Formaður VR segir laun forstjóra í Kauphöllinni of há Sæunn Gísladóttir skrifar 3. mars 2016 12:30 Ólafía B. Rafnsdóttir er formaður VR. Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni voru 4,9 milljónir á mánuði á síðasta ári og hækkuðu um 13,3 prósent milli ára. Meðalárshækkun launavísitölu Hagstofu Íslands var hins vegar nær helmingi lægri, eða 7,2 prósent árið 2015. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR telur launin of há og hækkunina ekki í takt við aðrar launahækkanir í landinu. Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni hækkuðu um 13,3 prósent í fyrra. Laun Finns Oddssonar, forstjóra Nýherja, hækkuðu mest eða um 46 prósent og námu 3,3 milljónum á mánuði. Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, hækkaði einnig verulega eða um 18,5 prósent og námu mánaðarlaun hans 3,5 milljónum. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að launin hafi ekki hækkað í takt við aðrar launahækkanir. „Það sem vekur athygli manns, þegar maður lítur yfir þessi forstjóralaun, þá eru þetta mjög há laun. Við erum að tala um að þessi laun séu að meðaltali fimm milljónir á mánuði. Það vekur líka athygli ef maður skoðar þetta út frá þeim hækkunum sem hafa orðið milli ára að hækkanir séu komnar á annan tug í prósentum. Þá staldrar maður aðeins við og þá þarf maður aðeins að hugsa til baka. Það er ekki svo langt síðan hér var hrun," segir Ólafía. Hæstu laun forstjóranna fær Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, eða 19,2 milljónir króna á mánuði. Þar á eftir kemur Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, með 6,6 milljónir í laun á mánuði. Ólafía telur að launin séu ef til vill of há og bendir einnig á að einungis ein kona er forstjóri fyrirtækis í Kauphöllinni. „Fimm milljónir eru heils árs laun fyrir suma einstaklinga sem eru hér félagsmenn hjá okkur. Já mér finnst þessi laun vera orðin gríðarlega há. Svo er annað sem vekur athygli mína þegar maður skoðar þennan lista að það er bara ein kona á honum, hitt eru karlmenn," segir Ólafía B. Rafnsdóttir. Tengdar fréttir Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Sjá meira
Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni voru 4,9 milljónir á mánuði á síðasta ári og hækkuðu um 13,3 prósent milli ára. Meðalárshækkun launavísitölu Hagstofu Íslands var hins vegar nær helmingi lægri, eða 7,2 prósent árið 2015. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR telur launin of há og hækkunina ekki í takt við aðrar launahækkanir í landinu. Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni hækkuðu um 13,3 prósent í fyrra. Laun Finns Oddssonar, forstjóra Nýherja, hækkuðu mest eða um 46 prósent og námu 3,3 milljónum á mánuði. Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, hækkaði einnig verulega eða um 18,5 prósent og námu mánaðarlaun hans 3,5 milljónum. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að launin hafi ekki hækkað í takt við aðrar launahækkanir. „Það sem vekur athygli manns, þegar maður lítur yfir þessi forstjóralaun, þá eru þetta mjög há laun. Við erum að tala um að þessi laun séu að meðaltali fimm milljónir á mánuði. Það vekur líka athygli ef maður skoðar þetta út frá þeim hækkunum sem hafa orðið milli ára að hækkanir séu komnar á annan tug í prósentum. Þá staldrar maður aðeins við og þá þarf maður aðeins að hugsa til baka. Það er ekki svo langt síðan hér var hrun," segir Ólafía. Hæstu laun forstjóranna fær Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, eða 19,2 milljónir króna á mánuði. Þar á eftir kemur Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, með 6,6 milljónir í laun á mánuði. Ólafía telur að launin séu ef til vill of há og bendir einnig á að einungis ein kona er forstjóri fyrirtækis í Kauphöllinni. „Fimm milljónir eru heils árs laun fyrir suma einstaklinga sem eru hér félagsmenn hjá okkur. Já mér finnst þessi laun vera orðin gríðarlega há. Svo er annað sem vekur athygli mína þegar maður skoðar þennan lista að það er bara ein kona á honum, hitt eru karlmenn," segir Ólafía B. Rafnsdóttir.
Tengdar fréttir Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Sjá meira
Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00