Með jöfnuð að leiðarljósi Katrín Jakobsdóttir skrifar 18. janúar 2016 07:00 Síðastliðið ár var viðburðaríkt á alþjóðavísu. Nægir þar að nefna flóttamannastrauminn og loftslagsbreytingar sem við sjáum þegar merki um í veðurfari og umræðu um þessi risavöxnu viðfangsefni. Ójöfnuður er iðulega ein undirrót stríðsátaka sem valda því að fólk flýr heimili sín og leitar að friðsamlegra umhverfi. Öll gögn sýna að gríðarlegur ójöfnuður er milli heimshluta en líka innan einstakra landa. Ójöfnuðurinn veldur átökum og valdabaráttu. Ójöfnuður kemur líka við sögu þegar rætt er um loftslagsbreytingar en fátækari þjóðir hafa mun síðri möguleika en ríkari svæði á að takast á við afleiðingar þeirra. Eigi að síður er það svo að fátækustu þjóðirnar bera einna minnsta ábyrgð á loftslagsbreytingum þótt afleiðingarnar skelli á þeim af fullum þunga. Alþjóðastofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa um nokkurra ára skeið bent á ójöfnuð sem vaxandi vandamál. Íhaldssamar stofnanir benda einnig á þau hagrænu vandamál sem fylgja ójöfnuði. OECD sendi til dæmis frá sér skýrslu í desember 2014 þar sem aðildarríki voru hvött til að endurskoða skattkerfi sín út frá sjónarmiðum jafnaðar þar sem aukinn jöfnuður hefði jákvæð áhrif á hagsæld. Jöfnuður snýst um það hvernig við skiptum þeim gæðum sem við höfum úr að spila. Með skynsamlegri og sjálfbærri atvinnustefnu getum við gert sem mest úr þeim gæðum án þess að skaða umhverfið. Síðan er hægt að skipta þeim með jöfnuð og sanngirni að leiðarljósi og beita skattkerfi og velferðarkerfi til að tryggja ákveðinn jöfnuð í samfélaginu. Hversu langt er gengið er hápólitísk spurning og snýst um hægri og vinstri. Margir stjórnmálamenn vilja hvorki skilgreina sig til hægri né vinstri. Þá er hættan sú að þeir skili auðu þegar kemur að stóru úrlausnarefnunum framundan þar sem baráttan um auðlindir mun harðna og skipting gæðanna verður æ stærra viðfangsefni. Víða erlendis má sjá nýja strauma í stjórnmálum og þeir liggja ekki á miðjunni. Einnig á Íslandi er mikilvægt að stjórnmálaöflin taki skýra afstöðu til þessara mikilvægustu spurningu samtímans. Þörfin er rík fyrir skýra vinstristefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Síðastliðið ár var viðburðaríkt á alþjóðavísu. Nægir þar að nefna flóttamannastrauminn og loftslagsbreytingar sem við sjáum þegar merki um í veðurfari og umræðu um þessi risavöxnu viðfangsefni. Ójöfnuður er iðulega ein undirrót stríðsátaka sem valda því að fólk flýr heimili sín og leitar að friðsamlegra umhverfi. Öll gögn sýna að gríðarlegur ójöfnuður er milli heimshluta en líka innan einstakra landa. Ójöfnuðurinn veldur átökum og valdabaráttu. Ójöfnuður kemur líka við sögu þegar rætt er um loftslagsbreytingar en fátækari þjóðir hafa mun síðri möguleika en ríkari svæði á að takast á við afleiðingar þeirra. Eigi að síður er það svo að fátækustu þjóðirnar bera einna minnsta ábyrgð á loftslagsbreytingum þótt afleiðingarnar skelli á þeim af fullum þunga. Alþjóðastofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa um nokkurra ára skeið bent á ójöfnuð sem vaxandi vandamál. Íhaldssamar stofnanir benda einnig á þau hagrænu vandamál sem fylgja ójöfnuði. OECD sendi til dæmis frá sér skýrslu í desember 2014 þar sem aðildarríki voru hvött til að endurskoða skattkerfi sín út frá sjónarmiðum jafnaðar þar sem aukinn jöfnuður hefði jákvæð áhrif á hagsæld. Jöfnuður snýst um það hvernig við skiptum þeim gæðum sem við höfum úr að spila. Með skynsamlegri og sjálfbærri atvinnustefnu getum við gert sem mest úr þeim gæðum án þess að skaða umhverfið. Síðan er hægt að skipta þeim með jöfnuð og sanngirni að leiðarljósi og beita skattkerfi og velferðarkerfi til að tryggja ákveðinn jöfnuð í samfélaginu. Hversu langt er gengið er hápólitísk spurning og snýst um hægri og vinstri. Margir stjórnmálamenn vilja hvorki skilgreina sig til hægri né vinstri. Þá er hættan sú að þeir skili auðu þegar kemur að stóru úrlausnarefnunum framundan þar sem baráttan um auðlindir mun harðna og skipting gæðanna verður æ stærra viðfangsefni. Víða erlendis má sjá nýja strauma í stjórnmálum og þeir liggja ekki á miðjunni. Einnig á Íslandi er mikilvægt að stjórnmálaöflin taki skýra afstöðu til þessara mikilvægustu spurningu samtímans. Þörfin er rík fyrir skýra vinstristefnu.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar