Búfjársamningar og sjálfbær landnýting Ólafur Arnalds skrifar 5. janúar 2016 07:00 Nú á sér stað samningsgerð milli sauðfjárbænda og ríkisins um stuðningsgreiðslur þjóðarinnar við framleiðslu sauðfjárafurða. Mikið er í húfi að vel takist til. Á undanförnum árum hafa vísindamenn, Landgræðsla ríkisins og fleiri bent á að mikilvægt sé að laga betur sauðfjárbeit að landkostum. Víða fer beit fram á landi í viðunandi og jafnvel ágætu ástandi; á frjósömum vistkerfum sem henta vel til sauðfjárbeitar. En á stórum svæðum er ástand auðlinda meðal þess versta sem þekkist á jörðinni, auðnir og rofsvæði. Það er mikilvægt að nýting slíkra svæða til beitar verði hætt. Einnig er mikilvægt að hætta beit og byggja upp vistkerfi í nágrenni mikilvirkustu eldstöðva landsins. Verst förnu beitarsvæðin er jafnframt að finna á hinu eldvirka belti. Vistspor kjötframleiðslu á þessum svæðum er með því stærsta sem þekkist í matvælaframleiðslu í heiminum öllum. En á þeim gengur minnihluti fjárstofns landsmanna. Upplýsingar liggja nú þegar fyrir um þau afréttarsvæði þar sem æskilegt er að hætta beit. Margar leiðir eru til þess að vinna að þessu markmiði, meðal annars með sólarlagsákvæðum í búskap. Vitaskuld þarf að hafa slíkt í huga þegar hugað er að milljarða fjárframlögum úr ríkissjóði (tugi milljarða á samningstímanum). Vert er að hafa í huga að drjúgur hluti framleiðslunnar er fluttur út (að stórum hluta á kostnað íslenskra skattgreiðenda). Fyrri ákvæði um um svokallaðan „landnýtingarþátt gæðastýringar“ skilaði viðhorfum sjálfbærrar landnýtingar ákaflega stutt á veg. Og nú bendir margt til þess að sjónarmið um sjálfbæra landnýtingu og aðlögun að landkostum hafi orðið undir við yfirstandandi samningsgerð ríkis og sauðfjárbænda. Svo virðist sem margir bændur og hugsanlega forysta bænda telji sjónarmið sem þessi vera öfgar og jafnvel „sífelldar árásir á bændur“. Í síðasta tölublaði Bændablaðsins er þetta haft eftir formanni Bændasamtakanna: „Eitt af því sem kom fram í fundarferðinni er að það ríkir því miður mikið vantraust hjá bændum í garð stofnana eins og Matvælastofnunar og Landgræðslunnar. Sauðfjárbændur hafa áhyggjur af aðkomu Landgræðslunnar í tengslum við aukið vægi gæðastýringar í sauðfjárrækt í samningunum. Í ljósi fyrri samskipta sauðfjárbænda og samtaka þeirra við Landgræðsluna eru margir þeirra áhyggjufullir.“ Þessi samskipti varða vitaskuld fyrst og fremst kröfur L.R. um sjálfbæra nýtingu auðlinda; að beit á verst grónu afréttarlöndunum er vitaskuld ekki sjálfbær landnýting. Það er vonandi ekki öll nótt úti því í sama viðtali við formann Bændasamtakanna er hvatt til sjálfbærrar nýtingar: „Sjálfbær landnýting er ein af meginforsendum við nýtingu þeirrar auðlindar sem búfjárbeitin er. Svo má ekki gleyma þeim sóknarfærum sauðfjárræktarinnar sem liggja í sjálfbærri landnýtingu þegar kemur að markaðssetningu afurðanna og því mikilvægt fyrir okkur að sýna fram á að við séum ekki að ganga á landið.“ Það er óskandi að þessum orðum sjáist staður í næstu búvörusamningum. Það er að vísu ekki trúverðug nálgun í samningum við þjóðina að agnúast sífellt út í þá stofnun sem á að gæta hagsmuna vistkerfa og náttúru landsins, m.a. er varðar beit sauðfjár. Stofnun sem ber að tryggja sjálfbæra nýtingu lands og að beit verði aflögð þar sem hún getur með engum hætti talist sjálfbær. Það er sjálfsögð krafa samfélagsins að stuðningi við beit á illa förnu landi verði hætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á sér stað samningsgerð milli sauðfjárbænda og ríkisins um stuðningsgreiðslur þjóðarinnar við framleiðslu sauðfjárafurða. Mikið er í húfi að vel takist til. Á undanförnum árum hafa vísindamenn, Landgræðsla ríkisins og fleiri bent á að mikilvægt sé að laga betur sauðfjárbeit að landkostum. Víða fer beit fram á landi í viðunandi og jafnvel ágætu ástandi; á frjósömum vistkerfum sem henta vel til sauðfjárbeitar. En á stórum svæðum er ástand auðlinda meðal þess versta sem þekkist á jörðinni, auðnir og rofsvæði. Það er mikilvægt að nýting slíkra svæða til beitar verði hætt. Einnig er mikilvægt að hætta beit og byggja upp vistkerfi í nágrenni mikilvirkustu eldstöðva landsins. Verst förnu beitarsvæðin er jafnframt að finna á hinu eldvirka belti. Vistspor kjötframleiðslu á þessum svæðum er með því stærsta sem þekkist í matvælaframleiðslu í heiminum öllum. En á þeim gengur minnihluti fjárstofns landsmanna. Upplýsingar liggja nú þegar fyrir um þau afréttarsvæði þar sem æskilegt er að hætta beit. Margar leiðir eru til þess að vinna að þessu markmiði, meðal annars með sólarlagsákvæðum í búskap. Vitaskuld þarf að hafa slíkt í huga þegar hugað er að milljarða fjárframlögum úr ríkissjóði (tugi milljarða á samningstímanum). Vert er að hafa í huga að drjúgur hluti framleiðslunnar er fluttur út (að stórum hluta á kostnað íslenskra skattgreiðenda). Fyrri ákvæði um um svokallaðan „landnýtingarþátt gæðastýringar“ skilaði viðhorfum sjálfbærrar landnýtingar ákaflega stutt á veg. Og nú bendir margt til þess að sjónarmið um sjálfbæra landnýtingu og aðlögun að landkostum hafi orðið undir við yfirstandandi samningsgerð ríkis og sauðfjárbænda. Svo virðist sem margir bændur og hugsanlega forysta bænda telji sjónarmið sem þessi vera öfgar og jafnvel „sífelldar árásir á bændur“. Í síðasta tölublaði Bændablaðsins er þetta haft eftir formanni Bændasamtakanna: „Eitt af því sem kom fram í fundarferðinni er að það ríkir því miður mikið vantraust hjá bændum í garð stofnana eins og Matvælastofnunar og Landgræðslunnar. Sauðfjárbændur hafa áhyggjur af aðkomu Landgræðslunnar í tengslum við aukið vægi gæðastýringar í sauðfjárrækt í samningunum. Í ljósi fyrri samskipta sauðfjárbænda og samtaka þeirra við Landgræðsluna eru margir þeirra áhyggjufullir.“ Þessi samskipti varða vitaskuld fyrst og fremst kröfur L.R. um sjálfbæra nýtingu auðlinda; að beit á verst grónu afréttarlöndunum er vitaskuld ekki sjálfbær landnýting. Það er vonandi ekki öll nótt úti því í sama viðtali við formann Bændasamtakanna er hvatt til sjálfbærrar nýtingar: „Sjálfbær landnýting er ein af meginforsendum við nýtingu þeirrar auðlindar sem búfjárbeitin er. Svo má ekki gleyma þeim sóknarfærum sauðfjárræktarinnar sem liggja í sjálfbærri landnýtingu þegar kemur að markaðssetningu afurðanna og því mikilvægt fyrir okkur að sýna fram á að við séum ekki að ganga á landið.“ Það er óskandi að þessum orðum sjáist staður í næstu búvörusamningum. Það er að vísu ekki trúverðug nálgun í samningum við þjóðina að agnúast sífellt út í þá stofnun sem á að gæta hagsmuna vistkerfa og náttúru landsins, m.a. er varðar beit sauðfjár. Stofnun sem ber að tryggja sjálfbæra nýtingu lands og að beit verði aflögð þar sem hún getur með engum hætti talist sjálfbær. Það er sjálfsögð krafa samfélagsins að stuðningi við beit á illa förnu landi verði hætt.
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun