Þjálfaraskipti ÍBV í sumar: Ingi Sig svarar Gróu á Leiti í langri yfirlýsingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2016 19:16 Jón Ragnar Jónsson, Jón Ingason og Bjarni Jóhannsson koma allir fyrir í pistli Inga Sigurðssonar. Vísir/Samsett mynd Ingi Sigurðsson, gjaldkeri knattspyrnudeildar ÍBV í sumar, hefur nú látið af störfum eins og allt knattspyrnuráð meistaraflokk karla í Vestmannaeyjum. Lokaverk hans er að skýra frá því hvað gerðist í kringum þjálfaraskipti liðsins í sumar. Ingi taldi ástæðu til þess að senda frá sér yfirlýsingu vegna brotthvarfs Bjarna Jóhannssonar sem þjálfara ÍBV í sumar en Bjarni hætti mjög óvænt um miðjan ágúst. Ingi hefur heyrt af ákveðnum sögum sem eru tengdar við hann vegna brotthvarfs Bjarna og ákvað því að senda frá sér langa yfirlýsingu þar sem hann fer nákvæmlega yfir það sem gerðist í ágústmánuði út í Eyjum. „Þær upplýsingar sem formaður og framkvæmdastjóri tilgreindu við ráðið í heild sinni voru að Bjarni taldi sig hafa misst traust leikmanna liðsins og kominn á endastöð með liðið," segir Ingi Sigurðsson í yfirlýsingu sinni. Í yfirlýsingu sinni neitar Ingi algjörlega þeim sögusögnum að þjálfaraskiptin hafi komið til vegna samskipta Bjarna Jóhannssonar og sonar Inga. Jón Ingason spilar með meistaraflokki ÍBV. „Í tengslum við brotthvarf Bjarna virðast hafa sprottið upp illar sögur frá hendi Gróu á Leiti. Þær sögur beindust að einhverju leyti gegn mér bæði sem ráðsmanni og sem föður eins leikmanns í liðinu. Það sem mér hefur verið sagt er annars vegar að ég hafi ekki tekið þátt í undirbúningi bikarúrslitaleiksins gegn Val þar sem sonur minn væri ekki í byrjunarliðinu, og hins vegar hafi ég rekið Bjarna út af e-h óljósum ástæðum sem tengdust mér," skrifar Ingi en það smá lesa alla yfirlýsingu hans hér fyrir neðan.Yfirlýsing frá Inga Sigurðssyni - Upplýsingar til stuðningsmanna ÍBVUm brotthvarf Bjarna Jóhannssonar sem þjálfara ÍBV Í kjölfar breytinga á knattspyrnuráði karla hjá ÍBV þá hef ég fengið upplýsingar um ákveðnar sögur sem eru tengdar við mig vegna brotthvarfs Bjarna Jóhannssonar sem þjálfara ÍBV. Í ljósi þess að knattspyrnutímabilinu er lokið þá er mér það ljúft og skylt að upplýsa stuðningsmenn um það hvernig brotthvarf hans bar að, miðað við þær upplýsingar sem ég hef. Föstudaginn 19. ágúst sl. baðst Bjarni Jóh. lausnar í kjölfar ósigurs liðsins gegn Fylki kvöldinu áður. Ég sjálfur var staddur erlendis og þeir sem funduðu með Bjarna voru formaður og framkvæmdastjóri ráðsins. Þær upplýsingar sem formaður og framkvæmdastjóri tilgreindu við ráðið í heild sinni voru að Bjarni taldi sig hafa misst traust leikmanna liðsins og kominn á endastöð með liðið. Sú yfirlýsing sem var send út á sínum tíma var samin af formanni, framkvæmdastjóra og Bjarna sjálfum. Í kjölfarið var kallað mikið eftir frekari upplýsingum um brotthvarf hans og m.a. boðaði ráðið til opins fundar í Týsheimilinu þar sem farið var yfir málið í heild sinni. Þar upplýsti ráðið málið frá sinni hlið og þar var ítrekað að ekkert óeðlilegt hefði komið upp á í samstarfi ráðsins og Bjarna. Því hafi brotthvarf Bjarna komið ráðinu algerlega í opna skjöldu. Í tengslum