Almenningur fái að segja hug sinn til stjórnarinnar í kosningum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. mars 2016 18:16 Birgitta Jónsdóttir. vísir/valli „Mér heyrist á Sigmundi Davíð að hann kalli á að vantrauststillaga verði lögð fram því hann telur verk sín svo góð. Úr því að verkin eru svo framúrskarandi þá ætti að vera leikur einn fyrir hann að endurnýja stuðning sinn í almennum kosningum,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, kímin í samtali við Vísi. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar funduðu í dag í ljósi þess sem fram hefur komið á síðustu dögum. Formenn beggja ríkisstjórnarflokkanna auk varaformanns Sjálfstæðisflokksins tengjast aflandsfélögum og einnig hefur komið á daginn að eiginkona forsætisráðherra átti hundruða milljóna kröfu í slitabú föllnu bankanna. „Á fundinum undirbjuggum við fyrstu viðbrögð fyrir þingfund á mánudaginn. Það fyrsta sem stefnt er að er að boða til opins fundar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og helst að boða umboðsmann Alþingis á hann,“ segir Birgitta. Hún segir vert að hafa í huga að sé tillaga um vantraust lögð fram þá geti það haft áhrif á umboðsmann Alþingis og þær rannsóknir sem hann getur lagst í. „Við komum okkur saman um á fundinum að leggja fram þingsályktunartillögu um þingrof sem ráðherra verður að framkvæma fáist tillagan samþykkt.“ Þingmaðurinn segir að mikil óánægja sé í samfélaginu og krafan um kosningar og afsögn forsætisráðherra sé hávær. Til að mynda hafi verið boðað til mótmæla þegar þingið kemur saman á ný eftir páskafrí. „Okkur er algjörlega misboðið og við finnum fyrir miklum þrýstingi um að bregðast við. Við teljum þingrofsverkfærið það besta í stöðunni því með því móti fær almenningur að segja hug sinn í almennum kosningum.“ „Framundan er afnám hafta og það hefur verið mikið rætt um einkavæðingu banka ríkisins. Það er einfaldlega algerlega óboðlegt að þetta fólk, sem fer fyrir þessari ríkisstjórn, fái að koma að því ferli eftir það sem hefur komið í ljós síðustu daga,“ segir Birgitta að lokum. Tengdar fréttir 300 lýsa yfir stuðningi við Sigmund en 8000 vilja afsögn Tæplega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér. 28. mars 2016 22:20 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Boða til mótmæla á Austurvelli og krefjast kosninga Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli næstkomandi mánudag klukkan 17 en klukkan 15 kemur Alþingi saman á ný eftir páskahlé. 30. mars 2016 11:53 Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
„Mér heyrist á Sigmundi Davíð að hann kalli á að vantrauststillaga verði lögð fram því hann telur verk sín svo góð. Úr því að verkin eru svo framúrskarandi þá ætti að vera leikur einn fyrir hann að endurnýja stuðning sinn í almennum kosningum,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, kímin í samtali við Vísi. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar funduðu í dag í ljósi þess sem fram hefur komið á síðustu dögum. Formenn beggja ríkisstjórnarflokkanna auk varaformanns Sjálfstæðisflokksins tengjast aflandsfélögum og einnig hefur komið á daginn að eiginkona forsætisráðherra átti hundruða milljóna kröfu í slitabú föllnu bankanna. „Á fundinum undirbjuggum við fyrstu viðbrögð fyrir þingfund á mánudaginn. Það fyrsta sem stefnt er að er að boða til opins fundar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og helst að boða umboðsmann Alþingis á hann,“ segir Birgitta. Hún segir vert að hafa í huga að sé tillaga um vantraust lögð fram þá geti það haft áhrif á umboðsmann Alþingis og þær rannsóknir sem hann getur lagst í. „Við komum okkur saman um á fundinum að leggja fram þingsályktunartillögu um þingrof sem ráðherra verður að framkvæma fáist tillagan samþykkt.“ Þingmaðurinn segir að mikil óánægja sé í samfélaginu og krafan um kosningar og afsögn forsætisráðherra sé hávær. Til að mynda hafi verið boðað til mótmæla þegar þingið kemur saman á ný eftir páskafrí. „Okkur er algjörlega misboðið og við finnum fyrir miklum þrýstingi um að bregðast við. Við teljum þingrofsverkfærið það besta í stöðunni því með því móti fær almenningur að segja hug sinn í almennum kosningum.“ „Framundan er afnám hafta og það hefur verið mikið rætt um einkavæðingu banka ríkisins. Það er einfaldlega algerlega óboðlegt að þetta fólk, sem fer fyrir þessari ríkisstjórn, fái að koma að því ferli eftir það sem hefur komið í ljós síðustu daga,“ segir Birgitta að lokum.
Tengdar fréttir 300 lýsa yfir stuðningi við Sigmund en 8000 vilja afsögn Tæplega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér. 28. mars 2016 22:20 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Boða til mótmæla á Austurvelli og krefjast kosninga Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli næstkomandi mánudag klukkan 17 en klukkan 15 kemur Alþingi saman á ný eftir páskahlé. 30. mars 2016 11:53 Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
300 lýsa yfir stuðningi við Sigmund en 8000 vilja afsögn Tæplega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér. 28. mars 2016 22:20
Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08
Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30
Boða til mótmæla á Austurvelli og krefjast kosninga Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli næstkomandi mánudag klukkan 17 en klukkan 15 kemur Alþingi saman á ný eftir páskahlé. 30. mars 2016 11:53
Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46