í myndinni.