við brotthvarf Bjarna virðast hafa sprottið upp illar sögur frá hendi Gróu á Leiti. Þær sögur beindust að einhverju leyti gegn mér bæði sem ráðsmanni og sem föður eins leikmanns í liðinu. Það sem mér hefur verið sagt er annars vegar að ég hafi ekki tekið þátt í undirbúningi bikarúrslitaleiksins gegn Val þar sem sonur minn væri ekki í byrjunarliðinu, og hins vegar hafi ég rekið Bjarna út af e-h óljósum ástæðum sem tengdust mér. Varðandi samskipti mín og Bjarna frá því að hann var ráðinn og þar til hann hvarf á braut, þá voru þau mjög góð og tengdust aðallega samskiptum á æfingum og á reglulegum fundum ráðsins og framkvæmdastjóra með þjálfurum liðsins. Ég ræddi aldrei við Bjarna um son minn sem leikmann hjá honum og það vita þeir sem þekkja til að það hef ég aldrei gert við einn einasta þjálfara sem hefur verið hjá ÍBV. Meira að segja ræddi ég aldrei mál sonar míns við sjálfan mig þann tíma sem ég var tímabundið sem þjálfari liðsins tímabilið 2015. Þá leiki sem ég stýrði var sonur minn aldrei í byrjunarliði og ástæðan skýr, hann var á þeim tíma ekki nægjanlega sterkur til að vera í byrjunarliðinu. Hann breytti því svo sjálfur þegar nýr þjálfari tók við liðinu. Því hefur verið haldið fram að ég hafi reynt að hafa áhrif á val þjálfara með tilliti til sonar míns. Slíkt gerði ég aldrei. Varðandi slíkar ávirðingar þá segir það meira til um þjálfara liðs, ef viðkomandi þjálfari lætur slíkan þrýsting, eða annað utan að komandi, hafa áhrif á liðsval sitt. En ef slíkt er reynt, er mikilvægt að því sé komið til skila innan stjórnar hið allra fyrsta. Má í þessu ljósi nefna að Jón Rúnar Halldórsson hefur verið formaður hjá FH um mjög langt skeið og sonur hans Jón Ragnar spilað lengi með FH á sama tíma. Það að faðir leikmanns sé ráðsmaður er því nokkuð sem er engan veginn nýtt af nálinni. Síðustu samskipti mín og Bjarna voru fimmtudaginn 4. ágúst á fundi sem við áttum með honum varðandi deildarleik gegn Víkingi Ólafsvík á sunnudegi og svo bikarúrslitaleikinn helgina á eftir. Varðandi undirbúning fyrir bikarúrslitaleikinn þá var aðkoma mín að þeim leik mikil. Liðið tryggði sér sæti þar gegn FH á fimmtudegi fyrir Þjóðhátíð. Ég lagði strax til að það yrði fundað um undirbúning bikarúrslitaleiksins strax á laugardegi/sunnudegi. Það náðist á sunnudeginum og þar vorum við einungis þrír sem mættum ég, Óskar Jósúa og Daddi diskó. Þar lögðum við línurnar fyrir þær tvær vikur sem voru í sjálfan stóra leikinn og alla fyrri vikuna var ég ásamt fleirum að vinna í að fá styrki o.fl. fyrir leikinn sem og önnur mál er snéru að liðinu vegna þess leiks og annarra leikja. Laugardaginn 6. ágúst hélt liðið vestur vegna útileiks gegn Víkingi Ólafsvík. Sunnudaginn 7. ágúst fór ég sjálfur með fjölskyldu minni í sumarfrí til Alicante sem var pantað í febrúar, og var því ekki með liðinu í útileiknum gegn Víkingi. Alla þá viku var ég daglega í sambandi við framkvæmdastjóra og ráðsmenn vegna verkefna sem þurfti að leysa af hendi vegna bikarúrslitaleiksins. Fimmtudaginn 11. ágúst flaug ég úr sumarfríi mínu frá Alicante til Íslands til að vinna í undirbúningi bikarúrslitaleiksins hjá karlaliðinu sem og sjá bikarúrslitaleik kvenna. Á föstudeginum kl. 13 hittumst framkvæmdastjóri og nokkrir ráðsmenn í húsakynnum KSÍ til að vinna í lokaundirbúningi leiksins. Sú vinna var í gangi fram að bikarúrslitaleik kvenna um kvöldið. Á laugardagsmorgni kl. 9 hófst vinnan á ný og stóð alveg fram að leik, og svo hélt vinnan áfram eftir leikinn við að ganga frá ýmsum verkum á vegum ÍBV. Ég sjálfur var á staðnum og vann verkin allan þann tíma sem skipulagður var og það getur Óskar Jósúa staðfest. Sunnudaginn 14. ágúst hélt ég svo til baka til Alicante í mitt sumarfrí með fjölskyldu minni. Næsta verkefni liðsins var fimmtudaginn 18. ágúst í heimaleik gegn Fylki. Eftir þann leik fékk ég hringingu frá Óskari Erni formanni þar sem hann vildi að ráðið myndi funda um stöðu liðsins. Ég var sammála á þeim tímapunkti og vildi að menn myndu setjast niður með þjálfurum liðsins daginn eftir til að fara yfir stöðuna og reyna að finna hvaða leið væri hægt að fara til að breyta gengi liðsins. Í mínum huga var mun betra að menn svæfu á málunum og kæmu svo saman daginn eftir til að ræða málin. Formaður og framkvæmdastjóri boðuðu Bjarna á fund daginn eftir og planið var að ég og Daddi diskó, sem einnig var staddur erlendis, yrðum í símasambandi inn á fundinn. Þetta getur Óskar Jósúa staðfest. Til þessa kom aldrei þar sem Bjarni sagði upp strax á föstudagsmorgninum og hvernig það gekk fyrir sig eru einungis formaður og framkvæmdastjóri til frásagnar ásamt Bjarna. Lýsing mín hér að framan er nákvæm lýsing á samskiptum mínum og Bjarna Jóh sem og að mín afskipti voru engin af brotthvarfi Bjarna sem þjálfara liðsins. Ég og Bjarni höfum verið fínir mátar enda eigum við saman góða sögu hjá ÍBV. Bjarna óska ég velfarnaðar í framhaldinu hvar svo sem hann mun bera niður. Ég vil einnig koma á framfæri að upp kom atvik á meðan ég var í sumarfríi sem varð til þess að ég hringdi í starfsmann félagsins. Því samtali lauk á þeim nótum að við myndum setjast niður og fara yfir málið þegar ég kæmi heim. Það gerðum við og málið var leyst farsællega. Ég hef alltaf í verkum mínum sett hug og hjarta mitt í verkin fyrir félagið mitt ÍBV. Það að vera sakaður um það sem Gróa á Leiti hefur verið að segja undanfarnar vikur er lygi. Hvaða aðilar bera ábyrgð á því veit ég ekki en bið þá aðila að hætta slíkum útburði af ósannindum. Það vita þeir sem þekkja mig að ég er ekki að vinna fyrir ÍBV til að þóknast mér sjálfum eða mínum. Ég ber fyrst og fremst hag ÍBV fyrir brjósti og hef mikinn metnað fyrir hönd félagsins míns. Ég hef framtíðarsýn fyrir liðið mitt, vinn eftir þeirri sýn og er tilbúinn að leggja mikið á mig til þess. Ég er stoltur af því sem ég hef lagt fram á þeim tveimur árum sem ég var ráðsmaður í knattspyrnuráði ÍBV. Ég lagði hug og hjarta mitt í verkefnið ásamt miklu magni af klukkustundum í að laga umgjörð liðsins, auka tekjur deildarinnar, ná sterkum leikmönnum til Eyja, verja stöðu ÍBV gagnvart samkeppnisaðilum og umfram allt að tryggja stöðu liðsins í deild þeirra bestu. Ég þakka félögum mínum í ráðinu, þjálfurum, leikmönnum og framkvæmdastjórum fyrir samstarfið. ÍBV er og verður alltaf félagið mitt, ég á því mikið að þakka og það mun enginn halda mér frá félaginu. Með vinsemd og virðingu, Ingi Sigurðsson Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Ingi Sigurðsson, gjaldkeri knattspyrnudeildar ÍBV í sumar, hefur nú látið af störfum eins og allt knattspyrnuráð meistaraflokk karla í Vestmannaeyjum. Lokaverk hans er að skýra frá því hvað gerðist í kringum þjálfaraskipti liðsins í sumar. Ingi taldi ástæðu til þess að senda frá sér yfirlýsingu vegna brotthvarfs Bjarna Jóhannssonar sem þjálfara ÍBV í sumar en Bjarni hætti mjög óvænt um miðjan ágúst. Ingi hefur heyrt af ákveðnum sögum sem eru tengdar við hann vegna brotthvarfs Bjarna og ákvað því að senda frá sér langa yfirlýsingu þar sem hann fer nákvæmlega yfir það sem gerðist í ágústmánuði út í Eyjum. „Þær upplýsingar sem formaður og framkvæmdastjóri tilgreindu við ráðið í heild sinni voru að Bjarni taldi sig hafa misst traust leikmanna liðsins og kominn á endastöð með liðið," segir Ingi Sigurðsson í yfirlýsingu sinni. Í yfirlýsingu sinni neitar Ingi algjörlega þeim sögusögnum að þjálfaraskiptin hafi komið til vegna samskipta Bjarna Jóhannssonar og sonar Inga. Jón Ingason spilar með meistaraflokki ÍBV. „Í tengslum við brotthvarf Bjarna virðast hafa sprottið upp illar sögur frá hendi Gróu á Leiti. Þær sögur beindust að einhverju leyti gegn mér bæði sem ráðsmanni og sem föður eins leikmanns í liðinu. Það sem mér hefur verið sagt er annars vegar að ég hafi ekki tekið þátt í undirbúningi bikarúrslitaleiksins gegn Val þar sem sonur minn væri ekki í byrjunarliðinu, og hins vegar hafi ég rekið Bjarna út af e-h óljósum ástæðum sem tengdust mér," skrifar Ingi en það smá lesa alla yfirlýsingu hans hér fyrir neðan.Yfirlýsing frá Inga Sigurðssyni - Upplýsingar til stuðningsmanna ÍBVUm brotthvarf Bjarna Jóhannssonar sem þjálfara ÍBV Í kjölfar breytinga á knattspyrnuráði karla hjá ÍBV þá hef ég fengið upplýsingar um ákveðnar sögur sem eru tengdar við mig vegna brotthvarfs Bjarna Jóhannssonar sem þjálfara ÍBV. Í ljósi þess að knattspyrnutímabilinu er lokið þá er mér það ljúft og skylt að upplýsa stuðningsmenn um það hvernig brotthvarf hans bar að, miðað við þær upplýsingar sem ég hef. Föstudaginn 19. ágúst sl. baðst Bjarni Jóh. lausnar í kjölfar ósigurs liðsins gegn Fylki kvöldinu áður. Ég sjálfur var staddur erlendis og þeir sem funduðu með Bjarna voru formaður og framkvæmdastjóri ráðsins. Þær upplýsingar sem formaður og framkvæmdastjóri tilgreindu við ráðið í heild sinni voru að Bjarni taldi sig hafa misst traust leikmanna liðsins og kominn á endastöð með liðið. Sú yfirlýsing sem var send út á sínum tíma var samin af formanni, framkvæmdastjóra og Bjarna sjálfum. Í kjölfarið var kallað mikið eftir frekari upplýsingum um brotthvarf hans og m.a. boðaði ráðið til opins fundar í Týsheimilinu þar sem farið var yfir málið í heild sinni. Þar upplýsti ráðið málið frá sinni hlið og þar var ítrekað að ekkert óeðlilegt hefði komið upp á í samstarfi ráðsins og Bjarna. Því hafi brotthvarf Bjarna komið ráðinu algerlega í opna skjöldu. Í tengslum við brotthvarf Bjarna virðast hafa sprottið upp illar sögur frá hendi Gróu á Leiti. Þær sögur beindust að einhverju leyti gegn mér bæði sem ráðsmanni og sem föður eins leikmanns í liðinu. Það sem mér hefur verið sagt er annars vegar að ég hafi ekki tekið þátt í undirbúningi bikarúrslitaleiksins gegn Val þar sem sonur minn væri ekki í byrjunarliðinu, og hins vegar hafi ég rekið Bjarna út af e-h óljósum ástæðum sem tengdust mér. Varðandi samskipti mín og Bjarna frá því að hann var ráðinn og þar til hann hvarf á braut, þá voru þau mjög góð og tengdust aðallega samskiptum á æfingum og á reglulegum fundum ráðsins og framkvæmdastjóra með þjálfurum liðsins. Ég ræddi aldrei við Bjarna um son minn sem leikmann hjá honum og það vita þeir sem þekkja til að það hef ég aldrei gert við einn einasta þjálfara sem hefur verið hjá ÍBV. Meira að segja ræddi ég aldrei mál sonar míns við sjálfan mig þann tíma sem ég var tímabundið sem þjálfari liðsins tímabilið 2015. Þá leiki sem ég stýrði var sonur minn aldrei í byrjunarliði og ástæðan skýr, hann var á þeim tíma ekki nægjanlega sterkur til að vera í byrjunarliðinu. Hann breytti því svo sjálfur þegar nýr þjálfari tók við liðinu. Því hefur verið haldið fram að ég hafi reynt að hafa áhrif á val þjálfara með tilliti til sonar míns. Slíkt gerði ég aldrei. Varðandi slíkar ávirðingar þá segir það meira til um þjálfara liðs, ef viðkomandi þjálfari lætur slíkan þrýsting, eða annað utan að komandi, hafa áhrif á liðsval sitt. En ef slíkt er reynt, er mikilvægt að því sé komið til skila innan stjórnar hið allra fyrsta. Má í þessu ljósi nefna að Jón Rúnar Halldórsson hefur verið formaður hjá FH um mjög langt skeið og sonur hans Jón Ragnar spilað lengi með FH á sama tíma. Það að faðir leikmanns sé ráðsmaður er því nokkuð sem er engan veginn nýtt af nálinni. Síðustu samskipti mín og Bjarna voru fimmtudaginn 4. ágúst á fundi sem við áttum með honum varðandi deildarleik gegn Víkingi Ólafsvík á sunnudegi og svo bikarúrslitaleikinn helgina á eftir. Varðandi undirbúning fyrir bikarúrslitaleikinn þá var aðkoma mín að þeim leik mikil. Liðið tryggði sér sæti þar gegn FH á fimmtudegi fyrir Þjóðhátíð. Ég lagði strax til að það yrði fundað um undirbúning bikarúrslitaleiksins strax á laugardegi/sunnudegi. Það náðist á sunnudeginum og þar vorum við einungis þrír sem mættum ég, Óskar Jósúa og Daddi diskó. Þar lögðum við línurnar fyrir þær tvær vikur sem voru í sjálfan stóra leikinn og alla fyrri vikuna var ég ásamt fleirum að vinna í að fá styrki o.fl. fyrir leikinn sem og önnur mál er snéru að liðinu vegna þess leiks og annarra leikja. Laugardaginn 6. ágúst hélt liðið vestur vegna útileiks gegn Víkingi Ólafsvík. Sunnudaginn 7. ágúst fór ég sjálfur með fjölskyldu minni í sumarfrí til Alicante sem var pantað í febrúar, og var því ekki með liðinu í útileiknum gegn Víkingi. Alla þá viku var ég daglega í sambandi við framkvæmdastjóra og ráðsmenn vegna verkefna sem þurfti að leysa af hendi vegna bikarúrslitaleiksins. Fimmtudaginn 11. ágúst flaug ég úr sumarfríi mínu frá Alicante til Íslands til að vinna í undirbúningi bikarúrslitaleiksins hjá karlaliðinu sem og sjá bikarúrslitaleik kvenna. Á föstudeginum kl. 13 hittumst framkvæmdastjóri og nokkrir ráðsmenn í húsakynnum KSÍ til að vinna í lokaundirbúningi