Gummi Ben lýsti körfuboltaleik án þess að vita af því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2016 22:00 Guðmundur Benediktsson og LeBron James. Vísir/Samsett mynd Íslenski íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson varð heimsfrægur síðasta sumar eftir ógleymanlega lýsingu hans á sigurmarki íslenska fótboltalandsliðsins á móti Austurríki á EM í Frakklandi. Gummi Ben gjörsamlega missti sig þegar Arnór Ingvi Traustason tryggði íslenska liðinu sigur og þar með leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Lýsing Gumma Ben fór eins og eldur um sinu um allan veraldavefinn þetta miðvikudagskvöld í júní enda innlifun hans engu öðru lík. Það var ekki nóg með að heimurinn var búinn að horfa á lýsinguna aftur og aftur þá höfðu einhverjir sniðugir einnig sett saman þungarokkslag með lýsingu Guðmundar undir. Það var þá en lýsing Guðmundar er samt enn að poppa upp á netinu. Það eru liðnir rúmir þrír mánuðir frá þessum ótrúlegu dögum í júnímánuði en hin stóra sportfréttastofa ESPN hefur nú látið útbúa myndband þar sem þessi eftirminnilega lýsing Gumma Ben kemur fyrir. Þremur dögum fyrir leik Íslands og Austurríkis í París hafði Cleveland Cavaliers tryggt sér NBA-titilinn í fyrsta skiptið í sögu félagsins. LeBron James var stórkostlegur í lokaúrslitunum og eitt frægasta atvik úrslitanna var þegar hann birtist allt í einu og varði skot Andre Iguodala í hraðaupphlaupi. Í stað þess að koma Golden State Warriors yfir (staðan var 89-89) fór Cleveland-liðið í sókn, Kyrie Irving setti niður þrist og James og félagar fögnuðu sigri. ESPN ákvað að setja saman myndbrot af þessu magnaða varða skoti LeBron James og lýsingu Gumma Ben af sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar. Myndbandið heitir: „LeBron´s epic block as heard in Iceland“ Það má sjá útkomuna hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Íslenski íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson varð heimsfrægur síðasta sumar eftir ógleymanlega lýsingu hans á sigurmarki íslenska fótboltalandsliðsins á móti Austurríki á EM í Frakklandi. Gummi Ben gjörsamlega missti sig þegar Arnór Ingvi Traustason tryggði íslenska liðinu sigur og þar með leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Lýsing Gumma Ben fór eins og eldur um sinu um allan veraldavefinn þetta miðvikudagskvöld í júní enda innlifun hans engu öðru lík. Það var ekki nóg með að heimurinn var búinn að horfa á lýsinguna aftur og aftur þá höfðu einhverjir sniðugir einnig sett saman þungarokkslag með lýsingu Guðmundar undir. Það var þá en lýsing Guðmundar er samt enn að poppa upp á netinu. Það eru liðnir rúmir þrír mánuðir frá þessum ótrúlegu dögum í júnímánuði en hin stóra sportfréttastofa ESPN hefur nú látið útbúa myndband þar sem þessi eftirminnilega lýsing Gumma Ben kemur fyrir. Þremur dögum fyrir leik Íslands og Austurríkis í París hafði Cleveland Cavaliers tryggt sér NBA-titilinn í fyrsta skiptið í sögu félagsins. LeBron James var stórkostlegur í lokaúrslitunum og eitt frægasta atvik úrslitanna var þegar hann birtist allt í einu og varði skot Andre Iguodala í hraðaupphlaupi. Í stað þess að koma Golden State Warriors yfir (staðan var 89-89) fór Cleveland-liðið í sókn, Kyrie Irving setti niður þrist og James og félagar fögnuðu sigri. ESPN ákvað að setja saman myndbrot af þessu magnaða varða skoti LeBron James og lýsingu Gumma Ben af sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar. Myndbandið heitir: „LeBron´s epic block as heard in Iceland“ Það má sjá útkomuna hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum