Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Snæfell 108-74 | ÍR tryggði veru sína með flugeldasýningu Anton Ingi Leifsson í Hertz-hellinum skrifar 3. mars 2016 21:30 ÍR verður áfram í deild þeirra bestu á næstu leiktíð, en þeir tryggðu sér áframhaldandi veru í Dominos-deildinni með stórsigri á Snæfell í kvöld, en lokatölur urðu 34 stiga sigur heimamanna, 108-74. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en í síðari hálfleik var þetta leikur kattarins að músinni. ÍR var miklu, miklu betri aðilinn og hefði maður ekki vitað stöðu liðanna í deildinni hefðu maður jafnvel haldið að þarna væru botnliðið og neðsta liðið að spila á móti hvort öðru. ÍR byrjaði aðeins betur, en gestirnir frá Stykkishólmi voru aldrei langt undan. Vilhjálmur Theodór Jónsson var í banastuði, þá sérstaklega í upphafi leiks, en hann skoraði níu af fyrstu ellefu stigum heimamanna. Varnarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska, en ÍR náði góðum kafla undir lok leiks og náðu þá sex stiga forskoti. Gestirnir náðu aðeins að minnka það fyrir lok fyrsta leikhluta og ÍR tveimur stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 25-23. Annar leikhluti var svipaður og sá fyrri. ÍR var að taka auðveld sóknarfráköst undir körfunni sem Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var allt annað en ánægður með, en á tímapunkti rigndi þristunum og þar á meðal í þremur sóknum í röð þar sem þristunum rigndi eins og eldi og brennisteini. Liðin skiptust algjörlega á að hafa forystuna, en góður kafli undir lok annars leikhluta gerði það að verkum að heimamenn leiddu með átta stigum, 54-46, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Lítill sem enginn varnarleikur var í kortunum í fyrri hálfleik, en ÍR hafði hitt úr níu þristum í fyrri hálfleik. Allir héldu að síðari hálfleikurinn yrði jafn og spennandi, en það varð svo ekki raunin. Snæfell var að spila ótrúlega illa í þriðja leikhluta. Liðið kastaði boltanum frá sér hvað eftir annað og sóknarleikur liðsins var hálfgerður brandari. Ekki sjón að sjá gestina sem voru andlausir og rúmlega það. Baráttan í ÍR-liðinu var til mikillar fyrirmyndar og þeir voru tilbúnir að henda sér á hvern einasta bolta. Þeir breyttu stöðunni úr 54-46 í 67-46 um miðjan leikhlutann og staðan eftir leikhlutann 75-60. Í fjórða leikhluta var þetta algjörlega leikur kattarins að músinni. Gestirnir léku hörmulegan sóknarleik, vægast sagt, og tapaðir boltar voru líklega í tuga- ef ekki hundraðatali. ÍR skemmti áhorfendum, negldi niður þristum, Björgvin sá um að troða tvisvar og heimamenn gjörsamlega gengu yfir gestina með skemmtilegum körfubolta. Lokatölur, 108-74, og ÍR því áfram í efstu deild á næstu leiktíð. Leikurinn í kvöld var furðulegur. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn þrátt fyrir að gæðin hafi ekki verið mikið, en í síðari hálfleik fór nákvæmlega allt úrskeiðis hjá Snæfell og á tímapunkti leit út fyrir að menn væru að spila sína fyrstu körfuboltaleiki svo lítil voru gæðin. Það verður þó ekkert tekið af ÍR sem spilaði flottan varnarleik, lét bltann ganga vel í sókninni og uppskar eftir því. Björgvin Hafþór var frábær í lði ÍR, en margar lögðu hönd á plóg hjá heimamönnum. Björgvin skoraði 25 stig auk þess að taka sjö fráköst, Sveinbjörn Claessen skoraði 21 stig og Vilhjálmur Theodór 20. Einnig voru ungir piltar á borð við Hákon Örn Hjálmarsson að spila glimrandi vel og frábær liðssigur hjá ÍR staðreynd. Hjá gestunum voru gæðin lítil í kvöld. Sherrod Wright skoraði nítján stig, en Sigurður Þorvaldsson skoraði átján stig. Stefán Karel bætti við tólf stigum auk þess að taka sextán fráköst. Eftir sigurinn er ljóst að ÍR spilar áfram í deild þeirra bestu á næstu leiktíð og er það mikið fagnaðarefni fyrir eins stórt félag og ÍR er að liðið verði áfram í efstu deild á næstu leikíð. Snæfell heldur hins vegar enn í áttunda sætið, síðasta sætið í úrslitakeppni, eftir að Grindavík tapaði fyrir Haukum í kvöld. Tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni, en Snæfell á eftir að mæta Stjörnunni og Þór Þorlákshöfn.Bein lýsing: ÍR - SnæfellBorce Ilievski, þjálfari ÍR.Vísir/AntonBorce: Strákarnir spiluðu fyrir klúbbinn „Ég er loksins mjög ánægður. Klúbburinn er hólpinn og strákarnir mínir sýndu frábæra takta hér í kvöld. Þeir vissu alveg hvað var undir,” sagði Borce Ilievski, þjálfari ÍR, í samtali við Vísi í leikslok. „Ég er mjög ánægður með mína stráka hér í kvöld. Við bjuggum okkur undir erfiðan leik. Þetta eru ótrúleg úrslit. Snæfell er með tvo öfluga Kana og Sigurður sem er mjög reynslumikill leikmaður. Ég hafði áhyggjur af þessum leik.” „Við höfum misst marga leikmenn á þessu tímabili og þetta er algjörlega nýtt lið. Sveinbjörn og Kristján Pétur, Björgvin og allir þessir leikmenn sem og ungu leikmennirnir af bekknum sýndu frábæran karakter og brugðust vel við. Þeir spiluðu fyrir klúbbinn og sjálfan sig.” Borce er ánægður með að fara inn í síðustu tvo leikana án þess að þurfa stressa sig yfir því að ÍR gæti fallið niður um deild, en með sigrinum í kvöld hélt liðið sér uppi. „Nákvæmlega! Ekki meira stress því eins og ég sagði áður þá erum við sloppnir við fall. Við munum samt halda áfram og spila eins og alvöru lið til enda með öllum okkar tólf leikmönnum.” „Ég spilaði með öllum bekknum hér í kvöld og þetta er stór sigur fyrir okkur. Þeir munu fá enn meiri reynslu úr næstu tveimur leikjum og við munum reyna gera okkar besta í næstu tveimur leikjum.” „Við erum eina liðið í deildinni sem er ekki með Kana. Sum lið eru með einn eða tvo og við erum ekki með neinn. Ég sagði við mína menn að taka þessu sem forskoti og við munum gefa allt okkar í hvern einasta leik,” sagði Borce Ilievski virkilega glaður í leikslok.Ingi Þór Steinþórsson.Vísir/AntonIngi Þór: Bið Hattarmenn afsökunar á frammistöðu okkar í kvöld „Ég er mjög vonsvikinn með frammistöðu okkar. Við dribbluðum loftið algjörlega úr boltanum og náðum ekki að hreyfa boltann neitt,” sagði hundfúll Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, í samtali við Vísi í leikslok. „Varnarleikur ÍR fær þó hrós. Þeir voru agressívir og spiluðu virkilega vel hérna í kvöld. Þeir náðu að skapa sér öll móment hér í dag,” en í fyrri hálfleik hélt Snæfell í við ÍR. Í síðari hálfleik varð það ekki raunin og leikur Snæfells í raun skelfilegur. „Mér fannst vörnin skelfileg í fyrri hálfleik, algjörlega út á þekju. Menn voru að skipta og ekki skipta og þeir þurftu ekki nema eitt “screen” og þeir voru galopnir. 54 stig á sig í fyrri hálfleik á móti Kanalausu liði er ekki ásættanleg frammistaða. Mér fannst við lélegir allan leikinn.” „Mér fannst góð stemning í hópnum og menn vissu mikilvægi leiksins. Við erum að berjast fyrir því að komast í úrslitakeppni og miðað við frammistöðuna í dag í raun og veru við vera segja við sjálfa okkur að okkur langi ekki nægilega mikið að fara þangað.” „Ég vil sjá meiri vilja. Ég er mjög vonsvikinn. Það er spilað mjög fast á okkur og ÍR-ingarnir gera það. Við leyfðum þeim að komast upp með það. Öll móment sem hugsanlega voru til - þau fóru öll í áttina til ÍR og það var vegna þess að þeir unnu fyrir því og þeir höfðu mómentið í loftinu með sér.” Snæfell er áfram í áttunda sætinu vegna tap Grindavíks í kvöld, en Ingi segir að þeir geti ekki endalaust treyst á það að Grindavík tapi sínum leikjum. „Við getum ekki treyst á það að Grindavík sé að tapa öllum leikjunum. Við þurfum að gera þetta sjálfir og við eigum heimaleik gegn Stjörnunni næst. Við þurfum að gera betur en í kvöld,” sagði Ingi og bætti við að lokum: „Við ætluðum að hjálpa félögum okkur að héraði með að halda sæti sínu í deildinni, en ég biðst afsökunar á frammistöðu okkar hér í kvöld.”Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR.Vísir/VilhelmSveinbjörn: Þetta er orðið verulega þreytt „Ég er ótrúlega ánægður,” sagði Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR, í leikslok við Vísi, en Sveinbjörn er ÍR-ingur í húð og hár svo þungu fargi af honum er létt að liðið haldi sér sæti í deildinni. „Mér fannst frammistaðan geggjuð. Ég er að reyna finna eitthvað lýsingarorð, en þetta var bara geggjað, en Borce sagði í hálfleik margt gott og stappaði í okkur stálinu. Hann sagði okkur bara að klára þetta á rússneskri-ensku og við kláruðum þetta með stæl.” „Fyrir viku þá varð slys, alveg svakalegt á Egilsstöðum þar sem var rúllað yfir okkur. Sá leikur sat í okkur og við getum ekki kennt neinum öðrum en sjálfum okkur um það og við ætluðum ekki að láta það endurtaka sig. Ekki það að ég taki neitt af Hattarmönnum sem rúlluðu okkur upp.” „Við stóðum okkur vel í dag og gerðum miklu betur. Ég set massa af hrósi á þjálfarana sem undirbjuggu okkur fyrir þetta og við náðum svo að klára þetta,” en Sveinbjörn er eðlilega virkilega ánægður með að ÍR verði áfram í efstu deild. „Að vera í fallhættu er glatað. Síðustu tveir leikirnir eru gegn tveimur bestu liðum landsins samkvæmt töflunni og við förum í þá leiki til að vinna eins og alla aðra leiki. Við erum auðvitað farnir að hugsa til næsta tímabils, við fáum ekkert út úr þessu tímabili. Þessir peyjar sem munu spila stóra rullu á næsta ári þurfa að standa sig sem og við allir, auðvitað.” Þetta er fimmta árið í röð sem ÍR endar í níunda eða tíunda sæti og tók Sveinbjörn undir orð blaðamanns að þetta væri orðið verulega þreytt að enda alltaf a´þessum stað og fara ekki í úrslitakeppni. „Þetta er orðið verulega þreytt. Þetta er ömurlegt. Þetta er glatað til þess að vera alveg heiðarlegur. Þetta tímabil er alveg ótrúlegt sem bráðum er að baki og það er hvert áfallið á fætur öðru, án þess að ég ætla að afsaka okkur eitthvað.” „Þetta er búið að vera rosalega erfitt fyrir utanaðkomandi faktora. Þetta er ekki afsökun, en þetta var ekki það sem var lagt upp með í upphafi tímabils. Síðan endar þetta svona og það er enginn alvöru íþróttamaður sem sættir sig við tíunda sæti. Við ætlum að gera betur.” „Við erum að sjá þessa peyja í þessu liði og ég ætla ekkert að fara nefna þá alla, en til dæmis eins og Hákon, strákurinn númer eitt, sem Kristinn Gunnarsson (einn spekinga Körfuboltakvöldar) vissi ekki hver var fyrir þremur vikum síðan.” „Þessir ungu strákar eru að fara blómstra á næstu leiktíð og þessir leikir eru gífurlega mikilvægir fyrir þá til dæmis og þess þá heldur að leggja mikið í þessa leiki og bæta í þá að fullri alvöru,” sagði Sveinbjörn ákveðinn í leikslok.Tweets by @VisirKarfa2 Jóhann Kristófer Sævarsson sækir að körfu ÍR-inga í kvöld.Vísir/Stefán Dominos-deild karla Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Leik lokið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Körfubolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Leik lokið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Sjá meira