leiksins. Sú vinna var í gangi fram að bikarúrslitaleik kvenna um kvöldið. Á laugardagsmorgni kl. 9 hófst vinnan á ný og stóð alveg fram að leik, og svo hélt vinnan áfram eftir leikinn við að ganga frá ýmsum verkum á vegum ÍBV. Ég sjálfur var á staðnum og vann verkin allan þann tíma sem skipulagður var og það getur Óskar Jósúa staðfest. Sunnudaginn 14. ágúst hélt ég svo til baka til Alicante í mitt sumarfrí með fjölskyldu minni. Næsta verkefni liðsins var fimmtudaginn 18. ágúst í heimaleik gegn Fylki. Eftir þann leik fékk ég hringingu frá Óskari Erni formanni þar sem hann vildi að ráðið myndi funda um stöðu liðsins. Ég var sammála á þeim tímapunkti og vildi að menn myndu setjast niður með þjálfurum liðsins daginn eftir til að fara yfir stöðuna og reyna að finna hvaða leið væri hægt að fara til að breyta gengi liðsins. Í mínum huga var mun betra að menn svæfu á málunum og kæmu svo saman daginn eftir til að ræða málin. Formaður og framkvæmdastjóri boðuðu Bjarna á fund daginn eftir og planið var að ég og Daddi diskó, sem einnig var staddur erlendis, yrðum í símasambandi inn á fundinn. Þetta getur Óskar Jósúa staðfest. Til þessa kom aldrei þar sem Bjarni sagði upp strax á föstudagsmorgninum og hvernig það gekk fyrir sig eru einungis formaður og framkvæmdastjóri til frásagnar ásamt Bjarna. Lýsing mín hér að framan er nákvæm lýsing á samskiptum mínum og Bjarna Jóh sem og að mín afskipti voru engin af brotthvarfi Bjarna sem þjálfara liðsins. Ég og Bjarni höfum verið fínir mátar enda eigum við saman góða sögu hjá ÍBV. Bjarna óska ég velfarnaðar í framhaldinu hvar svo sem hann mun bera niður. Ég vil einnig koma á framfæri að upp kom atvik á meðan ég var í sumarfríi sem varð til þess að ég hringdi í starfsmann félagsins. Því samtali lauk á þeim nótum að við myndum setjast niður og fara yfir málið þegar ég kæmi heim. Það gerðum við og málið var leyst farsællega. Ég hef alltaf í verkum mínum sett hug og hjarta mitt í verkin fyrir félagið mitt ÍBV. Það að vera sakaður um það sem Gróa á Leiti hefur verið að segja undanfarnar vikur er lygi. Hvaða aðilar bera ábyrgð á því veit ég ekki en bið þá aðila að hætta slíkum útburði af ósannindum. Það vita þeir sem þekkja mig að ég er ekki að vinna fyrir ÍBV til að þóknast mér sjálfum eða mínum. Ég ber fyrst og fremst hag ÍBV fyrir brjósti og hef mikinn metnað fyrir hönd félagsins míns. Ég hef framtíðarsýn fyrir liðið mitt, vinn eftir þeirri sýn og er tilbúinn að leggja mikið á mig til þess. Ég er stoltur af því sem ég hef lagt fram á þeim tveimur árum sem ég var ráðsmaður í knattspyrnuráði ÍBV. Ég lagði hug og hjarta mitt í verkefnið ásamt miklu magni af klukkustundum í að laga umgjörð liðsins, auka tekjur deildarinnar, ná sterkum leikmönnum til Eyja, verja stöðu ÍBV gagnvart samkeppnisaðilum og umfram allt að tryggja stöðu liðsins í deild þeirra bestu. Ég þakka félögum mínum í ráðinu, þjálfurum, leikmönnum og framkvæmdastjórum fyrir samstarfið. ÍBV er og verður alltaf félagið mitt, ég á því mikið að þakka og það mun enginn halda mér frá félaginu. Með vinsemd og virðingu, Ingi Sigurðsson
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira