Ungu stelpurnar í Keflavík gáfust ekki upp og unnu langþráðan útisigur í Grindavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2016 21:05 Guðlaug Björt Júlíusdóttir var mjög góð á móti sínum gömlu félögum og endaði með flotta tvennu, 16 stig og 10 fráköst. Vísir/Stefán Keflavík vann fjögurra stiga sigur á Grindavík, 80-76, í Grindavík í kvöld í fyrsta leik ársins í Domino´s deild kvenna en Keflavíkurliðið komst með þessum sigri upp í þriðja sæti deildarinnar. Keflavíkurkonur unnu þarna sinn fyrsta útileik í deildinni á tímabilinu en liðið tapaði öllum fimm útileikjum sínum fyrir áramót. Útlitið var heldur ekki bjart enda byrjaði grindavíkurliðið að miklum krafti og var mest sautján stigum yfir í fyrsta leikhlutanum. Keflavíkurkonur gáfust ekki upp, unnu sig til baka inn í leikinn og tóku síðan frumkvæðið með frábærum þriðja leikhluta. Melissa Zornig skoraði 20 stig fyrir Keflavík, landsliðskonan unga Sandra Lind Þrastardóttir bætti við 16 stigum og 9 fráköstum og gamli Grindvíkingurinn Guðlaug Björt Júlíusdóttir skoraði 16 stig og tók 10 fráköst. Petrúnella Skúladóttir var stighæst hjá Grindavík með 17 stig, Hrund Skúladóttir skoraði 16 stig og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með 15 stig. Systurnar Petrúnella Skúladóttir og Hrund Skúladóttir gáfu tóninn í fyrsta leikhluta en þær voru báðar búnar að skora þrist á fyrstu 80 sekúndunum og skoruðu saman 19 stig og fimm þrista í fyrsta leikhlutanum. Grindavíkurliðið skoraði alls átta þriggja stiga körfur fyrstu tíu mínútur leiksins og var komið sextán stigum yfir, 30-14, við lok hans. Keflavík minnkaði muninn í ellefu stig fyrir hálfleik en staðan var þá 45-34 fyrir heimastúlkur í Grindavík. Systynar voru stigahæstu leikmenn vallarins í fyrri hálfleiknum, Petrúnella með 14 stig og Hrund með 12 stig. Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Keflavíkurliðsins, náði heldur betur að kveikja í sínum stelpum í hálfleiknum og þær komu mjög grimmar til leiks eftir hálfleikinn. Keflavíkurkonur skoruðu sjö fyrstu stig seinni hálfleiksins og náðu muninum niður í fjögur stig, 45-41. Grindavík náði muninum aftur í níu stig en Keflavíkurliðið kom strax til baka og jafnaði metin í 53-53. Keflavíkurliðið var síðan komið fimm stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 62-57, en þriðji leikhlutinn fór 28-12 fyrir Keflavík. Fjórði leikhlutinn var spennandi og gestirnir úr Keflavík voru næstum því búnir að kasta frá sér sigrinum á vítalínunni í lokin. Hinni bandarísku Whitney Michelle Frazier mistókst hinsvegar líka að skora úr tveimur vítum þegar hún gaf jafnað metin í lokin og Marín Laufey Daðvísdóttir tryggði Keflavík sigurinn með tveimur vítaskotum sem bæði rötuðu rétta leið.Grindavík-Keflavík 76-80 (30-14, 15-20, 12-28, 19-18)Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 17/6 fráköst, Hrund Skuladóttir 16, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15, Whitney Michelle Frazier 12/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 6, Björg Guðrún Einarsdóttir 5/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Einarsdóttir 2, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 1/5 fráköst.Keflavík: Melissa Zornig 20/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 16/9 fráköst/3 varin skot, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 16/10 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 8/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 7/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 5, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/5 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elfa Falsdottir 1. Dominos-deild kvenna Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila Sjá meira
Keflavík vann fjögurra stiga sigur á Grindavík, 80-76, í Grindavík í kvöld í fyrsta leik ársins í Domino´s deild kvenna en Keflavíkurliðið komst með þessum sigri upp í þriðja sæti deildarinnar. Keflavíkurkonur unnu þarna sinn fyrsta útileik í deildinni á tímabilinu en liðið tapaði öllum fimm útileikjum sínum fyrir áramót. Útlitið var heldur ekki bjart enda byrjaði grindavíkurliðið að miklum krafti og var mest sautján stigum yfir í fyrsta leikhlutanum. Keflavíkurkonur gáfust ekki upp, unnu sig til baka inn í leikinn og tóku síðan frumkvæðið með frábærum þriðja leikhluta. Melissa Zornig skoraði 20 stig fyrir Keflavík, landsliðskonan unga Sandra Lind Þrastardóttir bætti við 16 stigum og 9 fráköstum og gamli Grindvíkingurinn Guðlaug Björt Júlíusdóttir skoraði 16 stig og tók 10 fráköst. Petrúnella Skúladóttir var stighæst hjá Grindavík með 17 stig, Hrund Skúladóttir skoraði 16 stig og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með 15 stig. Systurnar Petrúnella Skúladóttir og Hrund Skúladóttir gáfu tóninn í fyrsta leikhluta en þær voru báðar búnar að skora þrist á fyrstu 80 sekúndunum og skoruðu saman 19 stig og fimm þrista í fyrsta leikhlutanum. Grindavíkurliðið skoraði alls átta þriggja stiga körfur fyrstu tíu mínútur leiksins og var komið sextán stigum yfir, 30-14, við lok hans. Keflavík minnkaði muninn í ellefu stig fyrir hálfleik en staðan var þá 45-34 fyrir heimastúlkur í Grindavík. Systynar voru stigahæstu leikmenn vallarins í fyrri hálfleiknum, Petrúnella með 14 stig og Hrund með 12 stig. Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Keflavíkurliðsins, náði heldur betur að kveikja í sínum stelpum í hálfleiknum og þær komu mjög grimmar til leiks eftir hálfleikinn. Keflavíkurkonur skoruðu sjö fyrstu stig seinni hálfleiksins og náðu muninum niður í fjögur stig, 45-41. Grindavík náði muninum aftur í níu stig en Keflavíkurliðið kom strax til baka og jafnaði metin í 53-53. Keflavíkurliðið var síðan komið fimm stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 62-57, en þriðji leikhlutinn fór 28-12 fyrir Keflavík. Fjórði leikhlutinn var spennandi og gestirnir úr Keflavík voru næstum því búnir að kasta frá sér sigrinum á vítalínunni í lokin. Hinni bandarísku Whitney Michelle Frazier mistókst hinsvegar líka að skora úr tveimur vítum þegar hún gaf jafnað metin í lokin og Marín Laufey Daðvísdóttir tryggði Keflavík sigurinn með tveimur vítaskotum sem bæði rötuðu rétta leið.Grindavík-Keflavík 76-80 (30-14, 15-20, 12-28, 19-18)Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 17/6 fráköst, Hrund Skuladóttir 16, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15, Whitney Michelle Frazier 12/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 6, Björg Guðrún Einarsdóttir 5/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Einarsdóttir 2, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 1/5 fráköst.Keflavík: Melissa Zornig 20/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 16/9 fráköst/3 varin skot, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 16/10 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 8/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 7/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 5, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/5 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elfa Falsdottir 1.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum