Innlent

Stefnt að þinglokum í þessari viku

Þorgeir Helgason skrifar
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton
„Það liggur ekki fyrir dagsetning en ég geng út frá því að við munum slíta þingi í þessari viku,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Ekki hefur náðst samkomulag um þinglok, en fulltrúar allra þingflokka hafa fundað að undanförnu um málið.

„Stjórnarflokkarnir voru lengi að gera upp hug sinn um hvernig þeir vildu forgangsraða. Það er svona að skýrast hvað stjórnarmeirihlutinn leggur áherslu á en það auðvitað flýtir fyrir málum. Hve langan tíma þetta mun taka er þó enn óvíst,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.

Helstu málin sem ríkisstjórnin leggur áherslu á og bíða afgreiðslu þingsins eru almannatryggingarfrumvarpið og frumvarp um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×