Uppsögn Söru Lindar ekki ólögmæt en dómur klofinn í eineltismáli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2016 15:32 Hjónin Sara Lind og Stefán Einar störfuðu bæði hjá VR. Vísir Hæstiréttur hefur staðfest dóm úr héraði þar sem stéttarfélagið VR var sýknað af kröfum Söru Lindar Guðbergsdóttur, fyrrverandi starfsmanns VR. Sara Lind fór fram á tvær milljónir króna í skaðbætur frá félaginu vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar og eineltis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir í starfi hjá VR. Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti klukkan 15 í dag. Björn L. Bergsson, lögmaður VR í málinu, segir dóminn hafa verið á einu máli um að uppsögnin hafi ekki verið ólögmæt. Hins vegar hafi dómurinn klofnað í afstöðu sinni til kröfunnar vegna eineltis. Þannig hafi tveir dómarar af þremur talið að hægt væri að gera athugasemdir og aðfinnslur við framkomu Ólafíu B. Rafnsdóttur, formanns VR, gagnvart Söru. Framkoman hafi hins vegar ekki verið af þeim grófleika sem valdi skuli bótum. Þriðji dómarinn taldi hins vegar að þar sem um stéttarfélag væri að ræða þyrfti að gera ríkari kröfur í málum á borð við þessu. Því væru bætur réttlætanlegar.Sagt upp níu vikum eftir innkomu Ólafíu Sara Lind var ráðin í yfirmannsstöðu hjá VR í apríl árið 2012 þegar Stefán Einar Stefánsson, núverandi eiginmaður, gegndi formennsku. Í umfjöllun DV í árslok 2012 kom fram að Sara Lind hefði verið ráðin í starfið þótt hún hefði ekki verið metin hæfust í umsóknarferlinu. Stefán Einar sagði við sama tækifæri að samband þeirra hefði ekki hafist fyrr en eftir að Sara Lind tók til starfa.Ólafía B. Rafnsdóttir er formaður VR.Söru Lind var sagt upp í júní rúmu ári síðar og var vísað til skipulagsbreytinga. Níu vikum fyrr hafði Ólafía B. Rafnsdóttir tekið til starfa sem formaður VR. Tók hún við starfinu af Stefáni Einari.Sjá einnig: Segist hafa verið niðurlægð og augljóst að Ólafíu var illa við sig Við aðalmeðferð málsins lýsti Sara Lind samskiptum sínum við Ólafíu þar sem hún sakaði hana um að hafa endurtekið hunsað fundarbeiðnir sínar og teki undirmann Söru Lindar með sér á fundi þar sem kjaramál voru til umræðu. Hún sagðist hafa upplifað þessa framkomu sem lítilsvirðingu.Vildi ræða við fólk með yfirburðaþekkingu Ólafía lýsti því fyrir dómi að hún hefði leitað til þeirra sem höfðu yfirburðaþekkingu á málefnum VR þegar hún tók til starfa sem formaður félagsins árið 2013. Ástæðan fyrir því að hún leitaði til undirmanns Söru Lindar var sú að sá hafði 25 ára reynslu af kjaramálum. „Mér fannst það bara eðlilegt og við hæfi að afla mér upplýsinga hjá þeim sem hafði yfirburðaþekkingu,“ sagði Ólafía fyrir dómi. Dómurinn verður birtur á vef Hæstaréttar klukkan 16:30. Tengdar fréttir Fyrrverandi formaður VR: „Gyltan var mikill gleðigjafi í lífi okkar“ „Ég hef ekki búið með svíni áður en það venst furðulega vel,“ segir Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi formaður VR. 23. september 2013 11:45 VR sýknað af kröfum Söru Lindar Hafði sakað félagið um ólögmæta uppsögn og sakað formanninn um einelti. 6. maí 2015 10:52 Segist hafa verið niðurlægð og augljóst að Ólafíu var illa við sig Sara Lind Guðbergsdóttir vill tvær milljónir í bætur vegna þess sem hún telur hafa verið ólögmæta uppsögn hjá VR. 10. apríl 2015 10:45 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm úr héraði þar sem stéttarfélagið VR var sýknað af kröfum Söru Lindar Guðbergsdóttur, fyrrverandi starfsmanns VR. Sara Lind fór fram á tvær milljónir króna í skaðbætur frá félaginu vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar og eineltis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir í starfi hjá VR. Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti klukkan 15 í dag. Björn L. Bergsson, lögmaður VR í málinu, segir dóminn hafa verið á einu máli um að uppsögnin hafi ekki verið ólögmæt. Hins vegar hafi dómurinn klofnað í afstöðu sinni til kröfunnar vegna eineltis. Þannig hafi tveir dómarar af þremur talið að hægt væri að gera athugasemdir og aðfinnslur við framkomu Ólafíu B. Rafnsdóttur, formanns VR, gagnvart Söru. Framkoman hafi hins vegar ekki verið af þeim grófleika sem valdi skuli bótum. Þriðji dómarinn taldi hins vegar að þar sem um stéttarfélag væri að ræða þyrfti að gera ríkari kröfur í málum á borð við þessu. Því væru bætur réttlætanlegar.Sagt upp níu vikum eftir innkomu Ólafíu Sara Lind var ráðin í yfirmannsstöðu hjá VR í apríl árið 2012 þegar Stefán Einar Stefánsson, núverandi eiginmaður, gegndi formennsku. Í umfjöllun DV í árslok 2012 kom fram að Sara Lind hefði verið ráðin í starfið þótt hún hefði ekki verið metin hæfust í umsóknarferlinu. Stefán Einar sagði við sama tækifæri að samband þeirra hefði ekki hafist fyrr en eftir að Sara Lind tók til starfa.Ólafía B. Rafnsdóttir er formaður VR.Söru Lind var sagt upp í júní rúmu ári síðar og var vísað til skipulagsbreytinga. Níu vikum fyrr hafði Ólafía B. Rafnsdóttir tekið til starfa sem formaður VR. Tók hún við starfinu af Stefáni Einari.Sjá einnig: Segist hafa verið niðurlægð og augljóst að Ólafíu var illa við sig Við aðalmeðferð málsins lýsti Sara Lind samskiptum sínum við Ólafíu þar sem hún sakaði hana um að hafa endurtekið hunsað fundarbeiðnir sínar og teki undirmann Söru Lindar með sér á fundi þar sem kjaramál voru til umræðu. Hún sagðist hafa upplifað þessa framkomu sem lítilsvirðingu.Vildi ræða við fólk með yfirburðaþekkingu Ólafía lýsti því fyrir dómi að hún hefði leitað til þeirra sem höfðu yfirburðaþekkingu á málefnum VR þegar hún tók til starfa sem formaður félagsins árið 2013. Ástæðan fyrir því að hún leitaði til undirmanns Söru Lindar var sú að sá hafði 25 ára reynslu af kjaramálum. „Mér fannst það bara eðlilegt og við hæfi að afla mér upplýsinga hjá þeim sem hafði yfirburðaþekkingu,“ sagði Ólafía fyrir dómi. Dómurinn verður birtur á vef Hæstaréttar klukkan 16:30.
Tengdar fréttir Fyrrverandi formaður VR: „Gyltan var mikill gleðigjafi í lífi okkar“ „Ég hef ekki búið með svíni áður en það venst furðulega vel,“ segir Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi formaður VR. 23. september 2013 11:45 VR sýknað af kröfum Söru Lindar Hafði sakað félagið um ólögmæta uppsögn og sakað formanninn um einelti. 6. maí 2015 10:52 Segist hafa verið niðurlægð og augljóst að Ólafíu var illa við sig Sara Lind Guðbergsdóttir vill tvær milljónir í bætur vegna þess sem hún telur hafa verið ólögmæta uppsögn hjá VR. 10. apríl 2015 10:45 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Fyrrverandi formaður VR: „Gyltan var mikill gleðigjafi í lífi okkar“ „Ég hef ekki búið með svíni áður en það venst furðulega vel,“ segir Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi formaður VR. 23. september 2013 11:45
VR sýknað af kröfum Söru Lindar Hafði sakað félagið um ólögmæta uppsögn og sakað formanninn um einelti. 6. maí 2015 10:52
Segist hafa verið niðurlægð og augljóst að Ólafíu var illa við sig Sara Lind Guðbergsdóttir vill tvær milljónir í bætur vegna þess sem hún telur hafa verið ólögmæta uppsögn hjá VR. 10. apríl 2015 10:45