Erlent

Pólski leikstjórinn Wajda látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Andrzej Wajda.
Andrzej Wajda. Vísir/Getty
Pólski kvikmyndaleikstjórinn Andrzej Wajda er látinn, níræður að aldri. Wajda leikstýrði rúmlega fjörutíu kvikmyndum á sextíu ára löngum ferli.

Í frétt BBC segir að fjöldi kvikmynda Wajda – svo sem Kanal, Marmaramaðurinn, Járnmaðurinn og Katyn – hafi fjallað um sögu stríðs og kommúnisma í Póllandi.

Wajda hlaut heiðursverðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2000 fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar.

Nýjasta mynd Wajda, Powidoki, var nýlega valin til að verða framlag Pólverja til Óskarsverðlauna fyrir næstu hátíð. Myndin fjallar um listamanninn Wladyslaw Strzeminski og líf hans í Póllandi eftir seinna stríð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×