Að herma eða ekki herma eftir Atli Sigurjónsson skrifar 3. mars 2016 11:00 Snorri Engilbertsson fer með hlutverk Húberts í myndinni. Kvikmyndir Fyrir framan annað fólk Leikstjórn: Óskar Jónasson Aðalleikarar: Snorri Engilbertsson, Hafdís Helga Helgadóttir, Hilmir Snær Guðnason, Pálmi Gestsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Þórir Sæmundsson Handrit: Óskar Jónasson, Kristján Þórður Hrafnsson Framleiðendur: Kristinn Þórðarson, Leifur B. Dagfinnsson, Helga M. Reykdal Myndataka: Bergsteinn Björgúlfsson Klipping: Valdís Óskarsdóttir og Sigurður Eyþórsson Tónlist: Atli Örvarsson Leikmynd: Sveinn Viðar Hjartarson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Fyrir framan annað fólk er fyrsta gamanmynd Óskars Jónassonar í fullri lengd í næstum tvo áratugi, eða síðan Perlur og svín kom út árið 1997. Hann hefur þó fengist við grín í sjónvarpi síðan þá en síðustu tvær bíómyndir hans voru af allt öðrum toga en þær fyrstu tvær. Hérna er hann þó á aðeins öðrum slóðum en í fyrstu tveimur myndum sínum og mætti e.t.v. lýsa Fyrir framan annað fólk sem örlítið Woody Allen-legri rómantískri gamanmynd. Hún segir frá hlédræga auglýsingateiknaranum Húberti sem tekst að heilla stúlku að nafni Hönnu með því að herma eftir yfirmanni sínum og forseta Íslands. Húbert byrjar að stunda þessir eftirhermur af fullum krafti en á endanum hættir hann að ráða við þetta og byrjar að herma eftir fólki ósjálfrátt. Þetta hefur áhrif á samband hans við Hönnu og Húbert þarf að gera eitthvað í málunum. Hugmyndin á bak við myndina er í senn einföld og óvenjuleg. Á vissan hátt er þetta ósköp venjuleg rómantísk gamanmynd, en með ákveðnu „twisti“ sem gefur henni áhugaverðan blæ. Myndir af einmitt þessu tagi hafa í raun lítið sést á Íslandi hingað til. Fyrir utan rómantíkina ganga svona myndir yfirleitt út á að skapa skemmtilegar en um leið vandræðalegar aðstæður, áhugaverða og litríka karaktera og heimspekilegar vangaveltur. Nóg er af því hér.Á vissan hátt er þetta ósköp venjuleg rómantísk gamanmynd, en með ákveðnu "twisti“ sem gefur henni áhugaverðan blæ.Í stuttu máli sagt er Fyrir framan annað fólk vel heppnuð. Hún er fyndin, vel leikin, fagmannlega gerð og umfram allt bráðskemmtileg. Það sem lætur hana virka fyrst og fremst eru líflegir og eftirminnilegir karakterar. Húbert er hlédrægur og vandræðalegur á yfirborðinu en þegar eftirhermurnar fara á kreik verður hann fyndinn og Snorra Engilberts tekst að gera Húbert mjög trúverðugan. Tveir leikarar skara þó mest fram úr, þeir Hilmir Snær Guðnason sem yfirmaður Húberts og Pálmi Gestsson sem faðir Hönnu. Hilmir Snær er eins og fæddur til að leika karakterinn sem er hálfgerður drullusokkur sem maður getur samt ekki annað en elskað. Ást hans á Ítalíu og ítalskri menningu er skemmtilegur eiginleiki í þessum karakter og Ítalía er hálfgert þema í myndinni allri þar sem ítölsk dægurlög koma mikið við sögu í henni. Pálmi Gestsson er litlu síðri en Hilmir og hefur í raun sjaldan verið skemmtilegri. Hann leikur týpu sem margir kannast við, óvirkan alkóhólista sem talar alltaf um sig í þriðju persónu og finnst Bubbi Morthens vera svalasti maður á Íslandi.Umfram allt er Fyrir framan annað fólk afskaplega fyndin en hún hefur þó líka nokkra dýpt sem gefur henni aukið gildi. Eftirhermuáráttu Húberts mætti líta á sem metafóru fyrir einhvers konar sjúkdóm, jafnvel einkenni af þunglyndi eða einhverfu. Í myndinni eru ekki tekin beint fyrir slík vandamál