Gunnar Nelson stefnir á það að vinna fjóra bardaga á árinu 2016 Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. mars 2016 06:30 Gunnar Nelson ætlar að vera mjög virkur á árinu 2016. Vísir/Getty Gunnar Nelson stígur aftur inn í búrið í maí eftir fimm mánaða fjarveru. Hann segist ekki finna fyrir meiri pressu en áður. Hann hefur trú á vini sínum Conor McGregor um helgina en enga trú á því að þeir muni berjast síðar. „Mér líst mjög vel á Tumenov. Góður andstæðingur sem virkar grjótharður,“ segir Gunnar Nelson en hann stígur loksins aftur inn í búrið á UFC-bardagakvöldi í Rotterdam þann 8. maí næstkomandi. Andstæðingur hans að þessu sinni er Rússinn Albert Tumenov. Sá er 24 ára gamall rotari sem hefur unnið fimm síðustu bardaga sína. „Ég hef séð síðustu bardaga hans og þar hefur hann verið góður. Ég er aðeins byrjaður að hugsa um bardagann en ég fíla best að labba inn í búrið og láta bardagann ráðast. Vera samt undirbúinn fyrir hvað sem er. Það eru flestir grjótharðir sem koma að austan. Ég býst því við erfiðum bardaga,“ segir Gunnar en Tumenov er í 15. sæti á styrkleikalista UFC en er hann komst þangað henti hann Gunnari af listanum. „Helvítið á honum. Því er enn meiri ástæða fyrir mig að klára hann,“ segir Gunnar léttur en hann mun æfa hér heima og í Dublin fyrir bardagann.Gunnar NelsonVísir/GettyFljótur að jafna sig Gunnar hefur látið lítið fyrir sér fara síðan hann tapaði fyrir Demian Maia í desember þar sem hann átti aldrei möguleika. „Ég hef verið að vinna í því að koma skrokknum almennilega í gang á nýjan leik. Að læra betur inn á mig líkamlega. Ég er að nýta þessa mánuði vel til þess að æfa,“ segir Gunnar en var hann lengi að jafna sig á tapinu gegn Maia? „Nei, það tók mig ekkert svo langan tíma. Ég var orðinn góður í andlitinu eftir viku og vann svo fljótt aftur inn í æfingarnar. Það er samt alltaf leiðinlegt að tapa og ég tala nú ekki um þegar maður er ekki ánægður með eigin frammistöðu. Ég fór fljótlega að hugsa um hvað ég þyrfti að bæta og fór að vinna í því. Þetta voru vonbrigði. Það er ekki hægt að neita því en svona er að vera íþróttamaður.“Vísir/GettyVill ná fjórum bardögum Þó að Gunnar berjist seint á árinu stefnir hann enn að því að berjast fjórum sinnum á árinu. Hann sér fyrir sér annan bardaga næsta sumar og svo aðra tvo á seinni hluta ársins. Hvar sér Gunnar fyrir sér að hann verði í lok ársins? „Ég sé ekki neitt annað en fjóra sigra. Ég er ekkert að flækja hlutina meira en það. Þetta er það sem ég vil en auðvitað tek ég bara einn bardaga í einu.“ Eins og áður segir er Gunnar dottinn af styrkleikalista UFC og tap fyrir Tumenov myndi kasta honum enn aftar í goggunarröðina. Finnur hann fyrir aukapressu út af því? „Mér finnst alltaf vera pressa. Hver bardagi er ákveðið ferðalag og hver bardagi er sá mikilvægasti. Þetta er alltaf lærdómur. Þó að ég sé búinn að tapa tvisvar þá er ég enn með háleit markmið sem ég tek ekkert augun af. Þessi töp voru partur af mínu ferðalagi. Það er ekkert annað að gera en halda áfram þó svo það komi smá hola í veginn. Ef maður fellur þá fær maður annað tækifæri til þess að sýna úr hverju maður er gerður. Ég er enn ungur og á nóg eftir í þessu.“ Gunnar var úti í Dublin í tvær vikur á dögunum þar sem hann æfði með vini sínum, Conor McGregor, en hann berst gegn Nate Diaz á laugardag í Las Vegas. „Mér líst helvíti vel á þennan bardaga. Mér finnst hann meira spennandi en bardaginn sem Conor átti að heyja gegn Dos Anjos. Mér finnst líka mjög skemmtilegt að þeir séu að berjast í þeirri þyngd sem þeir eru í dags daglega. Þetta eru tveir snælduvitlausir, kokhraustir strákar. Þeir eiga eftir að tala allan helvítis bardagann,“ segir Gunnar en hverju spáir hann um bardagann? „Ég held að Conor vinni. Ég er ekki viss um að það verði í fyrstu lotu. Conor veðrar hann í fyrstu lotu og í annarri lotu klárar hann dæmið.“ Conor fer upp um tvo þyngdarflokka til þess að berjast gegn Diaz. Hann er kominn í veltivigtina sem er þyngdarflokkurinn hans Gunnars. „Ég held hann sé ekki kominn til að vera þar. Hann fer aftur niður um einn flokk til þess að berjast við Dos Anjos,“ segir Gunnar en Dos Anjos er í léttvigt. Conor er meistarinn í fjaðurvigt og Gunnar hefur ekki trú á að vinur sinn verði þar til lengdar.Gunnar Nelson og Conor McGregor.Visir/GettyÓlíklegt að ég mæti Conor „Hann vill það ekki og það er spurning hvernig þeir snúa sér í þessu. Ég veit að þessi niðurskurður er farinn að verða ansi mikill fyrir hann og hann gæti þurft að gera það einu sinni enn. Það fer líka eftir því hvernig honum gengur gegn Dos Anjos. Klári hann þann bardaga og fái beltið gæti hann gefið hitt frá sér og verið í millivigtinni. Sáttur með að hafa tekið fjaðurvigtarbeltið frá Aldo sem var lengi meistari.“ Þar sem Gunnar er að keppa í veltivigt núna, og hefur hótað að taka beltið þar líka, velta menn því eðlilega fyrir sér hvort það geti orðið af því að hann og Conor berjist. Gætu þeir vinirnir hugsað sér að berjast? „Ég efast um að sú staða komi upp. Auðvitað er allt hægt samt. Það yrði samt staða þar sem mér finnst allir tapa. Ég vil ekki tapa og vil ekki sjá hann tapa. Ég skil alveg að fólk myndi vilja sjá okkur berjast. Það væri klám fyrir einhverja. Ég trúi ekki að það verði nokkurn tíma af þeim bardaga.“ MMA Tengdar fréttir Gunnar ekki lengur á styrkleikalista UFC Gunnar Nelson er ekki lengur á meðal fimmtán efstu á styrkleikalista UFC í veltivigt. 1. mars 2016 16:45 Gunnar Nelson hélt risapartý á Vegamótum - Myndir Bardagakappinn Gunnar Nelson og Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, héldu risapartý á Vegamótum síðastliðin föstudag. 25. febrúar 2016 13:36 Gunnar: Tumenov virkar grjótharður "Það verður gaman að berjast aftur í Evrópu,“ segir Gunnar Nelson í samtali við Vísi en í morgun var tilkynnt að hann myndi keppa við Rússann Albert Tumenov í Hollandi þann 8. maí næstkomandi. 1. mars 2016 12:55 Geggjuð stuttmynd um Conor McGregor Sports Illustrated fjallar mikið um Conor McGregor þessa dagana og hefur nú birt frábæra stuttmynd um Írann. 29. febrúar 2016 11:15 Sjáðu síðasta bardaga hjá næsta andstæðingi Gunnars Eins og Vísir greindi frá í morgun þá mun Gunnar Nelson mæta Rússanum Albert Tumenov í UFC-bardaga þann 8. maí næstkomandi. 1. mars 2016 10:54 Gunnar mætir rússneskum rotara í Rotterdam Vísir getur staðfest að næsti bardagi Gunnars Nelson fer fram í Rotterdam í Hollandi þann 8. maí næstkomandi. 1. mars 2016 08:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Sjá meira
Gunnar Nelson stígur aftur inn í búrið í maí eftir fimm mánaða fjarveru. Hann segist ekki finna fyrir meiri pressu en áður. Hann hefur trú á vini sínum Conor McGregor um helgina en enga trú á því að þeir muni berjast síðar. „Mér líst mjög vel á Tumenov. Góður andstæðingur sem virkar grjótharður,“ segir Gunnar Nelson en hann stígur loksins aftur inn í búrið á UFC-bardagakvöldi í Rotterdam þann 8. maí næstkomandi. Andstæðingur hans að þessu sinni er Rússinn Albert Tumenov. Sá er 24 ára gamall rotari sem hefur unnið fimm síðustu bardaga sína. „Ég hef séð síðustu bardaga hans og þar hefur hann verið góður. Ég er aðeins byrjaður að hugsa um bardagann en ég fíla best að labba inn í búrið og láta bardagann ráðast. Vera samt undirbúinn fyrir hvað sem er. Það eru flestir grjótharðir sem koma að austan. Ég býst því við erfiðum bardaga,“ segir Gunnar en Tumenov er í 15. sæti á styrkleikalista UFC en er hann komst þangað henti hann Gunnari af listanum. „Helvítið á honum. Því er enn meiri ástæða fyrir mig að klára hann,“ segir Gunnar léttur en hann mun æfa hér heima og í Dublin fyrir bardagann.Gunnar NelsonVísir/GettyFljótur að jafna sig Gunnar hefur látið lítið fyrir sér fara síðan hann tapaði fyrir Demian Maia í desember þar sem hann átti aldrei möguleika. „Ég hef verið að vinna í því að koma skrokknum almennilega í gang á nýjan leik. Að læra betur inn á mig líkamlega. Ég er að nýta þessa mánuði vel til þess að æfa,“ segir Gunnar en var hann lengi að jafna sig á tapinu gegn Maia? „Nei, það tók mig ekkert svo langan tíma. Ég var orðinn góður í andlitinu eftir viku og vann svo fljótt aftur inn í æfingarnar. Það er samt alltaf leiðinlegt að tapa og ég tala nú ekki um þegar maður er ekki ánægður með eigin frammistöðu. Ég fór fljótlega að hugsa um hvað ég þyrfti að bæta og fór að vinna í því. Þetta voru vonbrigði. Það er ekki hægt að neita því en svona er að vera íþróttamaður.“Vísir/GettyVill ná fjórum bardögum Þó að Gunnar berjist seint á árinu stefnir hann enn að því að berjast fjórum sinnum á árinu. Hann sér fyrir sér annan bardaga næsta sumar og svo aðra tvo á seinni hluta ársins. Hvar sér Gunnar fyrir sér að hann verði í lok ársins? „Ég sé ekki neitt annað en fjóra sigra. Ég er ekkert að flækja hlutina meira en það. Þetta er það sem ég vil en auðvitað tek ég bara einn bardaga í einu.“ Eins og áður segir er Gunnar dottinn af styrkleikalista UFC og tap fyrir Tumenov myndi kasta honum enn aftar í goggunarröðina. Finnur hann fyrir aukapressu út af því? „Mér finnst alltaf vera pressa. Hver bardagi er ákveðið ferðalag og hver bardagi er sá mikilvægasti. Þetta er alltaf lærdómur. Þó að ég sé búinn að tapa tvisvar þá er ég enn með háleit markmið sem ég tek ekkert augun af. Þessi töp voru partur af mínu ferðalagi. Það er ekkert annað að gera en halda áfram þó svo það komi smá hola í veginn. Ef maður fellur þá fær maður annað tækifæri til þess að sýna úr hverju maður er gerður. Ég er enn ungur og á nóg eftir í þessu.“ Gunnar var úti í Dublin í tvær vikur á dögunum þar sem hann æfði með vini sínum, Conor McGregor, en hann berst gegn Nate Diaz á laugardag í Las Vegas. „Mér líst helvíti vel á þennan bardaga. Mér finnst hann meira spennandi en bardaginn sem Conor átti að heyja gegn Dos Anjos. Mér finnst líka mjög skemmtilegt að þeir séu að berjast í þeirri þyngd sem þeir eru í dags daglega. Þetta eru tveir snælduvitlausir, kokhraustir strákar. Þeir eiga eftir að tala allan helvítis bardagann,“ segir Gunnar en hverju spáir hann um bardagann? „Ég held að Conor vinni. Ég er ekki viss um að það verði í fyrstu lotu. Conor veðrar hann í fyrstu lotu og í annarri lotu klárar hann dæmið.“ Conor fer upp um tvo þyngdarflokka til þess að berjast gegn Diaz. Hann er kominn í veltivigtina sem er þyngdarflokkurinn hans Gunnars. „Ég held hann sé ekki kominn til að vera þar. Hann fer aftur niður um einn flokk til þess að berjast við Dos Anjos,“ segir Gunnar en Dos Anjos er í léttvigt. Conor er meistarinn í fjaðurvigt og Gunnar hefur ekki trú á að vinur sinn verði þar til lengdar.Gunnar Nelson og Conor McGregor.Visir/GettyÓlíklegt að ég mæti Conor „Hann vill það ekki og það er spurning hvernig þeir snúa sér í þessu. Ég veit að þessi niðurskurður er farinn að verða ansi mikill fyrir hann og hann gæti þurft að gera það einu sinni enn. Það fer líka eftir því hvernig honum gengur gegn Dos Anjos. Klári hann þann bardaga og fái beltið gæti hann gefið hitt frá sér og verið í millivigtinni. Sáttur með að hafa tekið fjaðurvigtarbeltið frá Aldo sem var lengi meistari.“ Þar sem Gunnar er að keppa í veltivigt núna, og hefur hótað að taka beltið þar líka, velta menn því eðlilega fyrir sér hvort það geti orðið af því að hann og Conor berjist. Gætu þeir vinirnir hugsað sér að berjast? „Ég efast um að sú staða komi upp. Auðvitað er allt hægt samt. Það yrði samt staða þar sem mér finnst allir tapa. Ég vil ekki tapa og vil ekki sjá hann tapa. Ég skil alveg að fólk myndi vilja sjá okkur berjast. Það væri klám fyrir einhverja. Ég trúi ekki að það verði nokkurn tíma af þeim bardaga.“
MMA Tengdar fréttir Gunnar ekki lengur á styrkleikalista UFC Gunnar Nelson er ekki lengur á meðal fimmtán efstu á styrkleikalista UFC í veltivigt. 1. mars 2016 16:45 Gunnar Nelson hélt risapartý á Vegamótum - Myndir Bardagakappinn Gunnar Nelson og Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, héldu risapartý á Vegamótum síðastliðin föstudag. 25. febrúar 2016 13:36 Gunnar: Tumenov virkar grjótharður "Það verður gaman að berjast aftur í Evrópu,“ segir Gunnar Nelson í samtali við Vísi en í morgun var tilkynnt að hann myndi keppa við Rússann Albert Tumenov í Hollandi þann 8. maí næstkomandi. 1. mars 2016 12:55 Geggjuð stuttmynd um Conor McGregor Sports Illustrated fjallar mikið um Conor McGregor þessa dagana og hefur nú birt frábæra stuttmynd um Írann. 29. febrúar 2016 11:15 Sjáðu síðasta bardaga hjá næsta andstæðingi Gunnars Eins og Vísir greindi frá í morgun þá mun Gunnar Nelson mæta Rússanum Albert Tumenov í UFC-bardaga þann 8. maí næstkomandi. 1. mars 2016 10:54 Gunnar mætir rússneskum rotara í Rotterdam Vísir getur staðfest að næsti bardagi Gunnars Nelson fer fram í Rotterdam í Hollandi þann 8. maí næstkomandi. 1. mars 2016 08:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Sjá meira
Gunnar ekki lengur á styrkleikalista UFC Gunnar Nelson er ekki lengur á meðal fimmtán efstu á styrkleikalista UFC í veltivigt. 1. mars 2016 16:45
Gunnar Nelson hélt risapartý á Vegamótum - Myndir Bardagakappinn Gunnar Nelson og Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, héldu risapartý á Vegamótum síðastliðin föstudag. 25. febrúar 2016 13:36
Gunnar: Tumenov virkar grjótharður "Það verður gaman að berjast aftur í Evrópu,“ segir Gunnar Nelson í samtali við Vísi en í morgun var tilkynnt að hann myndi keppa við Rússann Albert Tumenov í Hollandi þann 8. maí næstkomandi. 1. mars 2016 12:55
Geggjuð stuttmynd um Conor McGregor Sports Illustrated fjallar mikið um Conor McGregor þessa dagana og hefur nú birt frábæra stuttmynd um Írann. 29. febrúar 2016 11:15
Sjáðu síðasta bardaga hjá næsta andstæðingi Gunnars Eins og Vísir greindi frá í morgun þá mun Gunnar Nelson mæta Rússanum Albert Tumenov í UFC-bardaga þann 8. maí næstkomandi. 1. mars 2016 10:54
Gunnar mætir rússneskum rotara í Rotterdam Vísir getur staðfest að næsti bardagi Gunnars Nelson fer fram í Rotterdam í Hollandi þann 8. maí næstkomandi. 1. mars 2016 08:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti