Ungu stelpurnar í Keflavík gáfust ekki upp og unnu langþráðan útisigur í Grindavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2016 21:05 Guðlaug Björt Júlíusdóttir var mjög góð á móti sínum gömlu félögum og endaði með flotta tvennu, 16 stig og 10 fráköst. Vísir/Stefán Keflavík vann fjögurra stiga sigur á Grindavík, 80-76, í Grindavík í kvöld í fyrsta leik ársins í Domino´s deild kvenna en Keflavíkurliðið komst með þessum sigri upp í þriðja sæti deildarinnar. Keflavíkurkonur unnu þarna sinn fyrsta útileik í deildinni á tímabilinu en liðið tapaði öllum fimm útileikjum sínum fyrir áramót. Útlitið var heldur ekki bjart enda byrjaði grindavíkurliðið að miklum krafti og var mest sautján stigum yfir í fyrsta leikhlutanum. Keflavíkurkonur gáfust ekki upp, unnu sig til baka inn í leikinn og tóku síðan frumkvæðið með frábærum þriðja leikhluta. Melissa Zornig skoraði 20 stig fyrir Keflavík, landsliðskonan unga Sandra Lind Þrastardóttir bætti við 16 stigum og 9 fráköstum og gamli Grindvíkingurinn Guðlaug Björt Júlíusdóttir skoraði 16 stig og tók 10 fráköst. Petrúnella Skúladóttir var stighæst hjá Grindavík með 17 stig, Hrund Skúladóttir skoraði 16 stig og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með 15 stig. Systurnar Petrúnella Skúladóttir og Hrund Skúladóttir gáfu tóninn í fyrsta leikhluta en þær voru báðar búnar að skora þrist á fyrstu 80 sekúndunum og skoruðu saman 19 stig og fimm þrista í fyrsta leikhlutanum. Grindavíkurliðið skoraði alls átta þriggja stiga körfur fyrstu tíu mínútur leiksins og var komið sextán stigum yfir, 30-14, við lok hans. Keflavík minnkaði muninn í ellefu stig fyrir hálfleik en staðan var þá 45-34 fyrir heimastúlkur í Grindavík. Systynar voru stigahæstu leikmenn vallarins í fyrri hálfleiknum, Petrúnella með 14 stig og Hrund með 12 stig. Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Keflavíkurliðsins, náði heldur betur að kveikja í sínum stelpum í hálfleiknum og þær komu mjög grimmar til leiks eftir hálfleikinn. Keflavíkurkonur skoruðu sjö fyrstu stig seinni hálfleiksins og náðu muninum niður í fjögur stig, 45-41. Grindavík náði muninum aftur í níu stig en Keflavíkurliðið kom strax til baka og jafnaði metin í 53-53. Keflavíkurliðið var síðan komið fimm stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 62-57, en þriðji leikhlutinn fór 28-12 fyrir Keflavík. Fjórði leikhlutinn var spennandi og gestirnir úr Keflavík voru næstum því búnir að kasta frá sér sigrinum á vítalínunni í lokin. Hinni bandarísku Whitney Michelle Frazier mistókst hinsvegar líka að skora úr tveimur vítum þegar hún gaf jafnað metin í lokin og Marín Laufey Daðvísdóttir tryggði Keflavík sigurinn með tveimur vítaskotum sem bæði rötuðu rétta leið.Grindavík-Keflavík 76-80 (30-14, 15-20, 12-28, 19-18)Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 17/6 fráköst, Hrund Skuladóttir 16, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15, Whitney Michelle Frazier 12/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 6, Björg Guðrún Einarsdóttir 5/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Einarsdóttir 2, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 1/5 fráköst.Keflavík: Melissa Zornig 20/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 16/9 fráköst/3 varin skot, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 16/10 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 8/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 7/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 5, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/5 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elfa Falsdottir 1. Dominos-deild kvenna Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Sjá meira
Keflavík vann fjögurra stiga sigur á Grindavík, 80-76, í Grindavík í kvöld í fyrsta leik ársins í Domino´s deild kvenna en Keflavíkurliðið komst með þessum sigri upp í þriðja sæti deildarinnar. Keflavíkurkonur unnu þarna sinn fyrsta útileik í deildinni á tímabilinu en liðið tapaði öllum fimm útileikjum sínum fyrir áramót. Útlitið var heldur ekki bjart enda byrjaði grindavíkurliðið að miklum krafti og var mest sautján stigum yfir í fyrsta leikhlutanum. Keflavíkurkonur gáfust ekki upp, unnu sig til baka inn í leikinn og tóku síðan frumkvæðið með frábærum þriðja leikhluta. Melissa Zornig skoraði 20 stig fyrir Keflavík, landsliðskonan unga Sandra Lind Þrastardóttir bætti við 16 stigum og 9 fráköstum og gamli Grindvíkingurinn Guðlaug Björt Júlíusdóttir skoraði 16 stig og tók 10 fráköst. Petrúnella Skúladóttir var stighæst hjá Grindavík með 17 stig, Hrund Skúladóttir skoraði 16 stig og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með 15 stig. Systurnar Petrúnella Skúladóttir og Hrund Skúladóttir gáfu tóninn í fyrsta leikhluta en þær voru báðar búnar að skora þrist á fyrstu 80 sekúndunum og skoruðu saman 19 stig og fimm þrista í fyrsta leikhlutanum. Grindavíkurliðið skoraði alls átta þriggja stiga körfur fyrstu tíu mínútur leiksins og var komið sextán stigum yfir, 30-14, við lok hans. Keflavík minnkaði muninn í ellefu stig fyrir hálfleik en staðan var þá 45-34 fyrir heimastúlkur í Grindavík. Systynar voru stigahæstu leikmenn vallarins í fyrri hálfleiknum, Petrúnella með 14 stig og Hrund með 12 stig. Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Keflavíkurliðsins, náði heldur betur að kveikja í sínum stelpum í hálfleiknum og þær komu mjög grimmar til leiks eftir hálfleikinn. Keflavíkurkonur skoruðu sjö fyrstu stig seinni hálfleiksins og náðu muninum niður í fjögur stig, 45-41. Grindavík náði muninum aftur í níu stig en Keflavíkurliðið kom strax til baka og jafnaði metin í 53-53. Keflavíkurliðið var síðan komið fimm stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 62-57, en þriðji leikhlutinn fór 28-12 fyrir Keflavík. Fjórði leikhlutinn var spennandi og gestirnir úr Keflavík voru næstum því búnir að kasta frá sér sigrinum á vítalínunni í lokin. Hinni bandarísku Whitney Michelle Frazier mistókst hinsvegar líka að skora úr tveimur vítum þegar hún gaf jafnað metin í lokin og Marín Laufey Daðvísdóttir tryggði Keflavík sigurinn með tveimur vítaskotum sem bæði rötuðu rétta leið.Grindavík-Keflavík 76-80 (30-14, 15-20, 12-28, 19-18)Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 17/6 fráköst, Hrund Skuladóttir 16, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15, Whitney Michelle Frazier 12/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 6, Björg Guðrún Einarsdóttir 5/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Einarsdóttir 2, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 1/5 fráköst.Keflavík: Melissa Zornig 20/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 16/9 fráköst/3 varin skot, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 16/10 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 8/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 7/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 5, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/5 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elfa Falsdottir 1.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Sjá meira