heldur eru þessir hlutir settir í skemmtilegan búning þannig að myndin fær mann til að hlæja en skilur um leið eftir sig þegar hún er búin. Þetta tengist líka pælingum um eðli sambanda sem myndin veltir beint og óbeint vöngum yfir, eins og t.d. hvar fólk setji mörkin þegar kemur að ástinni. Ef það er eitthvað sem má setja út á myndina þá er það kannski að þróunin í sögunni upphaflega er pínu klunnaleg, persónur segja hver annarri beint út að gera hluti sem hefði alveg mátt gera á sjónrænan máta. Einnig er vert að benda á að karlpersónurnar í myndinni virka yfir höfuð dýpri en kvenpersónurnar, karlarnir eru í það minnsta mun meira áberandi og fá meira að gera. Húbert hefur t.d. aðeins meiri persónuleika en Hanna og faðir Hönnu er mjög eftirminnilegur á meðan móðir hennar er í raun bara dæmigerð eldri kona. Atli SigurjónssonNiðurstaða: Bráðskemmtileg rómantísk gamanmynd sem tekur gamlar hugmyndir og setur þær í ferskan búning. Myndin er vel leikin, fagmannlega gerð en umfram allt mjög fyndin. Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Hafdís Helga leikur í sinni fyrstu stórmynd 16. febrúar 2016 12:15 Gifti sig tvisvar sinnum í sömu viku Leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir fer með eitt af aðalhlutverkunum í Fyrir framan annað fólk. Hún gifti sig tvisvar í sömu viku í sumar, einu sinni í alvörunni og einu sinni fyrir kvikmyndina. 20. febrúar 2016 09:00 Rómantísk gamanmynd frumsýnd í Háskólabíói Fyrir framan annað fólk er nýjasta mynd Óskars Jónassonar. 22. febrúar 2016 22:14 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Kvikmyndir Fyrir framan annað fólk Leikstjórn: Óskar Jónasson Aðalleikarar: Snorri Engilbertsson, Hafdís Helga Helgadóttir, Hilmir Snær Guðnason, Pálmi Gestsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Þórir Sæmundsson Handrit: Óskar Jónasson, Kristján Þórður Hrafnsson Framleiðendur: Kristinn Þórðarson, Leifur B. Dagfinnsson, Helga M. Reykdal Myndataka: Bergsteinn Björgúlfsson Klipping: Valdís Óskarsdóttir og Sigurður Eyþórsson Tónlist: Atli Örvarsson Leikmynd: Sveinn Viðar Hjartarson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Fyrir framan annað fólk er fyrsta gamanmynd Óskars Jónassonar í fullri lengd í næstum tvo áratugi, eða síðan Perlur og svín kom út árið 1997. Hann hefur þó fengist við grín í sjónvarpi síðan þá en síðustu tvær bíómyndir hans voru af allt öðrum toga en þær fyrstu tvær. Hérna er hann þó á aðeins öðrum slóðum en í fyrstu tveimur myndum sínum og mætti e.t.v. lýsa Fyrir framan annað fólk sem örlítið Woody Allen-legri rómantískri gamanmynd. Hún segir frá hlédræga auglýsingateiknaranum Húberti sem tekst að heilla stúlku að nafni Hönnu með því að herma eftir yfirmanni sínum og forseta Íslands. Húbert byrjar að stunda þessir eftirhermur af fullum krafti en á endanum hættir hann að ráða við þetta og byrjar að herma eftir fólki ósjálfrátt. Þetta hefur áhrif á samband hans við Hönnu og Húbert þarf að gera eitthvað í málunum. Hugmyndin á bak við myndina er í senn einföld og óvenjuleg. Á vissan hátt er þetta ósköp venjuleg rómantísk gamanmynd, en með ákveðnu „twisti“ sem gefur henni áhugaverðan blæ. Myndir af einmitt þessu tagi hafa í raun lítið sést á Íslandi hingað til. Fyrir utan rómantíkina ganga svona myndir yfirleitt út á að skapa skemmtilegar en um leið vandræðalegar aðstæður, áhugaverða og litríka karaktera og heimspekilegar vangaveltur. Nóg er af því hér.Á vissan hátt er þetta ósköp venjuleg rómantísk gamanmynd, en með ákveðnu "twisti“ sem gefur henni áhugaverðan blæ.Í stuttu máli sagt er Fyrir framan annað fólk vel heppnuð. Hún er fyndin, vel leikin, fagmannlega gerð og umfram allt bráðskemmtileg. Það sem lætur hana virka fyrst og fremst eru líflegir og eftirminnilegir karakterar. Húbert er hlédrægur og vandræðalegur á yfirborðinu en þegar eftirhermurnar fara á kreik verður hann fyndinn og Snorra Engilberts tekst að gera Húbert mjög trúverðugan. Tveir leikarar skara þó mest fram úr, þeir Hilmir Snær Guðnason sem yfirmaður Húberts og Pálmi Gestsson sem faðir Hönnu. Hilmir Snær er eins og fæddur til að leika karakterinn sem er hálfgerður drullusokkur sem maður getur samt ekki annað en elskað. Ást hans á Ítalíu og ítalskri menningu er skemmtilegur eiginleiki í þessum karakter og Ítalía er hálfgert þema í myndinni allri þar sem ítölsk dægurlög koma mikið við sögu í henni. Pálmi Gestsson er litlu síðri en Hilmir og hefur í raun sjaldan verið skemmtilegri. Hann leikur týpu sem margir kannast við, óvirkan alkóhólista sem talar alltaf um sig í þriðju persónu og finnst Bubbi Morthens vera svalasti maður á Íslandi.Umfram allt er Fyrir framan annað fólk afskaplega fyndin en hún hefur þó líka nokkra dýpt sem gefur henni aukið gildi. Eftirhermuáráttu Húberts mætti líta á sem metafóru fyrir einhvers konar sjúkdóm, jafnvel einkenni af þunglyndi eða einhverfu. Í myndinni eru ekki tekin beint fyrir slík vandamál heldur eru þessir hlutir settir í skemmtilegan búning þannig að myndin fær mann til að hlæja en skilur um leið eftir sig þegar hún er búin. Þetta tengist líka pælingum um eðli sambanda sem myndin veltir beint og óbeint vöngum yfir, eins og t.d. hvar fólk setji mörkin þegar kemur að ástinni. Ef það er eitthvað sem má setja út á myndina þá er það kannski að þróunin í sögunni upphaflega er pínu klunnaleg, persónur segja hver annarri beint út að gera hluti sem hefði alveg mátt gera á sjónrænan máta. Einnig er vert að benda á að karlpersónurnar í myndinni virka yfir höfuð dýpri en kvenpersónurnar, karlarnir eru í það minnsta mun meira áberandi og fá meira að gera. Húbert hefur t.d. aðeins meiri persónuleika en Hanna og faðir Hönnu er mjög eftirminnilegur á meðan móðir hennar er í raun bara dæmigerð eldri kona. Atli SigurjónssonNiðurstaða: Bráðskemmtileg rómantísk gamanmynd sem tekur gamlar hugmyndir og setur þær í ferskan búning. Myndin er vel leikin, fagmannlega gerð en umfram allt mjög fyndin.
Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Hafdís Helga leikur í sinni fyrstu stórmynd 16. febrúar 2016 12:15 Gifti sig tvisvar sinnum í sömu viku Leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir fer með eitt af aðalhlutverkunum í Fyrir framan annað fólk. Hún gifti sig tvisvar í sömu viku í sumar, einu sinni í alvörunni og einu sinni fyrir kvikmyndina. 20. febrúar 2016 09:00 Rómantísk gamanmynd frumsýnd í Háskólabíói Fyrir framan annað fólk er nýjasta mynd Óskars Jónassonar. 22. febrúar 2016 22:14 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Gifti sig tvisvar sinnum í sömu viku Leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir fer með eitt af aðalhlutverkunum í Fyrir framan annað fólk. Hún gifti sig tvisvar í sömu viku í sumar, einu sinni í alvörunni og einu sinni fyrir kvikmyndina. 20. febrúar 2016 09:00
Rómantísk gamanmynd frumsýnd í Háskólabíói Fyrir framan annað fólk er nýjasta mynd Óskars Jónassonar. 22. febrúar 2016 22:14