Erlent

Bókin birt þrátt fyrir lögbann

Þorgeir Helgason skrifar
Höfuðstöðvar fjölmiðilsins Politiken í Kaupmannahöfn.
Höfuðstöðvar fjölmiðilsins Politiken í Kaupmannahöfn. Vísir/Getty
Bókin Sjö ár hjá dönsku leyniþjónustunni verður birt á vef Politiken í dag. Fyrir helgi fékk danska leyniþjónustan lögbann á sölu bókarinnar sem fjallar um starfsár Jakobs Scharf hjá leyniþjónustunni.

Telur leyniþjónustan að í bókinni séu upplýsingar sem geti orðið skaðað starf hennar. Morten Skjoldager, höfundur bókarinnar, og Scharf vísa þessu á bug. Birtingarbann bókarinnar tekur einnig til fjölmiðla en danski fjölmiðillinn Politiken hyggst birta bókina í heild sinni í dag.

Ástæðan fyrir birtingunni segir Christian Jensen, ritstjóri Politiken, vera að lögbannið brjóti gegn tjáningarfrelsinu sem ávallt hafi verið í hávegum haft í Danmörku. Með birtingu bókarinnar getur Politekn átt yfir höfði sér málsókn. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×