ÍR verður áfram í deild þeirra bestu á næstu leiktíð, en þeir tryggðu sér áframhaldandi veru í Dominos-deildinni með stórsigri á Snæfell í kvöld, en lokatölur urðu 34 stiga sigur heimamanna, 108-74. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en í síðari hálfleik var þetta leikur kattarins að músinni. ÍR var miklu, miklu betri aðilinn og hefði maður ekki vitað stöðu liðanna í deildinni hefðu maður jafnvel haldið að þarna væru botnliðið og neðsta liðið að spila á móti hvort öðru. ÍR byrjaði aðeins betur, en gestirnir frá Stykkishólmi voru aldrei langt undan. Vilhjálmur Theodór Jónsson var í banastuði, þá sérstaklega í upphafi leiks, en hann skoraði níu af fyrstu ellefu stigum heimamanna. Varnarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska, en ÍR náði góðum kafla undir lok leiks og náðu þá sex stiga forskoti. Gestirnir náðu aðeins að minnka það fyrir lok fyrsta leikhluta og ÍR tveimur stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 25-23. Annar leikhluti var svipaður og sá fyrri. ÍR var að taka auðveld sóknarfráköst undir körfunni sem Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var allt annað en ánægður með, en á tímapunkti rigndi þristunum og þar á meðal í þremur sóknum í röð þar sem þristunum rigndi eins og eldi og brennisteini. Liðin skiptust algjörlega á að hafa forystuna, en góður kafli undir lok annars leikhluta gerði það að verkum að heimamenn leiddu með átta stigum, 54-46, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Lítill sem enginn varnarleikur var í kortunum í fyrri hálfleik, en ÍR hafði hitt úr níu þristum í fyrri hálfleik. Allir héldu að síðari hálfleikurinn yrði jafn og spennandi, en það varð svo ekki raunin. Snæfell var að spila ótrúlega illa í þriðja leikhluta. Liðið kastaði boltanum frá sér hvað eftir annað og sóknarleikur liðsins var hálfgerður brandari. Ekki sjón að sjá gestina sem voru andlausir og rúmlega það. Baráttan í ÍR-liðinu var til mikillar fyrirmyndar og þeir voru tilbúnir að henda sér á hvern einasta bolta. Þeir breyttu stöðunni úr 54-46 í 67-46 um miðjan leikhlutann og staðan eftir leikhlutann 75-60. Í fjórða leikhluta var þetta algjörlega leikur kattarins að músinni. Gestirnir léku hörmulegan sóknarleik, vægast sagt, og tapaðir boltar voru líklega í tuga- ef ekki hundraðatali. ÍR skemmti áhorfendum, negldi niður þristum, Björgvin sá um að troða tvisvar og heimamenn gjörsamlega gengu yfir gestina með skemmtilegum körfubolta. Lokatölur, 108-74, og ÍR því áfram í efstu deild á næstu leiktíð. Leikurinn í kvöld var furðulegur. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn þrátt fyrir að gæðin hafi ekki verið mikið, en í síðari hálfleik fór nákvæmlega allt úrskeiðis hjá Snæfell og á tímapunkti leit út fyrir að menn væru að spila sína fyrstu körfuboltaleiki svo lítil voru gæðin. Það verður þó ekkert tekið af ÍR sem spilaði flottan varnarleik, lét bltann ganga vel í sókninni og uppskar eftir því. Björgvin Hafþór var frábær í lði ÍR, en margar lögðu hönd á plóg hjá heimamönnum. Björgvin skoraði 25 stig auk þess að taka sjö fráköst, Sveinbjörn Claessen skoraði 21 stig og Vilhjálmur Theodór 20. Einnig voru ungir piltar á borð við Hákon Örn Hjálmarsson að spila glimrandi vel og frábær liðssigur hjá ÍR staðreynd. Hjá gestunum voru gæðin lítil í kvöld. Sherrod Wright skoraði nítján stig, en Sigurður Þorvaldsson skoraði átján stig. Stefán Karel bætti við tólf stigum auk þess að taka sextán fráköst. Eftir sigurinn er ljóst að ÍR spilar áfram í deild þeirra bestu á næstu leiktíð og er það mikið fagnaðarefni fyrir eins stórt félag og ÍR er að liðið verði áfram í efstu deild á næstu leikíð. Snæfell heldur hins vegar enn í áttunda sætið, síðasta sætið í úrslitakeppni, eftir að Grindavík tapaði fyrir Haukum í kvöld. Tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni, en Snæfell á eftir að mæta Stjörnunni og Þór Þorlákshöfn.Bein lýsing: ÍR - SnæfellBorce Ilievski, þjálfari ÍR.Vísir/AntonBorce: Strákarnir spiluðu fyrir klúbbinn „Ég er loksins mjög ánægður. Klúbburinn er hólpinn og strákarnir mínir sýndu frábæra takta hér í kvöld. Þeir vissu alveg hvað var undir,” sagði Borce Ilievski, þjálfari ÍR, í samtali við Vísi í leikslok. „Ég er mjög ánægður með mína stráka hér í kvöld. Við bjuggum okkur undir erfiðan leik. Þetta eru ótrúleg úrslit. Snæfell er með tvo öfluga Kana og Sigurður sem er mjög reynslumikill leikmaður. Ég hafði áhyggjur af þessum leik.” „Við höfum misst marga leikmenn á þessu tímabili og þetta er algjörlega nýtt lið. Sveinbjörn og Kristján Pétur, Björgvin og allir þessir leikmenn sem og ungu leikmennirnir af bekknum sýndu frábæran karakter og brugðust vel við. Þeir spiluðu fyrir klúbbinn og sjálfan sig.” Borce er ánægður með að fara inn í síðustu tvo leikana án þess að þurfa stressa sig yfir því að ÍR gæti fallið niður um deild, en með sigrinum í kvöld hélt liðið sér uppi. „Nákvæmlega! Ekki meira stress því eins og ég sagði áður þá erum við sloppnir við fall. Við munum samt halda áfram og spila eins og alvöru lið til enda með öllum okkar tólf leikmönnum.” „Ég spilaði með öllum bekknum hér í kvöld og þetta er stór sigur fyrir okkur. Þeir munu fá enn meiri reynslu úr næstu tveimur leikjum og við munum reyna gera okkar besta í næstu tveimur leikjum.” „Við erum eina liðið í deildinni sem er ekki með Kana. Sum lið eru með einn eða tvo og við erum ekki með neinn. Ég sagði við mína menn að taka þessu sem forskoti og við munum gefa allt okkar í hvern einasta leik,” sagði Borce Ilievski virkilega glaður í leikslok.Ingi Þór Steinþórsson.Vísir/AntonIngi Þór: Bið Hattarmenn afsökunar á frammistöðu okkar í kvöld „Ég er mjög vonsvikinn með frammistöðu okkar. Við dribbluðum loftið algjörlega úr boltanum og náðum ekki að hreyfa boltann neitt,” sagði hundfúll Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, í samtali við Vísi í leikslok. „Varnarleikur ÍR fær þó hrós. Þeir voru agressívir og spiluðu virkilega vel hérna í kvöld. Þeir náðu að skapa sér öll móment hér í dag,” en í fyrri hálfleik hélt Snæfell í við ÍR. Í síðari hálfleik varð það ekki raunin og leikur Snæfells í raun skelfilegur. „Mér fannst vörnin skelfileg í fyrri hálfleik, algjörlega út á þekju. Menn voru að skipta og ekki skipta og þeir þurftu ekki nema eitt “screen” og þeir voru galopnir. 54 stig á sig í fyrri hálfleik á móti Kanalausu liði er ekki ásættanleg frammistaða. Mér fannst við lélegir allan leikinn.” „Mér fannst góð stemning í hópnum og menn vissu mikilvægi leiksins. Við erum að berjast fyrir því að komast í úrslitakeppni og miðað við frammistöðuna í dag í raun og veru við vera segja við sjálfa okkur að okkur langi ekki nægilega mikið að fara þangað.” „Ég vil sjá meiri vilja. Ég er mjög vonsvikinn. Það er spilað mjög fast á okkur og ÍR-ingarnir gera það. Við leyfðum þeim að komast upp með það. Öll móment sem hugsanlega voru til - þau fóru öll í áttina til ÍR og það var vegna þess að þeir unnu fyrir því og þeir höfðu mómentið í loftinu með sér.” Snæfell er áfram í áttunda sætinu vegna tap Grindavíks í kvöld, en Ingi segir að þeir geti ekki endalaust treyst á það að Grindavík tapi sínum leikjum. „Við getum ekki treyst á það að Grindavík sé að tapa öllum leikjunum. Við þurfum að gera þetta sjálfir og við eigum heimaleik gegn Stjörnunni næst. Við þurfum að gera betur en í kvöld,” sagði Ingi og bætti við að lokum: „Við ætluðum að hjálpa félögum okkur að héraði með að halda sæti sínu í deildinni, en ég biðst afsökunar á frammistöðu okkar hér í kvöld.”Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR.Vísir/VilhelmSveinbjörn: Þetta er orðið verulega þreytt „Ég er ótrúlega ánægður,” sagði Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR, í leikslok við Vísi, en Sveinbjörn er ÍR-ingur í húð og hár svo þungu fargi af honum er létt að liðið haldi sér sæti í deildinni. „Mér fannst frammistaðan geggjuð. Ég er að reyna finna eitthvað lýsingarorð, en þetta var bara geggjað, en Borce sagði í hálfleik margt gott og stappaði í okkur stálinu. Hann sagði okkur bara að klára þetta á rússneskri-ensku og við kláruðum þetta með stæl.” „Fyrir viku þá varð slys, alveg svakalegt á Egilsstöðum þar sem var rúllað yfir okkur. Sá leikur sat í okkur og við getum ekki kennt neinum öðrum en sjálfum okkur um það og við ætluðum ekki að láta það endurtaka sig. Ekki það að ég taki neitt af Hattarmönnum sem rúlluðu okkur upp.” „Við stóðum okkur vel í dag og gerðum miklu betur. Ég set massa af hrósi á þjálfarana sem undirbjuggu okkur fyrir þetta og við náðum svo að klára þetta,” en Sveinbjörn er eðlilega virkilega ánægður með að ÍR verði áfram í efstu deild. „Að vera í fallhættu er glatað. Síðustu tveir leikirnir eru gegn tveimur bestu liðum landsins samkvæmt töflunni og við förum í þá leiki til að vinna eins og alla aðra leiki. Við erum auðvitað farnir að hugsa til næsta tímabils, við fáum ekkert út úr þessu tímabili. Þessir peyjar sem munu spila stóra rullu á næsta ári þurfa að standa sig sem og við allir, auðvitað.” Þetta er fimmta árið í röð sem ÍR endar í níunda eða tíunda sæti og tók Sveinbjörn undir orð blaðamanns að þetta væri orðið verulega þreytt að enda alltaf a´þessum stað og fara ekki í úrslitakeppni. „Þetta er orðið verulega þreytt. Þetta er ömurlegt. Þetta er glatað til þess að vera alveg heiðarlegur. Þetta tímabil er alveg ótrúlegt sem bráðum er að baki og það er hvert áfallið á fætur öðru, án þess að ég ætla að afsaka okkur eitthvað.” „Þetta er búið að vera rosalega erfitt fyrir utanaðkomandi faktora. Þetta er ekki afsökun, en þetta var ekki það sem var lagt upp með í upphafi tímabils. Síðan endar þetta svona og það er enginn alvöru íþróttamaður sem sættir sig við tíunda sæti. Við ætlum að gera betur.” „Við erum að sjá þessa peyja í þessu liði og ég ætla ekkert að fara nefna þá alla, en til dæmis eins og Hákon, strákurinn númer eitt, sem Kristinn Gunnarsson (einn spekinga Körfuboltakvöldar) vissi ekki hver var fyrir þremur vikum síðan.” „Þessir ungu strákar eru að fara blómstra á næstu leiktíð og þessir leikir eru gífurlega mikilvægir fyrir þá til dæmis og þess þá heldur að leggja mikið í þessa leiki og bæta í þá að fullri alvöru,” sagði Sveinbjörn ákveðinn í leikslok.Tweets by @VisirKarfa2 Jóhann Kristófer Sævarsson sækir að körfu ÍR-inga í kvöld.Vísir/Stefán
Dominos-deild karla Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Leik lokið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Körfubolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Leik lokið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum